Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Gjörsamlega óviðunandi...

"Fari svo illa að við töpum fyrir Man Utd um næstu helgi, þá munu 10 stig skilja liðin að. Það er alltof mikill munur eftir tíu umferðir, og krafan verður háværari um að Benitez stigi til hliðar. Þolinmæði Púllara er að þrjóta, staðan í dag er óviðunandi. Og ekki mun staðan batna á morgun ef leikurinn gegn Lyon tapast í meistaradeildinni."

Ætla ekki að vera endanlega leiðinlegur en þessi sólarhringsgömlu skrif reynast því miður enn í góðu gildi. Úrslitin í kvöld voru gríðarleg vonbrigði, það stefndi þó í jafntefli, fjárinn hafi það. Þetta er orðið með öllu óviðunandi. Stend við það sem ég sagði í gær, að tími væri kominn á breytingar á Anfield. Það er að koma í bakið á Benitez að hafa ekki styrkt hópinn betur í sumar, það eru sem fyrr alltof margir miðlungsmenn þarna í hópnum og þaðan af verri.

Algjört dómgreindarleysi að mínu mati að taka Bennajúnn útaf á ögurstundu í leiknum, hann var einn af fáum leikmönnum sem eitthvað gátu þó í kvöld. Inná kom líklega einn slakasti maðurinn hjá Liverpool í dag, Voronin, og sendingar hans og önnur frammistaða hans í kvöld sannaði það.

Gerrard og Torres meiddir og Callagher svipur hjá sjón. Ekki gæfulegt. Það þurfa að koma inn nýir eigendur með eitthvað af aurum til að kaupa menn, skipta um leið um þjálfara. Benitez búinn að fá sinn tíma.


mbl.is Fjórða tap Liverpool í röð - Jafntefli hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mönnum skítsama um stigin?

Dagar Benitez senn taldir?Það er nú minnsta mögulega refsing fyrir þetta klúður dómarans á laugardaginn að færa hann niður um deild. Hefði nú átt að taka af honum dómaraleyfið í knattspyrnu og breyta því yfir í sundknattleik.

Annars mættu fleiri fara að taka pokann sinn. Það er með miklum ólíkindum að Liverpool-menn skuli ekki berjast fyrir því að úrslit þessa leiks verði ógild og leikurinn spilaður á ný. Er mönnum skítsama um þessi þrjú stig sem fóru forgörðum gegn Sunderland? Þetta fer álíka mikið í taugarnar á manni, og þegar Benitez fagnar ekki marki, sem er ekkert annað en óvirðing við knattspyrnuna.

Byrjunin á tímabilinu er óviðunandi og sýnir að ekki hefur tekist að fylla í skörð þeirra leikmanna sem fóru, ekki síst Alonso. Vissulega voru Gerrard og Torres fjarri góðu gamni á laugardaginn en það á ekki að afsaka þetta afhroð. Afraksturinn til þessa eru 15 stig og fjórir tapleikir, jafnmargir og hjá Fulham!

Fari svo illa að við töpum fyrir Man Utd um næstu helgi, þá munu 10 stig skilja liðin að. Það er alltof mikill munur eftir tíu umferðir, og krafan verður háværari um að Benitez stigi til hliðar. Þolinmæði Púllara er að þrjóta, staðan í dag er óviðunandi. Og ekki mun staðan batna á morgun ef leikurinn gegn Lyon tapast í meistaradeildinni.

Tími er kominn á breytingar á Anfield, svo einfalt er það.

 

 


mbl.is Dómaranum sem dæmdi strandboltamarkið gilt refsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 31988

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband