Eitthvað stórt í vændum?

Síðustu leikir minna manna benda til að eitthvað stórt geti verið í aðsigi, maður hefur verið orðljótur og óþolinmóður í vetur, en þegar meira að segja Kátur hinn hollenski er farinn að skora og leggja upp mörk, þá er eitthvað að gerast. Og spænski sparkarinn Torres sjóðheitur. Þrír sigurleikir í röð í ensku deildinni lítur út fyrir að vera vísbending um að Benitez sé að finna fjöl sína á þeim vettvangi. Kominn tími til. Leikurinn við Bolton var skyldusigur, frábær á Middlesboro og tiltölulega létt í kvöld gegn West Ham, "Íslendingaliðið" sá aldrei til sólar.

Næst er það bara Newcastle og svo Inter Milan í Meistaradeildinni. Ekki verðum við Englandsmeistarar en mig dreymdi draum um Evrópumeistaratitilinn, staddur í Moskvuborg með bikar í annarri hendi og bjórkönnu í hinni....


mbl.is Torres með þrennu gegn West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Norðanmaður

Góður draumur:-)

Kveðja frá fv. skólafélaga frá Sigló

Norðanmaður, 5.3.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: arnar valgeirsson

alveg átti maður von á að ritstíflan losnaði þegar rauðu kvikindin færu að skora.

þið takið inter enda alltaf jafn heppnir í evrópukeppninni. en newcastle nær loksins langþráðum sigri.....

arnar valgeirsson, 6.3.2008 kl. 09:35

3 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Jæja, Arnar minn! Newcastle hvað?! 3-0, aldrei spurning. Og nú ágæti Norðanmaður, ekki veit ég hver þú ert og ætlirðu að gerast bloggvinur verðurðu að afhjúpa þig undir fullu nafni!

Björn Jóhann Björnsson, 8.3.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 32006

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband