Hjúkk - sakna Crouch

Liggjandi baki bognu í sófanum góða varð maður vitni að fyrsta sigri minna manna í Liverpool. Tæpt var það og sem fyrr bjargaði Torres okkur á ögurstundu. Kannski á maður að spara stóru orðin eftir fyrsta leik en mínir menn voru ekki nógu sannfærandi, Sundarland er erfitt heim að sækja og þeir hafa nælt sér í hörkumarkmann.  

Maður er strax farinn að sakna Peter Crouch, það var óráð hjá Benitez að selja þann hávaxna dáðadreng. Í staðinn er kominn stubbur frá Tottenham, Robbie Keane, og hann var nú ekki beint að vinna fyrir ofurlaunum sínum í dag. Sýndi smá hroka með því að fussa yfir að vera tekinn útaf.  Gefum honum þó meiri séns. Hann sást lítið í leiknum, varla fyrr en hann þvældist fyrir Torres í markskoti í teignum. Hann á vonandi eftir að sanna sig á Anfield og öðrum völlum í vetur. Hinn ítalski Dossena í vinstri bakverðinum lofar hins vegar góðu, og virðist í fljótu bragði tekniskari en forveri sinn, Jón Árni.

En þrjú stig í hús eftir fyrsta leik, það er betra en oft áður hjá mínum mönnum. Það eiga mörg lið eftir að lúta í gras á heimavelli Sunderland í vetur, sjáiði til.


mbl.is Torres tryggði Liverpool sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður króksari.Sko ekkert röfl og vonleysi Lierpool bestir ogmestir í blíðu og stríðu, sammála Benites gerði rangt með því að selja Chrats. Bið að heilsa á Krók.

Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Gísli Torfi

Sá ekki leikinn en var að skoða þetta stórkostlega mark hjá Torres.. þvílík Bomba... við erum nú ekki búnir að vera neitt rosalegir stigasafnarar í gegnum tíðina á Staduim og Light þannig að þetta er bara fínt að fá 3 stig...

Keane er skapheitur Íri og hann á eftir að vera frábær hef akkúrat engar áhyggjur af honum... hann er alltof góður til að maður þurfi að hafa áhyggjur af honum... Ísland flottir líka í dag og Siglfirðingurinn með Mark out of this world.... 100 m hlauparinn þarna Bolt alveg rosalegur... þetta er búinn að vera flottur dagur... ENJOY

Gísli Torfi, 16.8.2008 kl. 19:36

3 identicon

Rafa seldi ekki Crouch, Crouch vildi fara. Rafa vildi halda honum og bauð honum nýjan samning.

Gaur (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 03:55

4 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Rétt þegar þú segir það, Gaur, en af hverju skyldi Crouch hafa vilja fara? Rafa notaði hann alltof lítið og kom illa fram við kappann, því miður. Rafa hrakti hann frá klúbbnum, svo einfalt er það.

Björn Jóhann Björnsson, 17.8.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband