24.1.2008 | 00:41
Nokkur sæti laus!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 00:34
Nú sást blik í auga
Loksins kom sigur hjá strákunum okkar, nú sást það blik í auga sem sigurvegarar með sjálfstraustið í lagi sýna. Neistinn hefur verið kveiktur og vonandi dugar hann til að slökkva í eldheitum Spánverjunum. Miðað við ófarir síðustu daga yrði það stórafrek að við næðum að leika um sjöunda sætið á mótinu.
En það er alltaf gaman að heyra leikmenn og þjálfara skýra úrslit leikja við fjölmiðla, hvort sem það er sigur eða tap. Mér heyrðist Ólafur Stefánsson orða þetta einhvern veginn svona í kvöld: Þegar við spilum vel þá erum við drullugóðir!
![]() |
Stórsigur gegn Ungverjum á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 16:43
Fata-hreyfingin?

Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 22:40
Gjörsamlega óviðunandi
Nú held ég að við Púllarar séum að missa alla þolinmæði. Árangurinn undanfarið er gjörsamlega óviðunandi, fimmta jafnteflið í röð, og litlu mátti muna að illa færi í kvöld. Vinur minn Crouch kom okkur til bjargar, á þessum versta degi ársins, og kaldhæðni örlaganna að hann kom Benitez líka til bjargar, manninum sem því miður hefur ekki treyst Crouch til þess að vera í byrjunarliðinu. Hollenski hundurinn Kátur lafir alltaf inná, hleypur lafmóður um víðan völl og loks þegar hann kemst í færi þá fer hann á taugum. Stór orð um áreiðanlega hinn vænsta pilt, en Liverpool hefur í þessari stöðu ekki ráð á annars flokks framherja. Það mátti greina mikla reiði á svip stuðningsmanna liðsins á Anfield í kvöld og skal ekki undra, ýmis skilaboð til bandarísku eigendanna voru einnig áletruð á spjöld og fána.
Undiraldan á Anfield er greinileg og mér segir svo hugur að stóllinn hjá Rafa Benitez sé orðinn sjóðheitur
![]() |
Jafntefli hjá Liverpool og Aston Villa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2008 | 20:38
Magnað lokatafl
Mikið er maður feginn að útfararfarsanum kringum Bobby Fischer sé lokið. Líkt og við skákborðið átti Fischer óvæntan lokaleik, hann virðist hafa verið búinn að finna sína hinstu hvílu. Lítil og falleg kirkja í rólegu umhverfi, svo óvæntur og snöggur var lokaleikurinn að sóknarpresturinn kom af fjöllum. Lék skáksnillingurinn um leið á "andstæðinga" sína eða öllu heldur svonefnda stuðningsmenn sem virðist ekki hafa haft grænan grun um hvernig Fischer vildi ljúka sinni hinstu för. Maður setur ákveðna spurningu við framgöngu stuðningshópsins síðustu daga og í hve góðu, eða öllu heldur slæmu sambandi hann hefur verið við Fischer og hans nánustu. Líkt og hvernig Fischer fékk að vera í friði síðustu ævidagana á Íslandi þá átti að sjálfsögðu að veita honum frið að honum látnum og ekkert var meira við hæfi en útför í kyrrþey.
Hins vegar er ljóst að Laugardælakirkjugarður í Flóa verður ekki jafn rólegur og kyrrlátur og hingað til. Þangað mun á næstu árum fjöldi fólks heimsækja leiði skákmeistarans, og vissara fyrir sóknarnefndina að fara að huga að því, sé hún ekki þegar búin að kalla saman fund.
![]() |
Fischer jarðsettur í kyrrþey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2008 | 23:29
Hver er fyrirmyndin að fréttastjóranum?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007