Tók sig upp gamalt fagn...

BROOOSAMaður var nú varla búinn að jafna sig eftir tapið gegn Everton í bikarnum þegar leikur okkar manna hófst í Hafnarmynni síðdegis. Ekki skánaði það þegar heimamenn komust yfir óverðskuldað í seinni hálfleik. Þá fór vélin loksins í gang og liðið sýndi hvað það getur þegar á reynir, og það án Geirharðs. Hef sjaldan blótað Hemma Hreiðars í sand og öskur en það gerðist er hann kom sínum mönnum yfir. Við áttum þá eitt tromp í hendi sem var Torres.

Kæmi ekki á óvart þótt jarðskjálftamælar hafi kippst við hér í Hlíðunum þegar sigurmarkið kom. Maður gekk af göflunum. Nú er það toppurinn aftur og mér segir svo hugur að Man Utd tapi stigum á morgun!

YNWA...


mbl.is Liverpool á toppinn eftir magnaðan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fór ekki fleira en nýrnasteinarnir...

Algjörlega brjálaður...Mikið lifandis skelfing eru þessi jafntefli orðin þreytandi. Ansi hræddur um að möguleikar á titli fjari endanlega út, haldi Liverpool áfram að tapa stigum gegn litlu liðunum. Veit varla hvað Benitez var að hugsa í kvöld að taka út tvo bestu mennina, Torres og Gerrard, ekki nema að hann ætli að hvíla þá fyrir stórleikinn gegn Chelsea. Það hefur lítið upp á sig að hvíla menn ef þeir geta ekki drullast til að hala inn þrjú stig gegn minni spámönnum.

Svo er Keane settur inná alltof seint, þegar skaðinn var skeður. Nær hefði verið að kippa Leiva útaf í refsiskyni fyrir fáránlegt brot inni í teignum. Er nema von að maður verði pirraður, nóg er að fá yfir sig vinstristjórn að Rauði herinn þurfi ekki að hrynja líka...

Þó ljótt sé að segja það, þá óttast maður að eitthvað meira en nýrnasteinar hafi verið teknir úr Benitez þarna um daginn....Frown Amk eru taugarnar eitthvað að bresta.


mbl.is Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helv.... fokking fokk....

Leifur óheppniEkki alltaf jólin, en að gera aftur jafntefli við Pottarana er gjörsamlega óviðunandi. Sá markalausa jafnteflið á Anfield í haust og það var nógu fúlt, svo maður þurfti nú ekki að upplifa ósköpin aftur heima í stofu. Fjögur stig í súginn gegn einu af botnliðunum, mínir menn verða að gera betur. Það er bara þannig, ekkert helv... fokking fokkAngry

Leikurinn í dag færði manni enn einu sinni þá sönnun að við erum með amk tvo veika hlekki sem fá hvert tækifærið á öðru til að sanna sig, en gera það ekki. Þarna á ég við þá Leiva og Bennajúnn. Hef aldrei fílað þá félaga, sorrí. Vonandi fer Benitez að koma niður á hliðarlínuna og koma skikki á liðið, það er ekki nóg að hanga í símanum uppi í stúku endalaust...


mbl.is Markalaust hjá Stoke og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megi árið 2009 vera ár upprisu...

Áramótin 2008-2009Óska landsmönnum, vinum og ættingjum, Púllurum og öllum öðrum árs og friðar. Megi árið 2009 vera ár upprisunnar og almennra þjóðþrifa. Árið 2008 er að klárast og við skulum læra af reynslunni, öll sem eitt, frá toppi til táar. Hugsum um það sem næst okkur stendur og gleymum munaðinum.

 

 


Rauðu jólin halda áfram

Vantaði heljarstökkið á Anfield í gær.Það er við hæfi að úti séu aftur komin rauð jól, jörðin hvítnaði svona rétt á meðan Liverpool var ekki að spila!! Vonandi er Rauði herinn orðinn óstöðvandi, Keane búinn að finna fjölina sína og greinilega fullur sjálfstrausts. verra er að Kátur er ekki alveg upp á sitt besta, eða einfaldlega í rangri stöðu á vellinum. Hann er öflugri á köntunum.

Rétt hjá Samma Lee að hvíla Gerrard fyrir næstu átök. Okkar menn munu þurfa á öllum sínum kröftum að halda gegn Owen og félögum hjá Newcastell (eins og Gaupi orðar það...).


mbl.is Lee: Höfum aldrei efast um Keane
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg rauð jól...

Rauð Liverpool jólMaður er farinn að halda að titillinn sé í augsýn, eða þá að eitthvað meiriháttar plott sé í gangi milli Liverpool og Chelsea. Jafntefli á jafntefli ofan, en hið versta er að á meðan gætu Rauðu djöflarnir nálgast okkur af Gömlu tröð.

Ánægjuleg jól fyrir Benitez og alla aðra hjá Rauða hernum. Svo sannarlega gleðileg rauð jól framundan. Man hreinlega ekki svo langt aftur hvenær Liverpool var síðast á toppi deildarinnar fyrir jólin. Enda skiptir það engu, núið blífur...


mbl.is Markalaust jafntefli Everton og Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband