Tíu á móti tólf

webbEkki er viđ kónginn Kenny Daglish ađ sakast í dag. Mínir menn voru ofurliđi bornir af tólfta manni Man Utd, Howard Webb dómara og hans ađstođarmönnum. Vítaspyrnan var brandari ársins og Berbatov á tilnefningu til óskarsverđlauna vísa.

Síđan er ţađ rauđa spjaldiđ hjá Gerrard. Vissulega fór drengurinn í tveggja fóta tćklingu en snertingin viđ andstćđinginn var lítil sem engin, mest viđ boltann. Ekki ađ undra ţótt Daglish spyrji hvort búiđ sé ađ breyta reglunum. Mínir menn börđust allan tímann en fjarvera Gerrard var ţeim um megn. Reina sá um ţađ sem til ţurfti og mér leist vel á uppstillinguna hjá nýja stjóranum. Ánćgjulegt var ađ heyra hraustlega tekiđ undir í You'll never walk alone í leikslok og ţađ er greinilega stemning í stuđningsmönnum Liverpool, sem kallađ hafa eftir endurkomu kóngsins síđan í október, ţegar sýnt ţótti ađ Hodgson var ekki rétti mađurinn á Anfield. Árangur hans talar sínu máli, eđa árangursleysi, eitthvert hiđ alversta frá upphafi 1892.

Eitthvađ varđ ađ gera og ţađ segir sína sögu um brotthvarf gamla karlsins ađ hann fékk ekki einu sinni ađ klára ţennan bikarleik, Daglish var kvaddur heim í skyndingu úr fríi í Dubai. Enda var karlinn ţreyttur á Old Trafford, en ţađ verđur fróđlegt ađ sjá liđiđ í nćstu leikjum án fyrirliđans, sem vćntanlega er farinn í ţriggja leikja bann.

Howard Webb má biđja bćnirnar sínar fyrir nćstu heimsókn á Anfield, ef honum verđur ţá hleypt í leik ţangađ í bráđ. Hann getur hins vegar ekiđ um stoltur um götur Manchester og sjálfssagt kominn ţar í guđatölu...Tounge


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 0
  • Frá upphafi: 31326

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 0
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband