Djúpt áðí en ljúft...

Loksins skoruðu mínir menn mörk, það ekki bara eitt heldur þrjú stykki á rúmum 90 mínútum. Fæðingin var erfið en þegar hríðunum lauk á 70. mín var fátt sem stöðvaði Rauða herinn, meira að segja Jússi Bennajúnn skoraði. Eins gott fyrir karlinn því hann var búinn að fara illa með 1-2 góð færi. Athyglisvert að Benitez hvíldi Keane á bekknum, væntanleg fyrir næstu átök í Meistaradeildinni á þriðjudag, þó að það séu ekki mikil átök, við komnir áfram. Ekki nema að Keane sé ekki náðinni, blessaður.

Sigurinn í dag var afkskaplega kærkomin eftir jafnteflin og markaleysið undanfarið, viðurkenni að ég var kokhraustur fyrir leikinn gegn WHU sl. mánudag og spáin gekk ekki eftir, en mestu skiptir að við höldum toppsætinu og gefum það sko ekki svo glatt eftir.

Minni svo á að karlinn er kominn á Facebook, eða Snjáldurskinnu sem er ekki síðra orð. Fyndið fyrirbæri en skemmtilegt, m.a. búinn að stofna aðdáendaklúbb um Karlakórinn Heimi.


mbl.is Arsenal, Liverpool og Chelsea unnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

kannski maður hitti þig á trýnisskruddu en ef þú býður í aðdáendaklúbb púllera verðurðu blokkeraður forever. en njóttu meðan er.

svo man ég eftir dúddanum sem sagðist vera minnstur í heimi. skagfirðingur. húmor í liðinu enda meira og minna alltaf íðí. á hoho.

arnar valgeirsson, 6.12.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband