Frétt með miklum ólíkindum

Hef ekki lagt það í vana minn hér að gagnrýna fréttir fjölmiðla, eða fjalla um blessaða kreppuna, enda bloggsíðan aðallega hugsuð til annarra og skemmtilegra hluta, en eftir að hafa séð frétt eða "mál dagsins" hjá Sjónvarpinu á föstudagskvöld get ég ekki orða bundist. Við kynningu fréttarinnnar gerðist maður spenntur, en þar var talað um krísuhóp sem hittist daglega á vegum stjórnvalda og hefði fengið til sín norskan hernaðarsérfræðing. Þegar sérfræðingurinn svo birtist á skjánum kom í ljós að þetta reyndist vera fyrrverandi yfirmaður samskiptasviðs og upplýsingamála hjá Glitni, Norðmaðurinn Bjorn Richard Johansen. Sagt var að hann hafi fyrst komið til starfa hér í upphafi bankahrunsins. Ekki man ég hvenær nafni minn hætti hjá Glitni en mesta furðu við frétt Sjónvarpsins vakti að aldrei var minnst á hans fyrrverandi störf, var meðal nánustu samstarfsmanna Bjarna Ármannssonar og síðar Lárusar Welding í Glitni.

Ég er ekki að setja út á nafna minn, eða draga heilindi hans í efa fyrir núverandi vinnuveitanda, þ.e. íslenska ríkið, en ótrúlegast er að Sjónvarpið lét þessara fyrri starfa hans hjá Glitni í engu getið. Hélt það hefði nú skipt einhverju máli. Vissi fréttastofa Sjónvarpsins kannski ekki betur, eða passaði Bjorn Richard sig á að segja ekki frá fyrri störfum? Hafi Sjónvarpið vitað allt um bakgrunn hans, af hverju var fréttin þá byggð upp eins og þarna hefði ríkið fundið nýjan bjargvætt úr röðum Norðmanna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er afar athyglivert innleg. Afar...

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 20:18

2 identicon

Já afhverju var þess ekki getið. Réði Birgir Ármannsson nokkuð um þetta hehehe

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:27

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Merkilegt. Afar...

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Merkilegt, takk fyrir að koma þessu á framfæri!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Bumba

Ja hættu nú að snjóa. Með beztu kveðju.

Bumba, 9.11.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband