21.12.2008 | 19:48
Athyglissjúkur dómari eyðilagði leikinn
Þó að maður fagni stiginu á Emirates-velli í dag, þá getur maður vel skilið gremju Arsenal-manna út í dómarann. Hef aldrei fílað Webb og hann sýndi það í dag að hann glímir við athyglissýki á hæsta stigi. Rauða spjald Adebayors var umdeilanlegt, sem og margir aðrir dómar á bæði lið. Við rauða sjaldið efldust heimamenn og Púllarar lögðu niður skottið, virkuðu óröuggir og voru klaufar að nýta sér ekki liðsmuninn. Niðurstaðan sanngjarnt jafntefli, hið fjórða í röð hjá Liverpool, og aðeins Newcastle hefur gert fleiri jafntefli í deildinni í vetur. Þetta er ekki nógu gott, við verðum ekki Englandsmeistarar með þessu framhaldi. En jólin eru rétt að byrja og vonandi hala mínir menn inn slatta af stigum.
Leiksins í dag verður minnst sem skólarbókadæmis um hvernig dómari getur eyðilagt toppleiki.
Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.12.2008 | 01:11
Móralskt stig en mikið lifandis skelfing...
Eins magnað og það var hjá Gerrard að jafna leikinn 2-2 á nokkrum mínútum þá var það algjörlega ósættanlegt að bæta ekki við fleiri mörkum. Þrjú jafntefli í röð á Anfield gegn "litlum" liðum er ekki vænlegt ef félagið ætlar sér að hampa meistaratitlinum í vor. Ekki getum við endalaust flotið á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum, líklegast fer Chelsea upp fyrir okkur með sigri á WHU. Eins vel og Rauði herinn lék í dag á köflum, þá sýndi þessi hraði leikur, ekki síst í fyrri hálfleik, að liðið er með of marga meðalmenn, bara sorrí, við verðum að viðurkenna það, Púllarar. Veikasti hlekkurinn er Bennajún, Dossena var úti á túni og Arbeloa er of mistækur. Kátur er vinnuþjarkur, sem við megum þó ekki missa, en hann er ekki að spila í réttri stöðu.
Ef Benitez leggur upp þá taktík að spila upp á miðja sóknina þá er Kátur ekki rétti maðurinn til að taka við skallaboltum. Liverpool sárlega saknar ljósastaura eins og Crouch og athyglisvert er að sjá hvernig Benitez heldur Robbie Keane núna út í kuldanum. Sama hversu leikmenn eru að spila illa inni á vellinum, Keane er ekki hleypt inn á eins og í dag. Hefði verið miklu meiri þörf á honum heldur en El Zahr og Leiva, sem skiluðu engu á lokamínútunum.
Ef mínir menn ætla sér Englandsmeistaratitil í vor verður að styrkja leikmannahópinn í janúar, svo einfalt er það. Liðið hefur að vera gera marga góða hluti í vetur en mikill vill meira. Tími til kominn að selja eitthvað af þessum meðalmönnum. Og hana nú...
Benítez vonsvikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2008 | 19:11
Djúpt áðí en ljúft...
Loksins skoruðu mínir menn mörk, það ekki bara eitt heldur þrjú stykki á rúmum 90 mínútum. Fæðingin var erfið en þegar hríðunum lauk á 70. mín var fátt sem stöðvaði Rauða herinn, meira að segja Jússi Bennajúnn skoraði. Eins gott fyrir karlinn því hann var búinn að fara illa með 1-2 góð færi. Athyglisvert að Benitez hvíldi Keane á bekknum, væntanleg fyrir næstu átök í Meistaradeildinni á þriðjudag, þó að það séu ekki mikil átök, við komnir áfram. Ekki nema að Keane sé ekki náðinni, blessaður.
Sigurinn í dag var afkskaplega kærkomin eftir jafnteflin og markaleysið undanfarið, viðurkenni að ég var kokhraustur fyrir leikinn gegn WHU sl. mánudag og spáin gekk ekki eftir, en mestu skiptir að við höldum toppsætinu og gefum það sko ekki svo glatt eftir.
Minni svo á að karlinn er kominn á Facebook, eða Snjáldurskinnu sem er ekki síðra orð. Fyndið fyrirbæri en skemmtilegt, m.a. búinn að stofna aðdáendaklúbb um Karlakórinn Heimi.
Arsenal, Liverpool og Chelsea unnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2008 | 14:04
Vandinn í hnotskurn?!
Er það ekki einhvern veginn svona sem fyrirtækin byggðust upp í þenslunni? Nema að núna eru allir farnir af skurðbarminum og eftir eru þrælarnir að þrífa upp skítinn eftir hina..... Ja sei sei
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 13:36
Örlagadagur í toppbaráttunni?
Ekki alltaf sem maður fagnar sigri hjá Arsenal, en fyrir okkur Púllarana kom þetta sér afskaplega vel. Tímasetningin get kannski ekki verið betri fyrir Chelsea að tapa stigum. Nú þurfa mínir menn bara að sigra West Ham í kvöld og þá er toppinum náð. Ætla að leyfa mér að spá 2-1 sigri Liverpool, þetta verður ekkert auðvelt því WHU leikur með hjartanu þessa dagana, auglýsingalausir á búningunum og laskaðir eins og íslenska bankakerfið. Geirharður og Kátur setja hann inn á Anfield í kvöld. Verst að Torres sé áfram meiddur en við höfum sýnt að maður kemur í manns stað... ójá.
Nái Liverpool toppsætinu í kvöld þá verður það ekki gefið eftir svo auðveldlega. Kannski verður litið til þessarar helgar í vor sem örlagaumferðar um hverjir hreppa dolluna. Kemur í ljós.
You'll never walk alone....
Arsenal sigraði á Stamford Bridge | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 20:47
Slæmur dagur hjá fleirum
Til allrar hamingju voru fleiri toppleið ekki að hirða þrjú stig í dag, mínir menn á hælunum og því miður ekki að gera sig með Gerrard uppi í stúku. Það er mikið álag á liðunum sem taka þátt í Meistaradeildinni og svo virðist sem eitthvað slen sé yfir þeim þessa dagana. Til viðbótar voru landsleikir í vikunni hjá flestum þjóðum og þetta hlýtur að taka í.
Vonandi skánar þetta fyrir törnina yfir jólin, og Geirharður fer í gang eftir kærkomna hvíldina. Englandsmeistaratitillinn er enn í seilingarfjarlægð, vitiði til. Það kemur dagur eftir þennan dag.
ps. fékk þetta sent í tölvupósti, kærkomið efni til að stytta stundir í skammdeginu, nokkur mismæli íslenskra íþróttafréttamanna:
,,Staðan er Liverpool tvö, Ipswich núll, og ef staðan helst óbreytt spái ég Liverpool sigri í leiknum
Hingað til hefur liðinu ekki tekist að bæta árangur sinn sem hefur verið 100%
Litadýrðin á vellinum er stórkostleg, næstum allir Brasilíumennirnir eru í gulum treyjum
Ef þessi bolti hefði farið í netið er ég viss um að það hefði endað með marki
Ég trúi því statt og stöðugt að ef annað liðið skorar mark þurfi hitt að skora tvö til að vinna
Ef annað liðið skorar snemma í leiknum nær það forystu fljótlega
Það er ekki nokkur leið að geta talið allan þann fjölda sendinga sem þarna gekk á milli manna, en þær voru átta
Leiknum verður sjónvarpað í sjónvarpinu
Við erum stödd á leik FH og Hauka í Hafnarfirði og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann."
Benítez: Slæmur dagur hjá okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 32166
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007