Varið ykkur á myndavélunum

Smá framhald af "stóra sektarmálinu". Gerði njósn hjá innheimtustöð sekta á Blönduósi, og þar fá stúlkurnar margar hringingar frá svekktum ökumönnum eins og mér, sem fá háar sektir úr þessum myndavélum fyrir að slefa yfir 90 km hraða. Annars góðhjörtuð símastúlka sýndi því mikinn skilning að svekkjandi væri að fá sekt fyrir sama hraða og lögreglubílar væru ekki að stöðva fyrir. Ég mun krefjast sönnunargagna!

En variði ykkur bara á þessum myndavélum í Melasveitinni, ekki langt frá afleggjarnum inn Hvalfjörðinn. Þær eru ofvirkar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Mikið skil ég gremju þína. Mér fannst fáránlegt þegar lögum um sektir voru breyttar á síðasta ári. Lögunum var breytt eftir að ökumenn voru teknir nánast daglega við ofsaakstur og reyna síðan að stinga lögregluna af. Þeir fengu síðan lága sekt fyrir vikið.

Ég skildi ekki og mun ekki skilja af hverju það var verið að stórhækka sektir fyrir að fara aðeins yfir löglegan hraða. Áður voru ökumenn ekki sektaðir fyrr en þeir voru komnir 11 kílómetrum yfir löglegan hraða, en það var lækkað niður í 6 kílómetra. Ég hélt að breytingarnar á lögunum væru til að koma í veg fyrir ofsaakstur og sekta þá sem stunda slíkt. En lögin voru fyrst og fremst gerð til að búa til glæpamann eins og þig í þessu tilfelli.

Mummi Guð, 23.8.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Þakka þinn móralska stuðning Mummi. Væri samviska mín ekki hrein væri maður ekki að blaðra um þessa hluti. Vona bara að stórglæpamenn á vegum úti séu sektaðir samkvæmt því.  kv bjb

ps. af forvitni kíkti ég á vefinn þinn og óska þér og fjölskyldunni alls hins besta í baráttunni með strákinn. Þú mættir bara vera aðeins jákvæðari um vin minn Jolla. Hann og landsliðið þurfa á öllum okkar stuðningi að halda. Við stóðum okkur bara mjög vel í gær, miðað við síðustu leiki, og vorum óheppnir að fá jöfnunarmark Kanadamanna á okkur. Talandi um Kóka-kóla listann þá segir það einhverja sögu um hann að þetta kanadíska lið skuli vera þar í 53. sæti !

Björn Jóhann Björnsson, 23.8.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Mummi Guð

Ég hef alltaf haft mikið álit á Jolla, fyrst sem leikmanni og síðan sem þjálfara 21 árs landsliðsins og ég var ánægður þegar hann var síðan ráðinn þjálfari a-landsliðsins. Því miður þá finnst mér Jolli ekki hafa staðið undir væntingum, en ég er samt ekki á því að lausnin sé að reka hann.

Mummi Guð, 24.8.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband