22.9.2007 | 15:25
Merkilegur bisnes á Vogi - Frábær forsíða Blaðsins
Merkilegt hvað kollegar mínir eru duglegir að draga Þórarinn Tyrfingsson á Vogi fram í sviðsljósið þegar löggan kemst yfir mikið magn fíkniefna. Skyldi hann kannski hringja sjálfur? Þórarinn er jafnan beðinn að verðmeta haldlögð fíkniefni, hann ku jú vera með gjaldskrána fyrir framan sig, og síðan spurður um framboð og eftirspurn á markaðnum. Ekki laust við að það hlakki í kallinum yfir ástandinu, því minna framboð því meiri líkur á að dópistarnir sjái að sér og fari í meðferð. Meiri bisnes fyrir Vog.
Sannarlega ánægjulegt að löggan skuli hafa stoppað þessa skútu í Fáskrúðsfirði, frábærlega að verki staðið þar og fagmannlega, en hvað kemur það yfirlækni SÁÁ við?
Mögnuð forsíða
Það ber hins vegar að hrósa Blaðinu sérstaklega fyrir forsíðu þess á föstudaginn um fíkniefnafundinn í Fáskrúðsfirði. Með því flottara sem sést hefur á forsíðu íslensks dagblaðs í langan tíma. Óli Steph er á hárréttri línu með þetta blað, sem gjörsamlega bakaði forsíðu Fréttablaðsins þennan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2007 | 22:55
Newcastle með nýjan styrktaraðila?!
Magnað að fylgjast með framvindu mála í Bretlandi kringum sparisjóðinn Northern Rock. Fólk flykkist í útibúin í hrönnum að taka út sparifé sitt, sama hvað fjármálasérfræðingar segja um að búið sé að bjarga sjóðnum. Múgæsingin er algjör.
En Northern Rock kemur víða við, m.a. sem aðalstyrktaraðili Newcastle Utd í úrvalsdeildinni (eða Njúvkastel eins og Gaupi orðar það) Eftir inngrip Seðlabanka Englands fyrir helgi voru menn fljótir að skipta um auglýsingu á búningunum, eins og sést hér hjá Alan Shearer ... eða þannig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 20:00
Alltaf gaman að slá í gegn
Nú er golfvertíðin að klárast og maður búinn að puða nokkrum sinnum úti á velli, með misgóðum árangri eins og gengur, og það sem heldur manni ennþá í þessu eru góðu höggin sem koma öðru hvoru. Þá er gaman að slá í gegn. Eitt skemmtilegasta mótið hverju sinni er golfmót burtfluttra Skagfirðinga á höfuðborgarsvæðinu, en því eru gerð góð skil á hinum ágæta vef, skagafjordur.com. Allan heiðurinn af því á Gunni bakari, ótrúlegur kallinn, og hann er svo öflugur að honum tókst að plata mig í næstu mótstjórn! Tilkynnti það með þeim hætti að maður fékk ekki tækifæri til að segja nei.
Hvet alla til að drífa sig í golfið, hreint magnað sport. Og alla burtflutta Skagfirðinga hvet ég til að mæta á næsta mót. Ekki seinna vænna en að undirbúa sig fyrir átökin eftir ca 50-52 vikur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2007 | 18:52
Dómarar farnir á taugum?
Samgleðst með Arsenal-mönnum með að hafa náð toppsætinu í dag, miðað við mörkin sem þeir skoruðu eiga þeir heiðurinn skilinn. Það verður nú bara að segjast eins og er, en ætla rétt að vona að mínir menn hjá Liverpool fari að hysja upp um sig buxurnar. Þeir voru arfaslakir í dag og voru ljónheppnir að sleppa frá Hemma Hreiðars og félögum með eitt stig.
Verstur var þó hinn annars ágæti dómari og heiðursmaður Mike Riley, sem á einhvern óskiljanlegan hátt dæmdi vítaspyrnu á Púllarana. Til allrar hamingju varði Reyna en maður veltir fyrir sér hvort dómararnir í enska boltanum séu að fara á taugum, ekki síst í leikjum stóru liðanna, og farnir að flauta við minnsta atvik inni í teignum. Í annað sinn á skömmum tíma fær Liverpool á sig fáranlegan vítaspyrnudóm, í fyrra tilvikinu var dómarinn sendur í frí og það kæmi manni ekki á óvart að svipuð örlög bíði Riley. Annað hvort á hann að fá gula spjaldið eða þá að dómarar verða að vera samkvæmir sjálfum sér og fara að dæma víti ef leikmenn anda ofan í hálsmálið á hverjum öðrum!
![]() |
Arsenal í toppsætið eftir 1:3 sigur á Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2007 | 20:53
Ósmekklegt atriði á Stöð 2
Í miðri eldamennskunni í eldhúsinu í kvöld varð maður vitni að undarlegu atriði í magasínþætti Stöðvar 2, Íslandi í dag. Koma þær á skjáinn, huggulegar sem fyrr og skælbrosandi, Inga Lind og Svanhildur Hólm, að kynna atriði frá Grænlandi, sem misfórst svo skemmtilega að Inga Lind mismælti sig eitthvað og þær fóru að skellihlæja. Ekkert að því, enda lífsglaðar konur, en það sem var verra að þetta atriði sem þær voru að kynna reyndist frekar dapurlegt og sýndi tvær grænlenskar konur (frekar en að önnur manneskjan hafi verið karl, myndatökumaðurinn var það langt í burtu) lúskra á hvor annarri svo rækilega að einhvern tímann hefði nú verið varað við myndefninu í miðjum fréttatíma. Amk fór þetta ekki framhjá mínum 12 ára sem spurði hvað þetta væri eiginlega. Þetta voru engin venjuleg slagsmál, og það sem sjónvarpskonunum þótti athyglisverðast, og sennilega myndatökumanninum, að nálægir sleðahundar ýlfruðu og góluðu undir barsmíðunum.
Þetta var afskaplega ósmekklegt atriði og sýndi lítilsvirðingu gagnvart frændum okkar í norðri sem búa við kröpp kjör. Fyrir utan það að þetta var alls ekki við hæfi barna. Þegar atriðið var svo búið reyndu sjónvarpskonurnar að sýna alvarlegan svip en hann var farinn af þeim eftir nokkrar sekúndur, og tekið til við að hlæja á ný. Ég segi nú bara eins og sumir, svona gerir maður ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2007 | 21:55
Sagði ykkur það!
Jæja, loksins íslenskur sigur og hvað sem líður einu sláarskoti þeirra Norður-Írsku þá áttum við þetta fyllilega skilið. Og ég sagði ykkur það, reyndar skeikaði einu marki hjá Íslendingum, en við megum ekki glata trúnni. Hún getur flutt fjöll. Til hamingju Jolli og aðrir kringum landsliðshópinn, þið eruð langbestir!
Guðjóni Þórðarsyni verður ekki að ósk sinni í bili, hann er ekki að verða landsliðsþjálfari. Jolli hefur löngu sýnt og sannað að hann er á réttum stað. Hann og Bjarni hafa barið hópinn saman, vel studdir af frábærum stuðningsmönnum í stúkunum. Svona á stemningin að vera kringum landsliðið og ánægjulegt að heyra hve Eiður Smári var jarðbundinn og yfirvegaður eftir leikinn. Hann má þó passa sig inni á vellinum, að hreyta ekki ónotum í sína leikfélaga þó að þeim skriki eitthvað fótur. Það var liðsheildin sem skóp sigurinn í kvöld, ekki einstakir leikmenn. Þvílíkur kraftur í Gunnari Heiðari, hann á skilið að vera þarna fremstur og langskynsamlegast að hafa Eið Smára á miðjunni. Þar nýtast hans hæfileikar best í landsliðinu, og svo tel ég best að Hermann Hreiðars sé áfram fyrirliði, það tekur ákveðna pressu af Eiði.
ps. ég hef enga samúð með Keith Gillespie, hef aldrei þolað leikmanninn, enda lék hann með United. Hefði hann ekki verið þarna, hefði Eiður Smári smellt tuðrunni inn fyrir línuna.
![]() |
Ísland sigraði Norður-Írland 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 32271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007