Stórkostleg söngsýning Heimis

Fór á stórkostlega söngsýningu Karlakórsins Heimis í Langholtskirkju í gær, þar sem dagskrá var flutt í tali og tónum um óperusöngvarann skagfirska, Stefán Íslandi, sem á haustmánuðum hefði orðið 100 ára. Kirkjan var sneisafull enda orðið uppselt tveimur dögum fyrir sýninguna, sem áður hafði verið flutt í fjórgang, kvöldið áður í Reykholtskirkju í Borgarfirði, tvisvar á Akureyri um síðustu helgi og fyrst í Varmahlíð á þrettándanum. Var sýningin sett upp til heiðurs söngvaranum í tilefni 80 ára afmælis kórsins.StefanIsladi

Vonandi koma Heimismenn með þessa sýningu sem fyrst aftur suður þeir geta auðveldlega fyllt kirkjuna að nýju, þess vegna Háskólabíó. Ekki er það aðeins magnaður söngur kórsins, sem ég fullyrði að hafi aldrei verið betri, heldur er dagskráin öll hin skemmtilegasta og faglegasta. Einsöngurinn hjá Þorgeiri Andréssyni og Álftagerðisbræðrunum Óskari, Sigfúsi og Pétri Péturssonum er frábær. Þannig mátti heyra saumnál detta í kirkjunni er Sigfús söng Ökuljóðið, Áfram veginn í vagninum ek ég. Að sama skapi var krafturinn í Þorgeiri slíkur að hárgreiðsla gesta á fremsta bekk fór úr skorðum er hann hóf upp raust sína!

Undirleikurinn var einnig óaðfinnanlegur hjá Thomas Higgerson og málmblástursleikurunum og síðast en ekki síst voru upplestur og leikrænir tilburðir sr. Hannesar Arnar Blandon og Agnars Gunnarssonar frá Miklabæ hrein unun á að hlusta og sjá. Sem fyrr er það líka kórstjórinn Stefán R. Gíslason sem er að framkvæma enn eitt kraftaverkið með þennan kór. Hógvær piltur úr Blönduhlíðinni sem að mínu mati er með fremstu tónlistarstjórum landsins í dag.

Hefði Stefán Íslandi setið á fremstu bekkjum Langholtskirkju hefði hann tárast af gleði, flytjendur allir sýndu honum þann sóma sem þessi listamaður á skilið og það var ekki laust við að manni vöknaði um augu á mögnuðustu augnablikum þessarar dagskrár.

Ég sé á vefsíðu kórsins að búið er að ákveða tvenna tónleika fyrir austan 1. mars en vonandi tekst kórnum að halda fleiri sýningar í fjölmenninu hér sunnan heiða, svo að sem flestir geti hlýtt á magnaðan söng og fræðst í leiðinni um farsælan feril Stefáns Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, það hlaut vera Liverpooll, þess vegna getið þið ekkert í fótbolta á Sauðárkróki. Flott síða annars og bestu kveðjur.

G.Bender

Gunnar Bender (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 32002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband