Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Nú gátu þeir unnið...

Svona er fótboltinn óútreiknanlegur, maður gerir sér ferð til Liverpool að horfa á leik gegn Stoke, fyrirfram auðvelt og allt það. Útkoman 0-0 jafntefli. Viku síðar, útileikur gegn erkifjendunum Everton og 2-0 sigur. En sannarlega ánægjuleg úrslit og verst að hafa misst af leiknum, Laufskálarétt var tekin framyfir að þessu sinni. Þokkaleg býtti. Ánægjulegt ef Torres er að komast aftur í gang, þá verða okkur allir vegir færir. Nú er bara spurningin hve lengi við verðum taplausir, eigum við ekki bara að segja fram að jólumW00t

This is Anfield!

Til að ylja manni við minninguna fylgir hér mynd úr því allra heilagasta í víginu á Anfield, útgangurinn út á völlinn úr búningsklefunum og skiltið "This is Anfield". Að sjálfsögðu var klappað á skiltið!


mbl.is Torres skaut Liverpool á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er 100. mark Gerrards!

Megi Chelsea ganga allt á afturfótunum gegn Stoke á laugardaginn, þeir hvítrauðu og röndóttu djöflar verða erfiðir í vetur ef þeir ætla að pakka í 11 manna vörn, líkt og þeir gerðu gegn mínum mönnum í Liverpool um síðustu helgi. Það var magnað að vera á Anfield í fyrsta sinn, og ná því strax á fyrstu mínútunum að fagna marki, sem var síðan dæmt af af óskiljanlegum ástæðum. Efast um að sá dómari fái mikið af verkefnum í vetur.

Steven Gerrard var rændur 100. marki sínu fyrir félagið en svo skemmtilega vildi til að ég náði því á mynd þegar boltinn lá í netinu, fyrir algjöra slysni. Teygði mig upp í Anfield Road stúkunni og smellti af rælni þegar Gerrard tók spyrnuna. (Ef myndin prentast vel sést boltinn þenja út netmöskvana vinstri megin!) Fagnaði síðan gríðarlega eins og allir Púllarar gerðu á vellinum í nokkrar sekúndur þar til að draumurinn var úti. Hefði þetta mark fengið að standa, er ég viss um að við hefðum rúllað upp Potturunum fimm eða sex núll....!


mbl.is Petr Cech: Stefnum á fernuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goal ! - enda var eg fyrir aftan markid...

Staddur a Anfield og get stadfest ad thetta var mark, tok meira ad segja mynd af thvi !  Sama hvada blod madur les her i Liverpool eda horfir a Sky Sports eda BBC, allir sammala um ad thetta var mark og ekkert annad, domarinn gerdi herfileg mistok og aetti ad taka dom sinn til baka likt og gert var med spjald a Terry um daginn.

Er i godum hopi med Liverpool-klubbnum her i borginni, god stemmning thratt fyrir jafnteflid i gaer, skodum Anfield a morgun og hittum vonandi Carragher a eftir a veitingastadnum hans! Jomfrudarferd okkar fedganna til Anfield og what a moment. Gaesahud og tar runnu fram a kinn er vollurinn byrjadi ad syngja You'll never walk alone. Verst var hvad madur sat nalegt studningsmonnum Stoke, sem sungu og oskrudu allan timann, enda voru their bunir a thvi i leikslok.

'AFRAM LIVERPOOL.... kvedja fra Anfield


mbl.is Benítez segir mistök að dæma markið af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnad a Anfield - omurleg urslit

Madur er rett buinn ad jafna sig eftir urslitin her i Liverpool i dag, jafntefli gegn Stoke er bara djok. En ferdin a Anfield var hverrar kronu virdi, frabaert vedur og kjaftfullur vollur. Jomfruarferdin hja okkur fedgum en thvi midur kom ekki sigur hja okkar monnum. Tek undir med ahangendum Stoke, The Potters, er theri kolludu inn a vollinn thegar Robbie Keane var tekinn af velli: What a waste of money! Drengurinn tharf ad fara ad sanna sig, og syna ad hann er hverrar kronu virdi. Var arfaslakur. Nadi mynd af markinu sem Gerrard skoradi i byrjun, thetta var bara mark, syni ykkur sidar er eg kem heim! Erfitt ad spila gegn lidi sem pakkar i vorn allan timann og fagnar markalausu jafntefli eins og bikartitill se i hofn.

Kvedja fra Anfield, You'll never walk alone.......!


Tindastóll í efstu deild 2012?!

Mynd: Fótbolti.netFór að sjá frændur mína leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki milli Tindastóls og FH. Hörkuleikur í roki og rigningu í Borgarnesi en magnað að sjá hvað þessir piltar eru sterkir og flinkir með boltann. Tindastóll, mitt gamla góða félag, hefur ekki áður átt lið í úrslitaleik í yngri flokkunum og þetta var því stór áfangi hjá þessu meira en 100 ára gamla íþróttafélagi. Enda fjölmenntu Króksarara á pallana, að norðan sem sunnan, og "yfirspiluðu" fylgismenn fimleikafélagsins. Halda því skal til haga að með Tindastóli leika nokkrir frá Hvöt á Blönduósi og leikur liðið undir nöfnum beggja félaga. Góður liðsauki er í Húnvetningunum, svo sannarlega.

Leikurinn fór í framlengingu og hefðu hinir ungu Stólar vel getað landað sætum sigri, með örlítilli heppni, en veðurguðirnir léku sína rullu. Í framlengingu reyndust FH-ingar sterkari, enda með breiðari og stærri hóp og gátu leyft sér einar 4-5 skiptingar. Strákarnir voru orðnir dauðþreyttir og gátu ekkert gert við þeim tveimur mörkum sem þeir fengu á sig. En silfrið var þeirra og þeir geta verið stoltir yfir árangri sumarsins. Geta landað einum bikartitli á morgun fyrir norðan, og maður er viss um að þeir mæta dýróðir og rúlla KA-mönnum upp. Alveg viss um að nokkrir drengjanna eru á leiðinni í U-17 landslið Íslands, sjáiði til !

Sá þrjá leiki með þessum piltum í sumar, og fullyrði að ef félögin halda þeim og fóstra í heimabyggð næstu árin, og sameinuðust upp í meistarflokk, þá erum við að sjá lið í efstu deild í fótbolta frá Tindastóli/Hvöt árið 2011 eða 2012. Það býr mikið í þeim, og svo mikið er víst að þeir myndu kaffæra jafnaldra sína í Fram. Ekki er yngriflokkastarfið í því félagi burðugt, svo mikið veit maður, og löngu kominn tími á að eitthvað af Reykjavíkurfélögunum sameinist. Stoltið er víst það mikið ennþá að það gerist sennilega ekki í bráð. Ekki að maður sé að fara á límingunum útaf því!

Bendi í lokin í skemmtilega umfjöllun um þennan úrslitaleik á fótbolti.net, þaðan sem ég leyfði mér að stela einni mynd!  Og svo að sjálfsögðu er líka frétt á vef Tindastóls. Áfram Stólar!

PS Það fór eins og vitað var fyrirfram að Tindastóll/Hvöt varð bikarmeistari 3. flokks með rótbursti á KA, 4-0 og kærkominn titill í hús eftir magnað sumar. Allt um þann hér á skagafjordur.com.

Til hamingju drengir!

 

 


Reyndi á Reina

Pepe Reina bjargaði okkur í kvöld á lokasprettinum, þvílík markvarsla hjá drengnum, og þvílíkt mark hjá Stebba Geirharðs, sá var í stuði. Og þurfti ekki að vera lengi inná til að sýna sig og sanna. Liverpool þurfti gott starf í Meistaradeildinni og frábært að hafa náð þremur stigum á þessum erfiða útivelli. Marseille á eftir að hala þarna inn stigum. Miðað við frammistöðu Atletico Madrid í kvöld verða þeir einnig erfiðir.

Allt er þetta í áttina og gaman verður að sjá Liverpool spila gegn Stoke á laugardaginn - með eigin augum. Nú er karlinn bara á leiðinni á Anfield, kominn tími til...Wink


mbl.is Góðir sigrar hjá Chelsea og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður í tippinu

Mikið helv... náði ég að spá rétt fyrir þessum úrslitum, verst að maður lagði ekki eitthvað undir. Að vísu náði maður ekki alveg að spá rétt fyrir um markaskorarana, en gott ef það var ekki Robbie Keane sem þrýsti á sjálfsmarkið hjá United. Kominn tími til að leggja lærisveina Fergusons að velli á Anfield, og það sannfærandi og án Torres. Innkoma Gerrard hafði jákvæð áhrif og þessi Rieira lofar góðu. Kátur hefur sjaldan verið sprækari en ég fer aldrei ofan að því að mínir menn sakna Crouch. Nú verður liðið að treysta á kantspilið, það þýðir ekkert að senda háa bolta fram, þetta eru bara stubbar og þeir þurfa ljósastaur sér við hlið.

Uppskera dagsins lofar vonandi góðu, mínir menn enn taplausir á toppnum og ástæða til að óska Rafa gamla til hamingju með fyrsta sigurinn á móti United. Næst er það léttur leikur á móti Stoke, það verður bara djók...


mbl.is Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsvarið ekki greitt í ár

Varð þess mikla heiðurs aðnjótandi að vera boðið að keppa í Útsvari, fyrir hönd minnar gömlu heimabyggðar. Alltaf gott að einhver muni eftir manni, þó að ég hafi ákveðinn mann grunaðan um að hafa bent á mig. En hafi hann og allir aðrir þökk fyrir ofurtrúna á mína vísdómsgáfu. Eftir nokkurra sekúndna umhugsun sagði ég nei takk, en fyrir utan hógværð og afskaplega litla þörf á að láta ljós mitt skína frammi fyrir alþjóð í beinni útsendingu, þá átti þetta snögga svar sér afar djúpar rætur. Leita þarf allt aftur til áranna 1985 eða 1986, er ég tók þátt í Gettu betur fyrir hönd FÁS, líklegast á árdögum þeirrar keppni.

Minningin frá þeirri viðureign er vægast sagt hryllileg, og framkallaði martraðir lengi framan af. Ekki vantaði að maður var í hörkuliði, með Inga Vaff og Jóni Jónssyni, þjóðfræðingi og galdramanni frá Ströndum. Liðsstjórinn var sjálfur Geirlaugur Magnússon, ljóðskáld og frönskukennari. Blessuð sé minnig hans. Það vantaði ekki öflugan undirbúning, og vel skipulagðar æfingabúðir. Svo skemmtilega vildi til að við drógumst gegn MS í fyrstu viðureign, í beinni útsendingu frá útvarpssal við Skúlagötu. Þetta er svo langt síðan! Stjórnandi var Vernharður Linnet, og tók sá ágæti maður vel á móti okkur. Við vorum hins vegar fáliðaðir, með stuðningsmannalið sem teljandi var á fingrum annarar handar, á meðan MS-ingar troðfylltu salinn.

Við vissum lítið um mótherja okkar á þeim tíma, en síðar áttu þeir eftir að vera einir mestu Gettu betur banar í sögu keppninnar. Að sjálfsögðu er hér átt við tvíburabræðurna Sverri og Ármann Jakobssyni. Þeir rúlluðu okkur FÁS-urum upp og við sáum aldrei til sólar, fórum í rauninni á taugum. Svo einfalt var það.

Síðustu stundirnar fyrir útsendingu eru enn í fersku minni, er við biðum inni í einhverju bókaherbergi í útvarpshúsinu. Við að farast úr stressi á meðan tvibbarnir voru pollrólegir og bókstaflega soguðust að hillunum, náðu líklega að lesa þarna nokkrar bækur á mettíma. Og hvernig þeir handléku bækurnar. Eins og þeir héldu á gulli. Eftir á var það bara sannur heiður að verða þeirra fyrsta fórnarlamb, svona þegar martröðunum var lokið, því við tók áralöng sigurganga þeirra í Gettu betur.

A moment to remember... en vonandi gengur Skagfirðingum vel í Gettu betur í vetur. Ég mun að sjálfsögðu njóta þess að horfa á, makindalega upp í sófa og fussa og sveia, uss maður hefði nú getað svarað þessari....Wink


Þá verður að skora mörk...

Rétt að vona að Jónmundur Kárvígur hafi rétt fyrir sér, nú er kominn tími á að leggja þessa andskota í United, og til þess þarf að skora mörk, og þá fleiri en andstæðingurinn. Eins og einn góður þjálfari sagði um árið um sóknarmann sinn; ef hann hefði hitt á markið þá hefði hann skorað! Mætti halda að Kjartan Sturluson hefði verið á milli stanganna, slík er vantrú á markvörð andstæðingsins í þessum ummælum.

Eins gott að mínir menn sigri, nóg leggur maður á sig á morgun, að keyra heila 280 km til að sjá leikinn. Spái hér með 2-1. Torres og Keane skora. Já já, sei sei...


mbl.is Carragher: Náum vonandi þremur stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stungið upp í starrann!

starriSá út um eldhúsgluggann í morgun að ég hafði sigur á starranum, tókst að hrekja hann á brott, helvískan! Það var heill herskari á bílskúrsþakinu, líkt og boðuð hefði verið jarðarför eða kallað til fjöldafundar. Enginn skal þó halda að ég haf stútað einu stykki, það fer fjarri, enda annálaður dýravinur. Mér tókst hins vegar að koma í veg fyrir frekari hreiðurgerð í stokk undir þakrennu bílskúrsins, einfaldlega smúlaði stokkinn og negldi fyrir stokkendana með krossviðarplötum. Nú verða starrarnir bara að leita sér hreiðursstað í næsta garði.

Af heilsufarsástæðum var þetta nauðsynleg aðgerð, hafði verið bitinn nokkrum sinnum af starrafló með því að einu að opna bílskúrinn eða fara út með ruslið. Flugur og flær virðast eiga greiða leið að minni hvítu húð, enda löngum verið gæðablóð! Þó ljótt sé að segja það horfði ég sigri hrósandi á starrana reyna að flögra inn í lokaðan stokkinn, þeir gerðu nokkrar tilraunir og flugu síðan burtu - yfir í næsta garð. Verði nágrönnunum að góðu.....Tounge

ps Án gríns, þá þurfa borgaryfirvöld að fara stemma stigum við starranum, hann er orðinn jafnmikið skaðræði og mávurinn hér í Hlíðunum. Það er hending að maður sjái skógarþröst lengur, þann yndislega fugl


Næsta síða »

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband