6.3.2009 | 16:15
Mestu vælukjóar allra tíma...
Þó að ekki séu þeir blóðskyldir þá dettur manni samt í hug orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Ronaldo hefur tamið sér sama ósið og Ferguson að vera sífellt vælandi út í dómarana, að ógleymdum leikaraskapnum í Ronaldo sem fellur í gras við minnstu snertingu, emjar með tilþrifum og kveinar, sjálfsagt mest ef hárgreiðslan fer úr skorðun. Reyndar er brilljantínið svo mikið í hárinu að það þolir töluvert hnjask
Vælið hefur m.a gert það að verkum að ekki einn einasti dómari í deildinni þorir td að dæma víti á Man Utd á Old Trafford. Þannig er það nú bara... Þeir eru orðnir drulluhræddir við gamla Ferguson...
Ferguson: Ronaldo auðvelt skotmark dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2009 | 13:21
Ekki búið fyrr en það er búið...
Það dugði að kyrja lagið góða fyrir þennan leik. YNWA. Þetta er ekkert búið fyrr en það er búið, svo mikið er víst.
Aldrei var spurning hvoru megin sigurinn lenti í þessum leik, mátti alveg enda 4-0 eins og maður hafði spáð fyrirfram, en verður að sætta sig við tvö. Nú er það bara seinni leikurinn gegn Real Madrid á Anfield þann tíunda. Góð hvíld framundan og vonandi verður Torres klár í slaginn.
ps. vegna fjölda áskoranna aðdáenda síðunnar kemur hér slóð á flutning Gerry og Gangráðanna á laginu góða:
Benayoun: Mikill léttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 13:45
Þó steypist í gegn þér stormur og regn..
Um þennan leik í kvöld og stöðu minna manna í deildinni er bara eitt í stöðunni, að kyrja sönginn góða og láta ekki bugast þó á móti blási. Þetta er ekki búið fyrr en það er búið:
When you walk through a storm hold your head up high,
And don't be afraid of the dark.
At the end of a storm is a golden sky
And the sweet silver song of a lark.
Walk on through the wind,
Walk on through the rain,
Tho' your dreams be tossed and blown.
Walk on, walk on with hope in your heart,
And you'll never walk alone,
You'll never walk alone!
Til upprifjunar er þetta á íslensku einhvern veginn svona, ef menn vilja vera þjóðlegir, þessi þýðing ku vera eftir Þorstein Valdimarsson, og m.a. sungin af vini mínum Óskari í Álftagerði:
http://www.tonlist.is/Music/Album/4507/oskar_petursson/aldrei_einn_a_ferd/#0
Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð
upp við ljóshvolfin björt og heið
þó steypist í gegn þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir víst
þú er aldrei einn á ferð.
Gerrard klár en Torres enn á sjúkralistanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2009 | 22:27
Með Gerrard á bekknum og Torres á annarri löppinni... já já
Já, já, þegar mikið liggur við eru mínir menn bestir, og Benitez klókur. Flott mark hjá Jússa, hann er seigur þegar á reynir. Mikið þarf að klúðrast á Anfield til að við komumst ekki áfram í 8-liða úrslitin. Og við með fleiri Spánverja í byrjunarliðinu en Real Madrid. Fyndið. Þegar á heildina er litið var þetta sanngjarn sigur, hinir rauðklæddu stjórnuðu leiknum lengst af - ef frá er talinn fyrsti stundarfjórðungurinn. Þá hefði Raúl blessaður alveg getað sett inn eitt mark. En til allrar hamingju gerði hann það ekki.
Hinum megin hefði Torres alveg getað potað tuðrunni inn skömmu síðar. Verra að drengurinn skyldi meiðast og lengstum spilaði hann á annarri löppinni. Í því ljósi, og að Gerrard sat á bekknum í 85 mínútur, er sigurinn enn sætari og merkilegri. Liðsheildin var frábær, allir voru með fulla meðvitund og á tánum allan tímann, kannski ef frá er talinn Rieira. Svo náði Babel blessaður ekki að sýna mikið.
Meistaradeildin er okkar deild, svo mikið er víst.
Liverpool skellti Real Madrid - Naumur sigur Chelsea gegn Juventus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2009 | 17:50
Draumurinn að fjara út...
Jæja, þá kom enn eitt jafnteflið. Ekki rættist draumurinn frá í nótt (sjá hér að neðan) og stóri titildraumurinn er svo gott sem úti. Sjö stig í Man Utd er heldur stórt bil - þó allt geti þó gerst. Þá þurfa heilladísir að snúast okkur í vil.
Þakka ber Káti fyrir hans frammistöðu í dag, hann gefst aldrei upp og Torres var óheppinn að fá ekki meira út úr þessum leik. Gerrard og Alonso var sárlega saknað á miðjunni, þar var ekkert að gerast og sóknirnar lengstum byggðar upp af öftustu mönnum. Innáskiptingar Benitez virkuðu ekki, hvorki El Zahr eða Babel komust í gang, og síðan er með ólíkindum, algjörlega hreinum ólíkindum, hvernig Lucas Leiva hangir inná alltaf hreint. Sá drengur kæmist varla í íslenska landsliðið, með fullri virðingu fyrir því. Hafi einhver séð td sendingu hjá honum heppnast í dag, þá vinsamlegast gefi sá hinn sami sig fram...
Nú er bara að herða sig upp fyrir leikinn gegn Real Madrid, kannski en enn von um Evróputitil, hver veit. YNWA!
Enn eitt jafnteflið hjá Liverpool á Anfield Road | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2009 | 15:51
Mig dreymdi draum...
Var harður á því fyrir þennan leik að Torres myndi gera þrennu, en mér sýnist á fyrri hálfleiknum að það gangi ekki eftir. Algjörir klaufar þó að vera ekki komnir með 2-3 mörk, City hefði að vísu geta hæglega skorað eitt en Írland skaut sem betur fer beint á Reina.
En draumurinn í nótt var þess eðlis að gamla góða Tindastólsmerkið bar fyrir augu, mitt í einhverjum óræðum fagnaðarlátum. Fyrir þá sem ekki vita er merkið eins og öfugur þríhyrningur með T-ið áberandi. Ég gat varla ráðið þennan draum öðruvísi en að Torres myndi skora 3 mörk, ekki er það útaf velgengni Tindastóls þessa dagana :-)
En allur seinni hálfleikur er eftir og allt getur gerst...
Nær Liverpool að minnka forskotið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007