17.2.2008 | 17:02
Mælir sá manna heilastur!
Hann Tommy gamli Smith er aldeilis ekki eini Púllarinn sem hættur er að skilja upp né niður í Benitez. Innáskiptingar og taktík Spánverjans að undanförnu hefur oft á tíðum verið undarleg, og miðað við hvernig liðið hefur verið að spila var það stórhættulegt að stilla ekki upp sínu sterkasta liði í bikarnum. Þar var jú enn von um titil, eða þar til á 93. mínútu í leiknum gegn Barnsley að náðarhöggið kom, líklegast enn einn naglinn í þjálfarakistu Benitez. Hann virðist ekki ná meiru út úr þessu liði og best að leyfa öðrum að spreyta sig. Hann er búinn að fá sinn tíma og sín tækifæri.
Verra var þó að sjá mann eins og Crouch ekki nýta færin sín, eins og maður hefur nú stutt hann með ráðum og dáð inn í byrjunarliðið. Það vantar orðið allt sjálfstraust í liðið og ekki er útlitið bjart fyrir meistaradeildarleikinn í vikunni gegn Inter Milan. Ljótt að segja það, en miðað við frammistöðuna undanfarið eigum við ekki skilið að komast áfram í meistaradeildinni. Liðið þarf að halda vel á spöðunum ætli það sér að halda meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Það þarf nýjan karl í brúna og einhverja alvöru liðsmenn á dekkið, við viljum ekki fleiri B-menn!
![]() |
Goðsögn Liverpool gagnýnir Benítez |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2008 | 19:33
Heimir á YouTube
Karlakórinn Heimir nýtir sér nýjustu tölvutækni að sjálfsögðu, þótt kominn er á níræðisaldurinn, og búinn að setja á You Tube myndbandsbrot með laginu "Nú er söngurinn hljóður og horfinn" (Áfram veginn) sem Sigfús í Álftagerði syngur svo undurvært og fallega. Lagið flytur hann ásamt kórnum í söngsýningu til heiðurs Stefáni Íslandi, sem slegið hefur í gegn í vetur. Nú er kórinn aftur á leiðinni suður með sýninguna, vegna fjölda áskorana, og verður í Langholtskirkju í Reykjavík laugardaginn 23. febrúar kl. 15. Í bakaleiðinni norður verður komið við á Skaganum með dagskrána um kvöldið.
Hvet alla sem ekki hafa séð þessa sýningu að gera það, hún er hreint mögnuð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2008 | 18:28
Fjárfestingaráðgjöf...
Hvaða hlutabréf ætti maður nú að kaupa? Þessa spurningu fær maður oft yfir sig, og getur litlu svarað af einhverju viti, ekki síst miðað við núverandi aðstæður á mörkuðum. Það kæmi álíka gott svar og Davíð Oddsson mun hafa gefið fjölmiðlamönnum í Seðlabankanum í morgun, þegar hann var spurður hvernig hann mæti stöðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í borgarpólitíkinni. Þú getur alveg eins spurt mig um stöðu Huddersfield í enska boltanum, á Davíð að hafa sagt. Alltaf góður, karlinn.
En hér kemur ágætis ráðgjöf um fjárfestingar, sem mér barst. Alveg eins góð og hver önnur:
"Hér fyrir neðan koma pælingar um hlutabréfamarkaðinn, og hvaða hluti væri skynsamlegast að eyða í ef þú ert að spá í að fjárfesta 1000$ í eitthvað sniðugt. Ef þú hefðir keypt hlutabréf í Nortel fyrir þúsund dollara fyrir ári síðan, þá væru þau 49 dollara virði í dag. Ef þú hefðir valið Enron þá væru bréfin þín 16,5 dollara virði miðað við að höfuðstóllinn hefði verið 1000 dollarar. Ef WorldCom hefði verið fyrir valinu væri 5 Dollarar eftir. Ef þú hefðir eitt 1000 dollurum í Delta Air Lines væri verðmæti þeirra 49 dollarar í dag. En, ef þú hefðir bara farið í áfengisverslun og eitt þúsund dollurum í bjór í dós, drukkið hann allan á einu ári, farið svo með dósirnar í endurvinsluna, þá ættir þú 214 dollara.
Miðað við niðurstöðurnar hér að ofan, þá er besta fjárfestingin sem þú getur gert í dag að drekka mikið af öli og fara svo með umbúðirnar í endurvinnsluna."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 22:48
Í kóngsins Köben
Karlinn brá sér með kerlingunni til Köben um síðustu helgi, og slapp milli lægða, komumst klakklaust alla leið og án þess að þurfa bíða mínútu til eða frá í Leifsstöð eða Kastrup. Veðurguðirnir héldu sér sem betur fer til hlés. Verst hins vegar í Kastrup hvað gekk lengi að innrita hópinn, aðeins tveir að innrita framan af í alls sex flug, og dýrmætur bjór- og búðartími tapaðist í flugstöðinni.
Að öðru leyti var ferðin dásamleg, alltaf gaman að upplifa Köben barnlaus og án Tivoli, geta vafrað um á böbbunum og almennilegum dönskum veitingastöðum, ekkert skyndibitakjaftæði. Danskt smörrebröd hjá Idu Davidsen, andabringa á Lille Apotek og ölkrús á Hvids Vinstue og Carlsberg safninu. Fórum reyndar ekki á Thorvaldsens safnið en alltaf jafn dapurlegt að lesa það í bæklingum og túristabókum að hvergi er minnst á íslenskan uppruna listamannsins. Þarna hefur íslenska sendiráðið í Köben verk að vinna.
Vilji Íslendingar prófa einhverja aðra "Kringlu" en Magasin du Nord og Illum þá bendi ég þeim á Fiskitorgið, nýlega verslunarmiðstöð skammt frá miðbænum, örskotsstund með lest frá Hovedbanegarden á Dybbelsbro. Þar er líka hægt að fara í bió í leiðinni í Cinenmax og rölta yfir á Íslandsbryggju. Og fyrir spennufíkla mæli ég með því að prófa að fara í lest eða Metro án þess að borga krónu, vorum þarna í þrjá daga og sáum aldrei nokkra sálu að athuga hvort farþegarnir voru með miða eða ekki. Eyddum engu að síður formúgu fjár í lestarmiða fram og til baka. En komist upp um svikin þá er maður sex þúsund krónum fátækari !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 22:05
Aðeins ein lausn í spilunum
Íslenskir kjósendur hafa löngum þótt óendanlega umburðarlyndir og trygglyndir sínum flokkum, en nú hygg ég að sjálfstæðismenn séu búnir að fá sig fullsadda af þvælunni kringum þetta REI-mál hérna í borginni. Nú hefur maður stutt flokkinn gegnum súrt og sætt í tvo áratugi en á síðustu vikum og mánuðum hefur það hvarflað að manni um stund að segja sig úr flokknum til að mótmæla ruglinu sem viðgengst hefur í borgarstjórnarflokknum. Það er kominn tími að hreinsað verði til og nýjum oddvita teflt í fremstu röð. Þar er hins vegar vandi að velja og til að Sjálfstæðislflokkurinn öðlist aftur trú og traust borgarbúa þarf einfaldlega einhvern nýjan mann, utan borgarstjórnar í dag, til að hefja baráttu fyrir næstu kosningar.
Átakanlegt hefur verið að horfa upp á flótta núverandi oddvita flokksins og tímabært að hann uppgötvi sinn vitjunartíma. Vilhjálmur hefur gert margt gott gegnum tíðina og staðið sig vel í sínu hlutverki, en í REI-málinu er eins og hann hafi látið blekkjast af kappsömum kaupsýslumönnum og embættismönnum sem sáu gullið glóa þegar óbeisluð orkan var annars vegar. Og fleiri stjórnmálamenn en Vilhjámur hafa látið blekkjast, og sumir þeirra eru þegar horfnir af pólitíska sviðinu. Það getur ekki kallast að hafa axlað pólitíska ábyrgð á málinu, að fá tækifæri til að setjast aftur í borgarstjórastólinn. Íslenskir kjósendur eru sem fyrr segir umburðarlyndir en ekki algjör fífl.
![]() |
REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 20:16
Stórkostleg söngsýning Heimis
Fór á stórkostlega söngsýningu Karlakórsins Heimis í Langholtskirkju í gær, þar sem dagskrá var flutt í tali og tónum um óperusöngvarann skagfirska, Stefán Íslandi, sem á haustmánuðum hefði orðið 100 ára. Kirkjan var sneisafull enda orðið uppselt tveimur dögum fyrir sýninguna, sem áður hafði verið flutt í fjórgang, kvöldið áður í Reykholtskirkju í Borgarfirði, tvisvar á Akureyri um síðustu helgi og fyrst í Varmahlíð á þrettándanum. Var sýningin sett upp til heiðurs söngvaranum í tilefni 80 ára afmælis kórsins.
Vonandi koma Heimismenn með þessa sýningu sem fyrst aftur suður þeir geta auðveldlega fyllt kirkjuna að nýju, þess vegna Háskólabíó. Ekki er það aðeins magnaður söngur kórsins, sem ég fullyrði að hafi aldrei verið betri, heldur er dagskráin öll hin skemmtilegasta og faglegasta. Einsöngurinn hjá Þorgeiri Andréssyni og Álftagerðisbræðrunum Óskari, Sigfúsi og Pétri Péturssonum er frábær. Þannig mátti heyra saumnál detta í kirkjunni er Sigfús söng Ökuljóðið, Áfram veginn í vagninum ek ég. Að sama skapi var krafturinn í Þorgeiri slíkur að hárgreiðsla gesta á fremsta bekk fór úr skorðum er hann hóf upp raust sína!
Undirleikurinn var einnig óaðfinnanlegur hjá Thomas Higgerson og málmblástursleikurunum og síðast en ekki síst voru upplestur og leikrænir tilburðir sr. Hannesar Arnar Blandon og Agnars Gunnarssonar frá Miklabæ hrein unun á að hlusta og sjá. Sem fyrr er það líka kórstjórinn Stefán R. Gíslason sem er að framkvæma enn eitt kraftaverkið með þennan kór. Hógvær piltur úr Blönduhlíðinni sem að mínu mati er með fremstu tónlistarstjórum landsins í dag.
Hefði Stefán Íslandi setið á fremstu bekkjum Langholtskirkju hefði hann tárast af gleði, flytjendur allir sýndu honum þann sóma sem þessi listamaður á skilið og það var ekki laust við að manni vöknaði um augu á mögnuðustu augnablikum þessarar dagskrár.
Ég sé á vefsíðu kórsins að búið er að ákveða tvenna tónleika fyrir austan 1. mars en vonandi tekst kórnum að halda fleiri sýningar í fjölmenninu hér sunnan heiða, svo að sem flestir geti hlýtt á magnaðan söng og fræðst í leiðinni um farsælan feril Stefáns Íslandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007