Ítreka fyrri spá um Voronin

Sérlega ánægjuleg úrslit fyrir okkar menn, þó að á tímabili var farið að fara um mann í sófanum í seinni hálfleik er Sunderland gerði sig líklegt til að jafna. En úkraínski boltinn Voronin (minnir mig á einhvern Hollywood-leikara, man bara ekki hvern) sýndi og sannaði að hann á heima í byrjunarliðinu.  Ítreka bara mín fyrri orð um að þessi kappi á eftir að blómstra í herbúðum Liverpool. Einn galla, ef galla skyldi kalla, má nefna, þ.e. að hann er stundum ekki nógu eigingjarn, hann hefði td í einu tilviki mátt vaða sjálfur að markinu og skjóta í stað þess að leita Torres uppi. Sá spænski piltur á líka eftir að reynast gulls ígildi, þvílík knattmeðferð og hraði.

Og Carragher maður! Þegar sá nagli kveinkar sér þá er eitthvað að, ekki nema von að Benitez hafi ekki trúað að hann vildi fara útáf!

Áfram Liverpool.... við hirðum dolluna í Englandi í ár, sjáiði til !


mbl.is Verðskuldaður sigur hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við verðum meistarar, ég er ekkert smá bjartsýnn með það!

 Voronin og Torres eru frábærir og King Kenny heldur að Torres verði einn ein stjarnan hjá LFC

You'll Never Walk Alone!

Óli Kr. (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála þessu. Hvað Voronin varðar - er hann ekki bara að minna þig á hinn sænsk-ættaða Peter Stormare? Sjá hér:

Jón Agnar Ólason, 28.8.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband