Slæmur dagur hjá fleirum

Til allrar hamingju voru fleiri toppleið ekki að hirða þrjú stig í dag, mínir menn á hælunum og því miður ekki að gera sig með Gerrard uppi í stúku. Það er mikið álag á liðunum sem taka þátt í Meistaradeildinni og svo virðist sem eitthvað slen sé yfir þeim þessa dagana. Til viðbótar voru landsleikir í vikunni hjá flestum þjóðum og þetta hlýtur að taka í.

Vonandi skánar þetta fyrir törnina yfir jólin, og Geirharður fer í gang eftir kærkomna hvíldina. Englandsmeistaratitillinn er enn í seilingarfjarlægð, vitiði til. Það kemur dagur eftir þennan dag.

ps. fékk þetta sent í tölvupósti, kærkomið efni til að stytta stundir í skammdeginu, nokkur mismæli íslenskra íþróttafréttamanna:

,,Staðan er Liverpool tvö, Ipswich núll, og ef staðan helst óbreytt spái ég Liverpool sigri í leiknum

Hingað til hefur liðinu ekki tekist að bæta árangur sinn sem hefur verið 100%

Litadýrðin á vellinum er stórkostleg, næstum allir Brasilíumennirnir eru í gulum treyjum

Ef þessi bolti hefði farið í netið er ég viss um að það hefði endað með marki

Ég trúi því statt og stöðugt að ef annað liðið skorar mark þurfi hitt að skora tvö til að vinna

Ef annað liðið skorar snemma í leiknum nær það forystu fljótlega

Það er ekki nokkur leið að geta talið allan þann fjölda sendinga sem þarna gekk á milli manna, en þær voru átta

Leiknum verður sjónvarpað í sjónvarpinu

Við erum stödd á leik FH og Hauka í Hafnarfirði og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann."


mbl.is Benítez: Slæmur dagur hjá okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

dream on. hull tekur þetta

arnar valgeirsson, 23.11.2008 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband