11.11.2008 | 22:09
Hægfara en hugsa hratt...
Þennan rak á fjörur mínar frá ónefndum vinnufélaga sem farinn er að huga til efri áranna með gleði og eftirvæntingu í hjarta...:
Gamall maður hafði komið sér vel fyrir á landareign sinni. Á jörðinni var stór tjörn og umhverfis hana var svolítill skógur. Dag einn ákvað gamli maðurinn að fara niður að tjörninni og tók með sér stóra fötu í því skyni að tína nokkra ávexti á leiðinn. Þegar hann nálgaðist tjörnina heyrði hann hlátur og gleðiköll. Gamli maðurinn áttaði sig á því að þarna voru ungar konur að baða sig naktar í tjörninni . Hann hóstaði svo stúlkurnar gætu áttað sig á nærveru hans. Þær syntu lengra út í tjörnina, hvar hún var dýpst, til að skýla sér. Ein kvenanna hrópaði til hans:,,Við komum ekki uppúr fyrr en þú ert farinn!" "Það er allt í lagi: Ég kom ekki hingað til að horfa á ykkur naktar eða til að reka ykkur upp úr," sagði gamli maðurinn. ,,Ég kom til að gefa krókódílnum að éta."
Boðskapur sögunnar: Þó gamlir menn hreyfi sig hægt, þá eru þeir snöggir að hugsa........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 21:35
Bond á mörkum hins blóðrauða
Fór á Bond um helgina með drengnum (13 ára) og hinn breski harðjaxl stendur undir nafni, hörkufín mynd með öllum þeim brellum og hasar sem Bond er bestur í, amk hinn nýi Bond, Daniel Craig. Massaður gaur og svellkaldur, leikur víst flest áhættuatriðin sjálfur. Um leið nær hann að sýna trúverðuga ástarsorg yfir örlögum Vesper í Casino Royale og er ekki að fara upp á hverja sem er.
Einhvern veginn nær Quantum of Solace þó ekki sömu hæðum og Casino Royale, þó að ég geti tekið undir með mörgum um að þessi nýjasta mynd er með þeim allra bestu sem gerðar hafa verið um njósnara hans hátignar. Mætti hafa meiri húmor innan um hamaganginn.
Það sem vekur sérstaka athygli mína er að Kvikmyndaskoðun skuli ekki hafa bannað þessa mynd börnum undir 16 ára aldri. Ofbeldið er síst minna en í síðustu mynd, hef ekki töluna á þeim sem Bondarinn banar og í sumum tilvikum á hrottafenginn hátt, fórnarlömbunum blæðir út, menn eru teknir úr hálsliðnum, beinbrotnir og þannig mætti lengi telja.
Veit ekki hvaða mörk Kvikmyndaskoðun setur sér en einhver hefði nú verið fljótur að banna þessa mynd undir 16 og rauðmerkja hana. Guli liturinn með bannað innan 12 ára er of lágt. Ég sé á vef Kvikmyndaskoðunar að heimilt er að banna bíósýningar undir 14 ára aldri og þau mörk hefðu verið mun raunhæfari. Kvikmyndahúsaeigendur eflaust kætast yfir þessu og fá meira í kassann með gulu merkingunni. Hvað segir umboðsmaður barna? Bara spyr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2008 | 20:13
Frétt með miklum ólíkindum
Hef ekki lagt það í vana minn hér að gagnrýna fréttir fjölmiðla, eða fjalla um blessaða kreppuna, enda bloggsíðan aðallega hugsuð til annarra og skemmtilegra hluta, en eftir að hafa séð frétt eða "mál dagsins" hjá Sjónvarpinu á föstudagskvöld get ég ekki orða bundist. Við kynningu fréttarinnnar gerðist maður spenntur, en þar var talað um krísuhóp sem hittist daglega á vegum stjórnvalda og hefði fengið til sín norskan hernaðarsérfræðing. Þegar sérfræðingurinn svo birtist á skjánum kom í ljós að þetta reyndist vera fyrrverandi yfirmaður samskiptasviðs og upplýsingamála hjá Glitni, Norðmaðurinn Bjorn Richard Johansen. Sagt var að hann hafi fyrst komið til starfa hér í upphafi bankahrunsins. Ekki man ég hvenær nafni minn hætti hjá Glitni en mesta furðu við frétt Sjónvarpsins vakti að aldrei var minnst á hans fyrrverandi störf, var meðal nánustu samstarfsmanna Bjarna Ármannssonar og síðar Lárusar Welding í Glitni.
Ég er ekki að setja út á nafna minn, eða draga heilindi hans í efa fyrir núverandi vinnuveitanda, þ.e. íslenska ríkið, en ótrúlegast er að Sjónvarpið lét þessara fyrri starfa hans hjá Glitni í engu getið. Hélt það hefði nú skipt einhverju máli. Vissi fréttastofa Sjónvarpsins kannski ekki betur, eða passaði Bjorn Richard sig á að segja ekki frá fyrri störfum? Hafi Sjónvarpið vitað allt um bakgrunn hans, af hverju var fréttin þá byggð upp eins og þarna hefði ríkið fundið nýjan bjargvætt úr röðum Norðmanna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.11.2008 | 12:21
Mátti hanga inná lengur
Benítez: Apinn farinn af bakinu á Keane | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 20:52
Svona mörk sjást ekki á Anfield...
Rakst á þessa skemmtilegu myndasyrpu á www.feykir.is af fimm þokklega klaufskum mörkum á fyrri tíð. Svona mörk sjást náttúrulega aldrei á Anfield, eða þannig... góða skemmtun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 22:29
Verðskulduð meistaraheppni...
Þegar litið er til marktækifæra í leiknum, og þess að hinn ágæti sænski dómari sleppti vítaspyrnu til handa Liverpool, þá verða þetta að teljast sanngjörn úrslit. Einhvern tímann verður gæfan að vera okkur hliðholl. Þetta var því verðskulduð meistaraheppni! Eflaust röfla einhverjir tuðarar yfir vítaspyrnunni í lokin en common, það mátti alveg bæta okkur skaðan síðan á laugardaginn á Harðhvítuvelli.
Mínir menn hafa leikið betur en í kvöld, og Spánverjarnir voru með 100% nýtingu á sínu eina marktækifæri. Minnir að Liverpool hafi átt á þriðja tug markskota en spánarsparkarar innan við tuginn. Það munar hins vegar um minna þegar kappar á borð við Kát eru ekki í stuði og Keane er því miður ekki að finna fjölina. Gerrard stendur alltaf fyrir sínu, karlinn, flott tilþrif í teignum og örugg vítaspyrna. Hann er hverrar krónu virði og vel það.
ps Hér geta menn skoðað myndband af vítinu. Góða skemmtun!
Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 32166
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007