Ósmekklegt atriði á Stöð 2

Í miðri eldamennskunni í eldhúsinu í kvöld varð maður vitni að undarlegu atriði í magasínþætti Stöðvar 2, Íslandi í dag. Koma þær á skjáinn, huggulegar sem fyrr og skælbrosandi, Inga Lind og Svanhildur Hólm, að kynna atriði frá Grænlandi, sem misfórst svo skemmtilega að Inga Lind mismælti sig eitthvað og þær fóru að skellihlæja. Ekkert að því, enda lífsglaðar konur, en það sem var verra að þetta atriði sem þær voru að kynna reyndist frekar dapurlegt og sýndi tvær grænlenskar konur (frekar en að önnur manneskjan hafi verið karl, myndatökumaðurinn var það langt í burtu) lúskra á hvor annarri svo rækilega að einhvern tímann hefði nú verið varað við myndefninu í miðjum fréttatíma. Amk fór þetta ekki framhjá mínum 12 ára sem spurði hvað þetta væri eiginlega. Þetta voru engin venjuleg slagsmál, og það sem sjónvarpskonunum þótti athyglisverðast, og sennilega myndatökumanninum, að nálægir sleðahundar ýlfruðu og góluðu undir barsmíðunum.

Þetta var afskaplega ósmekklegt atriði og sýndi lítilsvirðingu gagnvart frændum okkar í norðri sem búa við kröpp kjör. Fyrir utan það að þetta var alls ekki við hæfi barna. Þegar atriðið var svo búið reyndu sjónvarpskonurnar að sýna alvarlegan svip en hann var farinn af þeim eftir nokkrar sekúndur, og tekið til við að hlæja á ný. Ég segi nú bara eins og sumir, svona gerir maður ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

úbbs, þarf að kíkja á visir.is og horfa á íslandídag. þar sem ég var aldeilis með í för er mér málið skylt.

grænland er ótrúlegt land og íbúar þess ótrúlegt fólk. kann vel við grænlendinga en rétt er það að vandamálin eru þar að þeirri stærðargráðu sem við hér í velmeguninni skiljum ekki og kynnumst ekki svo mikið.

sérstaklega þarna á austurströndinni og þess vegna er Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, að reyna að hjálpa til við gera lífið innihaldsríkara, ekki síst fyrir börnin.

þess má geta að 26 börn frá litlu byggðunum á ammassaliq svæðinu (kulusuk, kuummiit, isortoq o.fl) koma á laugardaginn og verða í kópavogi í ellefu daga. læra að synda og verða í skóla með íslenskum börnum og við teflum við þau og gerum ýmislegt skemmtilegt, hið svokallaða grænlandsgengi.

en meira um það síðar því ég þarf að kíkja á þetta sem mér heyrist ófögnuður hinn mesti...

arnar valgeirsson, 13.9.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: arnar valgeirsson

var að kíkja og fannst ekki fagurt. annað eins gerist en þetta lýsir á engan hátt lífinu í tasiilaq sem er fallegur staður. þetta gerðist reyndar meðan verið var að hefja skákmót, greenland open eða flugfélagsmótið, þar sem 86 þátttakendur voru bæði laugardag og sunnudag. hefði verið skemmtilegra að fá innslag frá glæsilegri opnun....

bendi þó á eldra innslag úr íslandi í dag frá reisunni þar sem jákvæðari tónn er:

http://www.vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=0e0c4012-78db-41c3-8dda-f4cd00504746&mediaClipID=5f8318a4-2d4a-41ab-9a59-094e671fb5c5

arnar valgeirsson, 13.9.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: arnar valgeirsson

úbbs, fæ ekki til að virka en þetta var held ég miðvikudagskvöldið 22.ágúst ef hægt er að ná í það... frekar en fimmtudagskvöld.

arnar valgeirsson, 13.9.2007 kl. 22:53

4 identicon

þakka ábendingarnar, þetta atriði var bara eitthvað svo taktlaust og undarlegt innslag í svona þætti, svo ekki sé minnst á flissið í stelpunum. En gaman að heyra að þið hafið átt góða ferð þarna út, merkilegt starf með skákina að fara þarna fram.

Svo segi ég bara áfram Liverpool Arnar minn, mér mun á endanum takast að snúa þér til betri vegar....!

BJB (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 32001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband