21.8.2008 | 23:58
Bullarar á blogginu
Bloggið er fyrir margar sakir magnað fyrirbæri, og getur verið skemmtilegt þegar vel er á haldið. Ég tók upp á þessu meira af gamni en alvöru, aðallega til að tjá tilfinningar um íþróttir eða spauga einhverja vitleysu. Svarta hliðin er þegar fólk fer að bulla með staðreyndir og tjá sig útfrá þeim. Gott dæmi um þetta er á bloggsíðu konu einnar í kvöld þar sem fullyrt er að eiginkona Gísla Marteins Baldurssonar sé formaður hverfaráðs Vesturbæjar og sú staða gerð tortryggileg í ljósi námsdvalar hjónanna í Skotlandi í vetur. Hnaut um þetta þar sem ég vissi vel hver kona Gísla er, hef unnið með þeirri mætu konu, og með ólíkindum hve fólk getur spunnið við svona vitleysu.
Eftirskrift: Fyndið, skömmu eftir að ég gerði athugasemdir við bloggfærsluna var hún tekin niður hið snarasta. Tengillinn að ofan vísar sennilega ekki lengur á bullið, en það má lesa það hér að neðan. Það er ekki einu sinni verið að biðjast afsökunar. En bloggfærslan gekk útá að segja að kona Gísla, Vala Ingimarsdóttir, væri orðin formaður hverfaráðs og í kjölfarið komu nokkrir bloggarar sem lýstu andúð sinni á málið með miklum gífuryrðum. Hið rétta er að kona Gísla er Vala Ágústa Káradóttir, svo það sé nú á hreinu.
"21.8.2008 | 21:29
Á vefi Reykjavíkurborgar kemur fram að eiginkona Gísla Marteins Baldursson, Vala Ingimarsdóttir er formaður hverfaráðs Vesturbæjar.Er það ekki sérkennileg stöðuveiting á eiginkonu sem ætlar að vera með manni sínum erlendis. Finnst Hönnu Birnu það allt í lagi? Mér finnst það alls ekki í lagi."
Bloggar | Breytt 22.8.2008 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 22:55
Algjörlega óviðunandi
Miðað við knattleikni Asera áttum við að hafa sigur í þessum leik. Jafntefli er algjörlega óviðunandi við svona lið á heimavelli. Það vantaði "bara" tvö mörk upp á að spáin mín rættist og ekki komst Eiður Smári á blað. Hann átti sína spretti engu að síður og sýndi eins og oft áður að hann er eiginlega allt of góður fyrir þetta landslið, eins undarlega og það hljómar. Það vantaði amk oft góða meðspilara þegar hann var að reyna að skapa eitthvað. Skallamarkið hjá Grétari Rafni var gott og klaufalegt að Stefán markvörður missti aukaspyrnuna í netið. Hann átti að taka þetta skot, drengurinn. Annars er hann sláandi líkur Berg Ebba í Sprengjuhöllinni, en það er nú annað mál...
Þjálfarinn var að prófa nokkra "kjúklinga" í kvöld og þeir stóðu sig flestir ágætlega. Jóhann Berg er sennilega okkar næsti "Eiður" ef allt gengur upp hjá pilti. Stefán markvörður er efnilegur en hann vantar enn einhverja snerpu. Bjóst við fleiri skiptingum, minnir að þær hafi bara verið tvær. Hélt að svona leiki ætti að nota til að prófa menn.
Heilt yfir virtist sem það vantaði einhverja stemningu í strákana og léttleika, menn mega ekki drepast úr leiðindum í þessu. Fýlan í aðstoðarþjálfaranum í hálfleik kom í gegnum skjáinn hjá manni og fyllti stofuna svo að það þurfti að loftræsta húsið...
Ísland gerði jafntefli við Aserbaídsjan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2008 | 14:53
Brjósklosbætandi, svei mér þá
Svei mér ef sigurinn á Pólverjum í morgun hafi ekki farið langt með að lækna mig af bakverk eða brjósklosi sem hefur verið að hrjá karlinn síðustu vikurnar. Stebbi Lísu sjúkraþjálfari verður náttúrulega móðgaður að lesa þetta, að ég skuli ekki þakka batann í dag æfingunum sem hann tók mig í í fyrradag. Hef aldrei farið í sjúkraþjálfun áður en líklegast er þetta barasta allra meina bót. Skýringin með landsliðið er bara skemmtilegri, enda frábær leikur, og dagurinn þarf bara að enda á því að Ísland sigri Azerbadsjan í fótboltanum. Spái 3-1 sigri Íslands og Eiður með þrennnu, já já....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 08:57
Nú étur maður hatt sinn...
Algjörlega magnað að vakna til að horfa á sigurleik, guði sé lof fyrir RÚV+. Til allrar hamingju hafði maður rangt fyrir sér með þennan leik, enda aldrei haft hundsvit á handbolta. Leyfi mér þó að spá að við fáum Spánverja í undanúrslitum, leggjum þá bara og spilum um gullið við Frakka, eða helv... Danina. Eftir síðasta leik hafði ég engin loforð um að ég myndi éta hatt minn, hefði ég rangt fyrir mér í bölsýnisspánni, en nú fer maður að garfa í skúffunum í leit að bragðgóðum hatti til að smakka á. Ekkert búinn að fá mér í morgunmat og orðinn svangur. Væri svo ekki verra að geta kyngt hattinum niður með Prins Pólói...
Þessir drengir ætla sér meira, og geta vel gert betur en landsliðið á ÓL á Spáni 1992.
ÁFRAM ÍSLAND, maður fer að hringja aftur í 907-2800.
Ísland í undanúrslit á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 16:40
Gat verið verra
Eins gott að okkar menn náðu stigi gegn Egyptum í nótt, annars hefðu Frakkar orðið mótherjarnir í 8-liða úrslitum. Eins og landsliðið hefur leikið í þremur síðustu leikjum þá stillir maður kröfunum í hóf gegn Pólverjum. Einstaka leikmenn eiga það til að hverfa mínútum saman og dúkka svo upp á ögurstundu. Þegar komið er í 8-liða úrslit á ÓL þarf allt að ganga upp, ALLT. Ljóst er að Ólafur Stefánsson er kominn á lokasprettinn en þegar hann kemst í stuð eru skotin hans óverjandi. Sigfús skógarbjörn hefði mátt koma fyrr inn á gegn Egyptum, hann límir saman vörnina, og loksins náði Logi Geirs að sýna eitthvað. Skoraði þrjú ágæt mörk í röð, en hann er samt greinilega ekki í sínu fínasta formi. Mætti eyða meiri tíma með lóðin frekar en með brilljantínið fyrir framan spegilinn!
Svo maður haldi nú áfram sálgreiningu á strákunum okkar, þá hefur maður vissar áhyggjur af markvörslunni. Hreiðar Leví hefur vissulega sýnt góða markvörslu á mikilvægum augnablikum en hann klárar þetta ekki einn. Gefa hefði mátt Björgvini Páli fleiri tækifæri gegn Egyptum. Burðarásarnir sem fyrr hafa verið Snorri Steinn, Guðjón Valur og Óli Stef, og gaman að sjá hve Róbert Gunnars er firnasterkur. Klúðraði varla færi gegn Egyptum. Alexander Petterson hefur alltaf verið í uppáhaldi og Arnór Atlason er að koma til drengurinn. Varnarjaxlarnir Sverre og Ingimundur hafa átt frábæra leiki en sem fyrr hefur mér veiki hlekkurinn í landsliðinu þótt vera Ásgeir Örn. Eins og hann skorti eitthvað sjálfstraust eða stáltaugar fyrir svona stórmót. Kannski er Guðmundur ekki að nota hann í réttri stöðu, hver veit.
Verst af öllu er náttúrulega að hafa ekki Hofsósinginn Einar Hólmgeirsson í Peking, en hann verður bara með á næstu ÓL, þegar við hirðum einhverja dollu. Því miður sér maður ekki að sá draumur verði að veruleika í ár. Árangurinn til þessa er engu að síður stórkostlegur og langt umfram væntingar. Spái því að við töpum í 8-liða og leikum um 5. til 8 sætið. Vonandi hef ég rangt fyrir mér, ÁFRAM ÍSLAND!
ps Minni loks á söfnunarnúmer til handa HSÍ og strákunum okkar, 907 2800. Þegar búinn að taka þúsund kall af símreikningnum og sé ekki eftir krónu.
Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2008 | 18:45
Hjúkk - sakna Crouch
Liggjandi baki bognu í sófanum góða varð maður vitni að fyrsta sigri minna manna í Liverpool. Tæpt var það og sem fyrr bjargaði Torres okkur á ögurstundu. Kannski á maður að spara stóru orðin eftir fyrsta leik en mínir menn voru ekki nógu sannfærandi, Sundarland er erfitt heim að sækja og þeir hafa nælt sér í hörkumarkmann.
Maður er strax farinn að sakna Peter Crouch, það var óráð hjá Benitez að selja þann hávaxna dáðadreng. Í staðinn er kominn stubbur frá Tottenham, Robbie Keane, og hann var nú ekki beint að vinna fyrir ofurlaunum sínum í dag. Sýndi smá hroka með því að fussa yfir að vera tekinn útaf. Gefum honum þó meiri séns. Hann sást lítið í leiknum, varla fyrr en hann þvældist fyrir Torres í markskoti í teignum. Hann á vonandi eftir að sanna sig á Anfield og öðrum völlum í vetur. Hinn ítalski Dossena í vinstri bakverðinum lofar hins vegar góðu, og virðist í fljótu bragði tekniskari en forveri sinn, Jón Árni.
En þrjú stig í hús eftir fyrsta leik, það er betra en oft áður hjá mínum mönnum. Það eiga mörg lið eftir að lúta í gras á heimavelli Sunderland í vetur, sjáiði til.
Torres tryggði Liverpool sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007