8.3.2008 | 19:31
Hverrar krónu virði
Ekki vissi maður um þessa klásúlu í samningi Liverpool, en þó að greiða hafi þurft tvöfalda þessa upphæð þá væri manni nokk sama. Þessi drengur hefur reynst gulls ígildi og svo sannarlega hverrar krónu virði, og á stærstan þátt í að mínir menn hafa unnið fjóra deildarleiki í röð og eru til alls líklegir. Lífið er einhvern veginn miklu skemmtilegra! Sólin að hækka á lofti og allt að gerast!
Ekki amalegt fyrir þjálfarann að geta á síðasta spretti leiksins gegn Newcastle hvílt tvo bestu mennina fyrir stórátökin í Mílanó á miðvikudag. Þá verður tekið á því og mega spaghettisparkararnir passa sig.... Hér og nú spái ég reyndar 1-1 og við áfram með 3-1 samanlagt. Minni enn á eftir á Moskvudrauminn í síðustu færslu, hann verður æ skýrari með hverjum deginum...
Rándýrt mark hjá Torres í stórsigri Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2008 | 23:27
Eitthvað stórt í vændum?
Síðustu leikir minna manna benda til að eitthvað stórt geti verið í aðsigi, maður hefur verið orðljótur og óþolinmóður í vetur, en þegar meira að segja Kátur hinn hollenski er farinn að skora og leggja upp mörk, þá er eitthvað að gerast. Og spænski sparkarinn Torres sjóðheitur. Þrír sigurleikir í röð í ensku deildinni lítur út fyrir að vera vísbending um að Benitez sé að finna fjöl sína á þeim vettvangi. Kominn tími til. Leikurinn við Bolton var skyldusigur, frábær á Middlesboro og tiltölulega létt í kvöld gegn West Ham, "Íslendingaliðið" sá aldrei til sólar.
Næst er það bara Newcastle og svo Inter Milan í Meistaradeildinni. Ekki verðum við Englandsmeistarar en mig dreymdi draum um Evrópumeistaratitilinn, staddur í Moskvuborg með bikar í annarri hendi og bjórkönnu í hinni....
Torres með þrennu gegn West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.2.2008 | 23:35
Arnaldur allur á tjaldið
Ánægjulegt að heyra af þessum jákvæðu dómum, myndin á þetta allt skilið og meira til. Mýrin er með allra bestu bíómyndum okkar til þessa enda efniviðurinn ekki amalegur úr penna Arnaldar, og Baltasar kann sitt fag þegur kemur að kvikmyndagerð. Og það er auðvitað engin tilviljun að báðir tengjast Skagafirðinum mínum, Baltasar þar orðinn góður og gegn íbúi og Arnaldur hálfur Skagfirðingur í föðurætt!
Ekki er síður ánægjulegt að heyra að gera eigi fleiri kvikmyndir eftir bókum Arnaldar, nú sitja þeir félagar yfir handriti úr Grafarþögn. Eftir að hafa lesið allar bækur höfundarins leyfi ég mér að fullyrða að þær geta langflestar sómt sér vel á hvíta tjaldinu, eða sem sjónvarpsþættir, og í raun hefði átt að byrja á byrjuninni, og gera kvikmynd byggða á Napóleon-skjölunum, það yrði magnaður hasar, rammíslenskur með bandarísku ívafi.
Ég hef hvorki mikla spádómsgáfu eða miðilshæfileika, en það er eitthvað sem segir mér að samstarf Baltasars og Arnaldar eigi eftir að skila okkur miklu í náinni framtíð.... gott ef ekki Óskar!
Baltasar: Getur breytt öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 10:59
Bolabrögð gegn Barða?
Skeytasending Friðriks Ómars til áhorfenda, glymur hæst í tómri tunnu, gefur til kynna að mikillar gremju hafi gætt meðal keppenda útaf vinsældum Mersedes Club og lags Barða Jóhannssonar, Ho,ho ho. Að Júróvisjón-klíkan hafi átt sér þá ósk heitasta að Silvíunæturævintýrið myndi ekki endurtaka sig. Sjálfsagt hafa allir reiknað með fyrirfram að Ho, ho, ho myndi vinna, bæði þjóðin og flytjendur sjálfir. Brúnkusprautuðu sterabúntin í Mersedes Club höfðu farið mikinn í fjölmiðlum fyrir keppnina, einkum á Stöð 2 og Bylgjunni, og gengið út frá því að þau myndu vinna. Eftir á að hyggja gæti sú sigurvissa hafa verið mistök, og færri því séð ástæðu til að eyða símtali eða sms á lagið.
En skyldi Sjónvarpið hafa gengið í lið með hinum keppendunum og stuðlað að ósigri Barða? Atkvæðagreiðsla álitsgjafanna Erps, Selmu og Þorvaldar í miðri símakosningu var amk athyglisverð, þau beðin að spá fyrir þremur efstu sætum og merkilegt nokk, ekkert þeirra nefndi Ho, ho, ho á nafn, bara eins og það væri ekki til. Kannski hafði Palli Magg gefið út þá dagskipun að allt yrði gert sem hægt væri til að koma í veg fyrir sigur Barða, til að endurtaka ekki grínið kringum Silvíu Nótt!! Nei, ég segi nú bara svona.
Palli Magg getur amk sofið rólegur yfir því að við þurfum ekki að halda keppnina árið 2009. Sykurpúðarnir Friðrik og Regína munu ekki fleyta okkur svo langt. Ho, ho, ho hefði þó verið líklegra til að koma okkur upp úr undanrásunum, hvað sem segja má um það framlag. Ég er nefnilega svolítið hræddur um að skot Friðriks Ómars eigi eftir að fylgja honum út keppnina og hitta hann illa fyrir.
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.2.2008 | 23:12
Dr Jekyll & Mr Hyde á Anfield...
Loksins, loksins kom sigur hjá mínum mönnum, og það meira en verðskuldaður. Miðað við tapið í bikarnum á móti Barnsley er eins og Dr. Jekyll og Mr Hyde hafi tekið sér bólfestu í liðinu. Þetta var amk ekki sama liðið og um helgina, það er eins Benitez kunni bara að stjórna liðinu í Meistaradeildinni, um leið og leikurinn heitir eitthvað annað þá tekur Herra Hyde völdin. Mætti maður þá sjá meira af Doktor Jekyll, í kvöld voru mínir menn trítilóðir úti um allan völl og uppskáru eftir því. Meira að segja Kátur skoraði ...! Batnandi mönnum er best að lifa.
Útileikur í Mílanóborg eftir þrjár vikur, við erum 2-0 yfir í hálfleik, og nokkuð ljóst að Ítalirnir munu krydda spaghettíið hressilega þann daginn. Spurningin bara hvort mótherjinn á vellinum verði Jekyll eða Hyde...
Liverpool sigraði Inter 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 16:48
Einn góður úr golfinu
Ágætur frændi minn og kylfingur sendi þennan myndabrandara, sem aðeins er fyrir kylfinga af karlkyni !
ps. Smá tæknileg mistök, er ekki hægt að setja PPS-skjal í bloggið? Einhver??? Þetta er amk ekki að birtast, eins og brandarinn er djö... góður!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007