27.8.2008 | 22:34
Hversu oft verður þetta ,,hjúkket" ?
Sem gegnheill Púllari til ríflegra þrjátíu ára veit maður varla hvort maður á að gráta eða gleðjast eftir svona leik. Auðvitað átti liðið að vera búið að afgreiða þennan leik fyrir framlengingu en Kátur bjargaði heiðri liðsins og allra sem að því standa. Það hefði verið stórskandall og nánast ófyrirgefanlegt ef liðið hefði ekki komist áfram í Meistaradeildinni. En maður hefur alltaf borið fyllstu virðingu fyrir Standard Liege, frá því að Ásgeir Sigurvinsson var þar kóngurinn, og þetta lið kom manni á óvart, það verður að segjast. Vonandi verða þeir Belgíumeistarar í vetur!
Rauði herinn sér manni fyrir spennuleikjum, það verður ekki tekið af honum, og eins gott að vera ekki kominn á tungurótartöflur, þá væri skammturinn fyrir veturinn löngu búinn - og ekki enn kominn september!
Kuyt bjargaði Liverpool á örlagastundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2008 | 22:10
Gríðarlegt efni á ferð
Leitt að þeir Grétar Rafn og Heiðar komust ekki áfram með sínum liðum, en litlu munaði að annar Íslendingur, Aron Einar Gunnarsson, kæmist áfram með Coventry í framlengdum leik gegn Newcastle. Úrvalsdeildarliðið hafði betur en gaman var að fylgjast með Aroni. Þarna er gríðarlegt efni á ferð, sem á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni, sjáiði til. Eitilharður nagli, með ágæta boltatækni og getur tekið á harðasprett. Og innköstin, þvílíkur kraftur. Upp úr einu slíku náði Coventry að jafna og tryggja sér framlengingu. Vonandi að þessi drengur sleppi með meiðsli í þeim harða bolta sem spilaður er á Englandi, ekki síst í 1. deildinni.
Ef fleiri eintök af Aroni fara að sjást með íslenska landsliðinu þá gæti maður öðlast trú á þeim mannskap á ný. Kynslóðaskipti eru að eiga sér stað og vonandi ná hinir ungu atvinnumenn að springa út.
Bolton slegið út af 2. deildarliði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 09:27
TAKK FYRIR OKKUR!
Til hamingju Ísland! Silfrið er í húsi, miklu miklu meira en við nokkurn tímann þorðum að vona. Við gleymum þessum tölum gegn Frökkum, þeir voru bara hungraðri. Verst var að þeir höfðu ekki fengið ólympíugull áður, voru greinilega ekki saddir þó að þeir væru heimsmeistarar. Maður hefur grátið og glaðst með drengjunum og þetta er búið að vera magnað. Önbilívebul.
Þjóðhátíðin heldur áfram til miðvikudags. Takk fyrir mig, takk fyrir okkur. Over and out...
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 18:32
Fökking önbilívebul II
Það gengur allt upp í boltanum hjá mínum liðum, ef undan eru skildir Stólarnir sem eru í fallhættu í 2. deild! Maður var tilbúinn með langa leiðindarullu um frammistöðu Liverpool á Anfield í dag, en þegar Carragher gamli jafnaði (líklegast sitt fyrsta á þessari öld) þá dró eitthvað úr barlóminum. Þegar svo Gerrard skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndunum ætlaði allt um koll að keyra á heimilinu. Frábært mark og frábær þrjú stig. En torsótt voru þau maður, púff!
Okkar menn voru ekki alveg að gera sig fram að mörkunum, gegn sterku Boro-liði. Það virtist vera einhver landsleikjaþreyta í köppum á borð við Alonso, Gerrard, Bennajúnn og Babel. Robbie Keane er að koma til karlinn, já já. En mikið djöf... var þetta samt ánægjulegt í lokin, álíka magnað og sigurinn í handboltanum í gær. Veislan heldur áfram og svei mér ef við leggjum ekki Frakka á morgun. Hvernig sem fer erum við samt sigurvegarar á ÓL, stórasta land í heimi, besta litla þjóðin.
ps. Svo toppaði nú allt í dag að Arsenal var að tapa, fyrir Fulham. Hahahahahah.... Og kíkiði á stöðutöfluna, Liverpool trónir á toppnum. Já já
Gerrard tryggði Liverpool sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2008 | 13:53
Segi það bara: Fökking önbilívebul
Leyfði mér í morgun að spá 32-31 sigri og stóru tapi ef tap yrði, leyfði mér þó aldrei að spá sex marka sigri og líklegast hefur enginn gert það nema strákarnir sjálfir. Algjörlega frábært, fökking önbilívebul.
Nú er það gullið næst, fróðlegt verður að sjá hvernig menningarnótt þróast, spurning hvort landinn fer nokkuð að sofa og heldur sér mjúkum fram að leik...
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 11:30
Bestir sem rauðir
Snorri Steinn snarlega skaut
snilld er sú boltaþraut.
Í bláu' erum sauðir
en bestir sem rauðir
og berjumst þá eins og naut.
Þannig var það nú, skáldið hefur bara talað, og nú er þetta að renna upp. Svei mér ef við vinnum ekki Spánverja 32-31. En ef við töpum þá töpum við stórt. Skiptir samt engu, við mætum þá bara dýróðir á móti Króötum í bronsleiknum. ÁFRAM ÍSLAND
Ísland leikur í rauðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007