Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

Stórkostleg söngsýning Heimis

Fór á stórkostlega söngsýningu Karlakórsins Heimis í Langholtskirkju í gćr, ţar sem dagskrá var flutt í tali og tónum um óperusöngvarann skagfirska, Stefán Íslandi, sem á haustmánuđum hefđi orđiđ 100 ára. Kirkjan var sneisafull enda orđiđ uppselt tveimur dögum fyrir sýninguna, sem áđur hafđi veriđ flutt í fjórgang, kvöldiđ áđur í Reykholtskirkju í Borgarfirđi, tvisvar á Akureyri um síđustu helgi og fyrst í Varmahlíđ á ţrettándanum. Var sýningin sett upp til heiđurs söngvaranum í tilefni 80 ára afmćlis kórsins.StefanIsladi

Vonandi koma Heimismenn međ ţessa sýningu sem fyrst aftur suđur ţeir geta auđveldlega fyllt kirkjuna ađ nýju, ţess vegna Háskólabíó. Ekki er ţađ ađeins magnađur söngur kórsins, sem ég fullyrđi ađ hafi aldrei veriđ betri, heldur er dagskráin öll hin skemmtilegasta og faglegasta. Einsöngurinn hjá Ţorgeiri Andréssyni og Álftagerđisbrćđrunum Óskari, Sigfúsi og Pétri Péturssonum er frábćr. Ţannig mátti heyra saumnál detta í kirkjunni er Sigfús söng Ökuljóđiđ, Áfram veginn í vagninum ek ég. Ađ sama skapi var krafturinn í Ţorgeiri slíkur ađ hárgreiđsla gesta á fremsta bekk fór úr skorđum er hann hóf upp raust sína!

Undirleikurinn var einnig óađfinnanlegur hjá Thomas Higgerson og málmblástursleikurunum og síđast en ekki síst voru upplestur og leikrćnir tilburđir sr. Hannesar Arnar Blandon og Agnars Gunnarssonar frá Miklabć hrein unun á ađ hlusta og sjá. Sem fyrr er ţađ líka kórstjórinn Stefán R. Gíslason sem er ađ framkvćma enn eitt kraftaverkiđ međ ţennan kór. Hógvćr piltur úr Blönduhlíđinni sem ađ mínu mati er međ fremstu tónlistarstjórum landsins í dag.

Hefđi Stefán Íslandi setiđ á fremstu bekkjum Langholtskirkju hefđi hann tárast af gleđi, flytjendur allir sýndu honum ţann sóma sem ţessi listamađur á skiliđ og ţađ var ekki laust viđ ađ manni vöknađi um augu á mögnuđustu augnablikum ţessarar dagskrár.

Ég sé á vefsíđu kórsins ađ búiđ er ađ ákveđa tvenna tónleika fyrir austan 1. mars en vonandi tekst kórnum ađ halda fleiri sýningar í fjölmenninu hér sunnan heiđa, svo ađ sem flestir geti hlýtt á magnađan söng og frćđst í leiđinni um farsćlan feril Stefáns Íslandi.


Nokkur sćti laus!

Ţó ađ ekki megi gera grín ađ atvikinu ţegar sćti Svandísar Svavarsdóttur losnađi í Fokkernum um daginn, og sem betur fer endađi allt saman vel, ţá má mađur til međ ađ láta ţennan fljóta áfram, ađ viđ skulum hér eftir hafa allan vara á okkur ţegar viđ heyrum flugfélög eđa ferđaskrifstofur auglýsa "Nokkur sćti laus"..... W00t

Nú sást blik í auga

Loksins kom sigur hjá strákunum okkar, nú sást ţađ blik í auga sem sigurvegarar međ sjálfstraustiđ í lagi sýna. Neistinn hefur veriđ kveiktur og vonandi dugar hann til ađ slökkva í eldheitum Spánverjunum. Miđađ viđ ófarir síđustu daga yrđi ţađ stórafrek ađ viđ nćđum ađ leika um sjöunda sćtiđ á mótinu.

En ţađ er alltaf gaman ađ heyra leikmenn og ţjálfara skýra úrslit leikja viđ fjölmiđla, hvort sem ţađ er sigur eđa tap. Mér heyrđist Ólafur Stefánsson orđa ţetta einhvern veginn svona í kvöld:      Ţegar viđ spilum vel ţá erum viđ drullugóđir!


mbl.is Stórsigur gegn Ungverjum á EM
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fata-hreyfingin?

Heyrđi einn skrambi góđan í dag, og ţađ frá góđum og gegnheilum framsóknarmanni, ađ komiđ vćri nýtt nafn á Framsóknarflokkinn, eđa Fata-hreyfingin, međ skírskotun til hins herskáa flokks Abbas í Palestínu annars vegar og mađur ţarf varla ađ segja hvađ átt er viđ hins vegar...!!LoL

Gjörsamlega óviđunandi

Nú held ég ađ viđ Púllarar séum ađ missa alla ţolinmćđi. Árangurinn undanfariđ er gjörsamlega óviđunandi, fimmta jafntefliđ í röđ, og litlu mátti muna ađ illa fćri í kvöld. Vinur minn Crouch kom okkur til bjargar, á ţessum versta degi ársins, og kaldhćđni örlaganna ađ hann kom Benitez líka til bjargar, manninum sem ţví miđur hefur ekki treyst Crouch til ţess ađ vera í byrjunarliđinu. Hollenski hundurinn Kátur lafir alltaf inná, hleypur lafmóđur um víđan völl og loks ţegar hann kemst í fćri ţá fer hann á taugum. Stór orđ um áreiđanlega hinn vćnsta pilt, en Liverpool hefur í ţessari stöđu ekki ráđ á annars flokks framherja. Ţađ mátti greina mikla reiđi á svip stuđningsmanna liđsins á Anfield í kvöld og skal ekki undra, ýmis skilabođ til bandarísku eigendanna voru einnig áletruđ á spjöld og fána.

Undiraldan á Anfield er greinileg og mér segir svo hugur ađ stóllinn hjá Rafa Benitez sé orđinn sjóđheiturDevil


mbl.is Jafntefli hjá Liverpool og Aston Villa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Magnađ lokatafl

Mikiđ er mađur feginn ađ útfararfarsanum kringum Bobby Fischer sé lokiđ. Líkt og viđ skákborđiđ átti Fischer óvćntan lokaleik, hann virđist hafa veriđ búinn ađ finna sína hinstu hvílu.  Lítil og falleg kirkja í rólegu umhverfi, svo óvćntur og snöggur var lokaleikurinn ađ sóknarpresturinn kom af fjöllum. Lék skáksnillingurinn um leiđ á "andstćđinga" sína eđa öllu heldur svonefnda stuđningsmenn sem virđist ekki hafa haft grćnan grun um hvernig Fischer vildi ljúka sinni hinstu för. Mađur setur ákveđna spurningu viđ framgöngu stuđningshópsins síđustu daga og í hve góđu, eđa öllu heldur slćmu sambandi hann hefur veriđ viđ Fischer og hans nánustu. Líkt og hvernig Fischer fékk ađ vera í friđi síđustu ćvidagana á Íslandi ţá átti ađ sjálfsögđu ađ veita honum friđ ađ honum látnum og ekkert var meira viđ hćfi en útför í kyrrţey.

Hins vegar er ljóst ađ Laugardćlakirkjugarđur í Flóa verđur ekki jafn rólegur og kyrrlátur og hingađ til. Ţangađ mun á nćstu árum fjöldi fólks heimsćkja leiđi skákmeistarans, og vissara fyrir sóknarnefndina ađ fara ađ huga ađ ţví, sé hún ekki ţegar búin ađ kalla saman fund.


mbl.is Fischer jarđsettur í kyrrţey
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver er fyrirmyndin ađ fréttastjóranum?

Horfđi á Pressuna á Stöđ 2 í kvöld, fjórđa eđa fimmta ţátt, og ţetta er hin ágćtasta afţreying miđađ viđ upprunann. Höfum ekki mikla reynslu af ţví ađ gera spennuţćtti en ţessi nálgun er áhugaverđ gegnum síđdegisblađiđ Póstinn. Fyrirmyndin ku hafa veriđ DV á ţeim tíma er ritstjórar voru Mikael Torfason og Illugi Jökulsson. Handritshöfundar segjast hafa sótt sér fyrirmynd í ţá og ađra starfsmenn á blađinu. Gott og vel, en hver var ţá eiginlega fréttastjóri á ţeim tíma? Ţessi Gestur fréttastjóri í ţáttunum er ţvílíkur lúser ađ ţađ hálfa vćri nóg, algjör gúmmitöffari án innistćđu. Eigi ritstjórinn í Pressunni ađ líkjast Mikael Torfasyni ţá hlýtur fréttastjórinn í hans tíđ áreiđanlega vera farinn ađ efast um eigiđ ágćti....LoL

Kaupir Stöđ 2 útsendingarréttinn?!

Eins og ţađ var nú gott framtak ađ bjarga Fischer úr prísundinni í Japan, ţá var ýmislegt prjál og tilstand kringum ţá ađgerđ sem Bobby karlinn hefur tćpast veriđ par hrifin af, eins og vera flogiđ til Íslands í einkaţotu, fá fyrsta handtakiđ á íslenskri grund frá fréttamanni Stöđvar 2 og vera svo ekiđ burtu í flottrćfilsjeppa sjónvarpsstjórans. Ađ ćtla sér ađ jarđa karlinn á Ţingvöllum er svo galin hugmynd ađ engu tali tekur. Halda menn virkilega ađ ţađ hefđi veriđ ósk Fischers? Hvađ segja nánustu ćttingjar hans og unnusta? Á kannski ađ semja viđ Stöđ 2 um útsendingarrétt frá athöfninni?

Menn eru alveg búnir ađ tapa sér, ţví miđur. Ţađ er hćgt ađ sýna minningu ţessa skáksnillings virđingu og sóma á margan annan máta en ţann ađ jarđsetja hann á Ţingvöllum viđ hliđ Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar. Hvađ á svo ađ gera ţegar okkar heimsţekktustu einstaklingar falla frá? Gera Ţingvelli ađ einhvers konar Hall of fame?! Jónas, Einar, Fischer, Björk, Eiđur Smári og Kiddi Jó.


mbl.is Fischer grafinn á Ţingvöllum?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krókurinn verđi byggđur upp

Hörmulegar fréttir af brunanum á Kaffi Krók og snertir alla Króksara, heimamenn sem burtflutta. Hugurinn er hjá Jóni Dan og Öldu, og áreiđanlega líka erfitt fyrir fyrri eigendur eins og Ómar Braga og Maríu Björk, sem opnuđu fyrst Kaffi Krók, ađ upplifa ţetta. Um leiđ fylgja baráttukveđjur og hvatning um ađ byggja stađinn upp ađ nýju, Skagfirđingar eru ekki ţekktir fyrir ađ gefast upp ţótt á móti blási. Enda heyrđist mér á Jóni í kvöldfréttunum ađ ţađ vćri ekkert annađ ađ gera en ađ byggja upp, Krókurinn má ekki viđ ţví ađ Jón yfirgefi stađinn, meistarakokkur á ferđ, drengur góđur og mćtur Púllari !

Upp koma margar góđar minningar um ţetta sögufrćga hús, ţćr fyrstu frá ţví ađ Kaupfélagiđ rak ţarna verslun og síđar ţegar mađur sótti sér skemmtun og góđar veitingar í mat og drykk. Húsiđ hafđi ţađ sterka ásýnd í gamla miđbćnum ađ til ađ fylla upp í sáriđ verđur hreinlega ađ byggja ţađ upp ađ nýju, í sem upprunalegustu mynd.


mbl.is Stórbruni á Sauđárkróki í nótt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Međ Davíđ á Ţingvöllum

Samgleđst Davíđ Oddssyni sextugum í dag, sem og afa sáluga sem hefđi orđiđ 101 árs. Hann hafđi sérstakt dálćti á Davíđ er hann var borgarstjóri en náđi ţví miđur ekki ađ lifa međ honumDavíđ Oddsson inn í glćsta forsćtisráđherratíđ.

Á ţessum ágćta degi reikar hugurinn tíu ár aftur í tímann er viđ Gunnar V. Andrésson ljósmyndari lögđum leiđ okkar til Ţingvalla til fundar viđ Davíđ í ráđherrabústađnum. Ég var ţá á Helgarblađi DV og Davíđ veitti okkur "drottningarviđtal" í tilefni 50 ára afmćlisins. Viđ höfđum mikiđ fyrir ţessu, tókum međ okkur stóra rjómatertu međ 50 kertum á og gáfum afmćlisbarninu, létum hann blása á kertin og ađ sjálfsögđu var ţetta forsíđumynd helgarblađsins. Davíđ fór á kostum á Ţingvöllum og ţetta er eitthvert eftirminnilegasta viđtaliđ á ferlinum. Ţađ kryddađi svo stemninguna ađ viđtali loknu, er viđ fórum ađ gera tertunni skil, ađ Heimir Steinsson, er ţá var prestur á Ţingvöllum og stađarhaldari, bankađi upp á og settist niđur međ okkur. Sagđar voru sögur og brandarar um leiđ og tertunni var rennt niđur. Yndisleg stund og verđur lengi í minni.

17. janúar er magnađur dagur í sögunni, fyrir utan ţađ ađ vera fćđingardagur afa, Davíđs og fleiri ágćtra manna, og ţá staldrar mađur einkum viđ áriđ 1991. Ţann dag braust Íraksstríđiđ fyrra út, Ólafur V Noregskonungur fór til feđra sinna og eldsumbrot hófust í Heklu. Var ekki starfandi á fjölmiđli ţann daginn en var í fjölmiđlafrćđi uppi í Háskóla Íslands ţar sem kennslustundirnar fyrstu vikurnar á eftir fóru ađallega í ađ kryfja fréttir af Íraksstríđinu, sem var eiginlega hiđ fyrsta sem fór fram nánast í beinni útsendingu á CNN. Sannarlega eftirminnilegir tímar.


Nćsta síđa »

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 0
  • Frá upphafi: 31326

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 0
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband