Draumurinn að fjara út...

HundfúltJæja, þá kom enn eitt jafnteflið. Ekki rættist draumurinn frá í nótt (sjá hér að neðan) og stóri titildraumurinn er svo gott sem úti. Sjö stig í Man Utd er heldur stórt bil - þó allt geti þó gerst. Þá þurfa heilladísir að snúast okkur í vil.

Þakka ber Káti fyrir hans frammistöðu í dag, hann gefst aldrei upp og Torres var óheppinn að fá ekki meira út úr þessum leik. Gerrard og Alonso var sárlega saknað á miðjunni, þar var ekkert að gerast og sóknirnar lengstum byggðar upp af öftustu mönnum. Innáskiptingar Benitez virkuðu ekki, hvorki El Zahr eða Babel komust í gang, og síðan er með ólíkindum, algjörlega hreinum ólíkindum, hvernig Lucas Leiva hangir inná alltaf hreint. Sá drengur kæmist varla í íslenska landsliðið, með fullri virðingu fyrir því. Hafi einhver séð td sendingu hjá honum heppnast í dag, þá vinsamlegast gefi sá hinn sami sig fram...

Nú er bara að herða sig upp fyrir leikinn gegn Real Madrid, kannski en enn von um Evróputitil, hver veit. YNWA!


mbl.is Enn eitt jafnteflið hjá Liverpool á Anfield Road
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Martens

Það var ekki raunhæfur möguleiki á Enska titlinum.

Það voru bara draumar að Liverpool gæti haldið í við Man Utd.

Draumur sem varði hálft tímabilið.

En það er alltaf hægt að láti sig dreyma.

Kannski gerist eitthvað óvænt hjá Man Utd.

En kom on ekki hætta láta ykkur dreyma um titillinn. :D

Ragnar Martens, 22.2.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

YNWA = You'll Never Win Anything!

Pétur Orri Gíslason, 23.2.2009 kl. 01:32

3 Smámynd: ÖSSI

Ég held því miður að ekkert lið í dag nálægt Man.udt í getu og styrk...þetta er líklega þeirra tímabil og við sem styðjum hin liðin verðum bara að horfa á og dást af þessu hjá þeim....

Ekki segja neinum að ég hafi sagt þetta....:)

ÖSSI, 23.2.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband