Færsluflokkur: Bloggar
1.9.2007 | 14:13
Baa ba ba bla
Sannarlega samgleðst maður Reyknesbæingum og öðrum Suðurnesjamönnum með Ljósanótt, og vonandi skemmta allir sér hið besta, en mikið svakalega er maður búinn að fá leið á þessu Ljósalagi, sem dunið hefur yfir mann í útvarpinu daginn út og inn. "Ó Keflavík" og "baa ba ba ba" glymur í hausnum á manni á koddanum á kvöldið, mér liggur við að segja. Svosem ágætis lag hjá Jóhanni Helgasyni, en hefði mátt spara það og setja ekki í loftið svona snemma. Lagið hefur gert það að verkum að allur áhugi á að fara á Ljósanótt hefur fokið út um veður og vind. Því miður er maður farinn að tala um Ljótalagið...
Hins vegar svolítið skondið að heyra af einhverri gremju í Njarðvíkingum yfir textanum. Íslenskur hrepparígur eins og hann gerist bestur, nema að þetta hafi verið trikk til að auglýsa upp hátíðina.
![]() |
Ljósanótt hafin í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 12:26
Þá losnar stæði fyrir bílinn minn...
![]() |
Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 19:48
Sýnd veiði, ekki gefin
![]() |
United og Roma mætast aftur - Chelsea og Valencia einnig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2007 | 23:00
Dónaskapur í símaskránni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 22:53
Með tárvot augu
Þetta var aldrei spurning, okkar menn með algjöra yfirburði allan tímann og hvílík vinnsla í þeim félögum í framlínunni Crouch og Kuyt. (Hvort segir maður Kát, Kuít eða Kút...?) Gaman að sjá hve nýju mennirnir eru að koma vel út, ég segi enn og aftur að við eigum eftir að hirða margar dollur í vetur, sjáiði til. Leikurinn í kvöld sýndi líka vel hve leikmannahópurinn er breiður. Þarna vantaði kappa eins og Gerrard, Carragher, Torres, Alonso og Voronin.
Það var tekið hraustlega undir í stofunni fyrir og eftir leik og sungið með You'll never walk alone, og minningarstundin fyrir leik um unga strákinn frá Liverpool, og aðdáanda Everton, fékk mann til að vökna um augun. Hjartnæm stund og greinilega margir harðjaxlar í stúkunni sem brustu í grát, enda þetta morð ekkert annað en hryllingur.
![]() |
Stórsigur hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2007 | 21:59
Næstum því ekki nóg
Næstum því er ekki nóg, myndi einhver segja, og sannarlega óþægilegt að vita af þessum blessaða manni einhvers staðar í felum að undirbúa fleiri hryðjuverkaárásir. Flaug mér þá í hug eftirfarandi:
Þeir náð' onum næstum því
Newsweek það stendur í.
Ósóm' á Hlöðum,
á ókunnum stöðum,
undirbýr sprengjugný.
![]() |
Bandaríkjamenn náðu næstum bin Laden árið 2004 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2007 | 13:24
Hver er eiginlega ráðgjafi Strætó?
Nú hefur Strætó bs tekið í notkun enn eitt leiðakerfið. Vetraráætlun hefur tekið við af sumaráætlun og ferðum á að hafa verið fjölgað. Ekki á það við um leið 5, sem heldur áfram að ganga á hálftímafresti á meðan flestar leiðir ganga á kortersfresti. Það er ofboðslega sniðugt þegar þú þarft t.d. að taka leið 6 úr mið- og austurborginni til að ná fimmunni í Ártúninu. Þá er vissara að hafa valið rétta tímann, til að þurfa ekki að bíða í korter, líkt og ég lenti í fyrir helgi. Það tók mann hátt í 40 mín að komast úr Hlíðunum í Hádegismóana. Þetta er bara klikkun, ekkert annað.
Svo hefur einhverjum snillingi dottið í hug að breyta vefnum hjá Strætó með þeim afleiðingum að lengri tíma tekur að kynna sér leiðakerfið. Búin hafa verið til pdf-skjöl fyrir hverja leið, sem þú þarft að smella á og eins gott að hafa aflmikla tölvu. Ég hef engan áhuga á að prenta þessi leiðakerfi út heldur vil nota vefinn til að sjá þetta með aðgengilegum og skjótum hætti.
Nú er orðið frítt í strætó fyrir námsmenn og húrra fyrir því. En er ekki verið að brjóta einhver mannréttindi á öðrum farþegum sem þurfa að greiða fyrir þessa þjónustu? Hvað skyldu lögspakir menn segja um það? Nú er um almenningssamgöngutæki að ræða. Ég hef amk varla lengur geð í mér að nota þessa þjónustu og stutt í að keyptur verði annar bíll á heimilið....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 14:13
Ítreka fyrri spá um Voronin
Sérlega ánægjuleg úrslit fyrir okkar menn, þó að á tímabili var farið að fara um mann í sófanum í seinni hálfleik er Sunderland gerði sig líklegt til að jafna. En úkraínski boltinn Voronin (minnir mig á einhvern Hollywood-leikara, man bara ekki hvern) sýndi og sannaði að hann á heima í byrjunarliðinu. Ítreka bara mín fyrri orð um að þessi kappi á eftir að blómstra í herbúðum Liverpool. Einn galla, ef galla skyldi kalla, má nefna, þ.e. að hann er stundum ekki nógu eigingjarn, hann hefði td í einu tilviki mátt vaða sjálfur að markinu og skjóta í stað þess að leita Torres uppi. Sá spænski piltur á líka eftir að reynast gulls ígildi, þvílík knattmeðferð og hraði.
Og Carragher maður! Þegar sá nagli kveinkar sér þá er eitthvað að, ekki nema von að Benitez hafi ekki trúað að hann vildi fara útáf!
Áfram Liverpool.... við hirðum dolluna í Englandi í ár, sjáiði til !
![]() |
Verðskuldaður sigur hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.8.2007 kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2007 | 22:05
Varið ykkur á myndavélunum
Smá framhald af "stóra sektarmálinu". Gerði njósn hjá innheimtustöð sekta á Blönduósi, og þar fá stúlkurnar margar hringingar frá svekktum ökumönnum eins og mér, sem fá háar sektir úr þessum myndavélum fyrir að slefa yfir 90 km hraða. Annars góðhjörtuð símastúlka sýndi því mikinn skilning að svekkjandi væri að fá sekt fyrir sama hraða og lögreglubílar væru ekki að stöðva fyrir. Ég mun krefjast sönnunargagna!
En variði ykkur bara á þessum myndavélum í Melasveitinni, ekki langt frá afleggjarnum inn Hvalfjörðinn. Þær eru ofvirkar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2007 | 20:18
Rísa þeir upp frá dauðum...
Við að lesa þessa ágætu frétt, og heyra hvernig hinn röggsami lögreglustjóri ætlar að taka á ómenningunni í miðborginni um helgar, þá datt mér nú eftirfarandi limra í hug:
Bjarga á svörtum sauðum,
sullandi ungum kauðum.
Á rassinum niðri
í Reykjavík miðri,
rísa þeir upp frá dauðum...
![]() |
Áfengisdauðum verði sinnt í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007