Gat verið verra

Eins gott að okkar menn náðu stigi gegn Egyptum í nótt, annars hefðu Frakkar orðið mótherjarnir í 8-liða úrslitum. Eins og landsliðið hefur leikið í þremur síðustu leikjum þá stillir maður kröfunum í hóf gegn Pólverjum. Einstaka leikmenn eiga það til að hverfa mínútum saman og dúkka svo upp á ögurstundu. Þegar komið er í 8-liða úrslit á ÓL þarf allt að ganga upp, ALLT. Ljóst er að Ólafur Stefánsson er kominn á lokasprettinn en þegar hann kemst í stuð eru skotin hans óverjandi. Sigfús skógarbjörn hefði mátt koma fyrr inn á gegn Egyptum, hann límir saman vörnina, og loksins náði Logi Geirs að sýna eitthvað. Skoraði þrjú ágæt mörk í röð, en hann er samt greinilega ekki í sínu fínasta formi. Mætti eyða meiri tíma með lóðin frekar en með brilljantínið fyrir framan spegilinn!

Svo maður haldi nú áfram sálgreiningu á strákunum okkar, þá hefur maður vissar áhyggjur af markvörslunni. Hreiðar Leví hefur vissulega sýnt góða markvörslu á mikilvægum augnablikum en hann klárar þetta ekki einn. Gefa hefði mátt Björgvini Páli fleiri tækifæri gegn Egyptum. Burðarásarnir sem fyrr hafa verið Snorri Steinn, Guðjón Valur og Óli Stef, og gaman að sjá hve Róbert Gunnars er firnasterkur. Klúðraði varla færi gegn Egyptum. Alexander Petterson hefur alltaf verið í uppáhaldi og Arnór Atlason er að koma til drengurinn. Varnarjaxlarnir Sverre og Ingimundur hafa átt frábæra leiki en sem fyrr hefur mér veiki hlekkurinn í landsliðinu þótt vera Ásgeir Örn. Eins og hann skorti eitthvað sjálfstraust eða stáltaugar fyrir svona stórmót. Kannski er Guðmundur ekki að nota hann í réttri stöðu, hver veit.

Verst af öllu er náttúrulega að hafa ekki Hofsósinginn Einar Hólmgeirsson í Peking, en hann verður bara með á næstu ÓL, þegar við hirðum einhverja dollu. Því miður sér maður ekki að sá draumur verði að veruleika í ár. Árangurinn til þessa er engu að síður stórkostlegur og langt umfram væntingar. Spái því að við töpum í 8-liða og leikum um 5. til 8 sætið. Vonandi hef ég rangt fyrir mér, ÁFRAM ÍSLAND!

ps Minni loks á söfnunarnúmer til handa HSÍ og strákunum okkar, 907 2800. Þegar búinn að taka þúsund kall af símreikningnum og sé ekki eftir krónu.

 


mbl.is Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 32011

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband