Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
22.3.2009 | 23:30
You aint seen nothing yet...
Ekkert stöðvar mína menn í þessum ham. Þegar maður er farinn að vorkenna andstæðingnum þá er sigurvíman komin á æðra stig. Ansi var það nú harður dómur að gefa Friedel gamla rauða spjaldið en að sama skapi gleðilegt að Gerrard náði þrennunni. Hreint ótrúlegur leikur og hreint ótrúleg staða sem Liverpool er komið í. Átta umferðir eftir og möguleikar á dollunni bara töluverðir, sé miðað við spilamennskuna hjá liðinu þessa dagana. Bullandi sjálfstraust, leikkleði og markagredda ráða nú ríkjum á Anfield. Á sama tíma virðist Man Utd að hrynja saman af þreytu og pirringi. Spurning hvern Rooney ætlaði að hitta þarna í gær, dómarann jafnvel?!
Skemmtileg myndasyrpan hjá ensku sjónvarpsmönnunum í dag sýndi að ekkert raskar ró Benitez, hann fer líklega ekki að taka upp á því á gamalsaldri að fagna marki. Þá væri hann með óráði. Hvað skyldi hann skrifa í nótubókina eftir hvert mark? Varla hver skoraði, það hljóta aðrir að sjá um það. Kannski er hann að skrifa innkaupalista fyrir konuna... :-)
Það sem virðist vera að gera útslagið, fyrir utan að sjálfsögðu magnaðan hóp og klókan þjálfara, er þó hvíldin sem Liverpool fékk á dögunum. Nú taka við tvær vikur í næsta leik og þá mæta menn endurnærðir. Amk ætlar maður rétt að vona það. Þetta er búið að vera of gott í síðustu þremur leikjum til að vera búið.
YNWA
Gerrard með þrennu og eins stigs munur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2009 | 21:56
Fagnaðarefni og eins gott að dollurnar skili sér...
Þessari frétt ber að fagna, þó ekki væri nema til að létta á ákveðinni óvissu kringum Anfield með stjóramálin. Nú ættu allir sem einn að geta einbeitt sér að áframhaldandi sigurgöngu á vellinum. Frábær árangur í síðustu leikjum hefur þarna væntanlega gert útslagið, hefðum við tapað fyrir Real Madrid og Man Utd hefði Benitez væntanlega þurft að taka pokann sinn í sumar, ef ekki fyrr. En það er þetta blessaða ef. Það er stutt á milli hláturs og gráts í þessum harða heimi.
Með þessum óvenju langa samningi munu kröfurnar aukast sem aldrei fyrr á liðið að skila einhverjum dollum heim á Anfield. Enn eru möguleikar á tveimur stórum í vor, sennilegast meiri líkur á Evróputitli en Englandsmeistaratitli. Ætla bara rétt að vona að við drögumst ekki á móti einhverju ensku liðanna í 8-liða úrslitum. Porto er óskadráttur.
Svo er það bara næsta verkefni að rúlla upp Aston Villa á sunnudaginn. Jákvæð teikn voru að sjá Benitez fagna sigrinum gegn Man Utd á leið til búningsklefa. Það sást amk bros hjá kallinum
Benítez samdi við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2009 | 17:50
Upphaf að einhverju stærra
Hvað getur maður sagt eftir svona stórkostleg úrslit? Auðvitað öskraði maður af kæti en satt best að segja örlaði á smá undrun yfir þessum gríðarlegu yfirburðum. Að fylgja eftir stórleik gegn Real Madrid með þessum hætti er ekkert annað en meistarastykki, líklega einhver sigursælasta vika félagsins að baki. Mann skortir einfaldlega lýsingarorð, geðshræringin var slík. Gerrard og Torres eru einfaldlega snillingar á góðum degi, vel studdir af vinnujálkum eins og Carragher, Hyippia og Kyut. Mörkin hjá Aurelio og Dossena krydduðu síðan stórkostlegan leik.
Að sjá frábæra knattspyrnumenn eins og Vidic og Van der Saar í tómu tjóni allan leikinn, og það á heimavelli, var áhugavert, svo ekki sé meira sagt. Vonandi lækka úrslitinn rostann í Ferguson og hans tindátum eins og hobbitanum Rooney, og verða að sama skapi upphaf að góðum endaspretti hjá Liverpool í deildakeppninni. Þó að forskot Man Utd sé enn 4-7 stig þá er enn von, já já.
Við erum bestir!
Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.3.2009 | 23:24
Einhver sá magnaðist lengi...
Þvílíkur leikur! Ekki þorði maður að spá 4-0 fyrir leik, hefði alveg verið sáttur við svona 1-0 eða 2-0. Þetta er eitthvað það besta sem maður hefur séð til liðsins lengi, grimmir eins og ljón allan tímann og Madridingar sáu aldrei til sólar. Að geta leyft sér að taka bestu mennina útaf þegar 20-30 mín eru eftir, og senda óharðnaða unglinga inná, segir allt um þennan leik. Gerrard sýndi og sannaði að hann er í algjörum heimsklassa og Torres tók landa sína í nefið. Skiptir engu þó einhverjir dómar voru vafasamir, það var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra í kvöld, alveg frá fyrstu mínútu. Hefði getað verið 2-0 eftir fimm mínútur.
Þetta var orðið svo magnað á tímabili að það runnu gleðitár á hvarmi, svei mér þá, og YNWA-söngurinn hefur ekki ómað svo sterkt á Anfield lengi lengi. Nú gengur maður aldeilis sæll til náða...
Liverpool burstaði Real Madrid 4:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2009 | 16:15
Mestu vælukjóar allra tíma...
Þó að ekki séu þeir blóðskyldir þá dettur manni samt í hug orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Ronaldo hefur tamið sér sama ósið og Ferguson að vera sífellt vælandi út í dómarana, að ógleymdum leikaraskapnum í Ronaldo sem fellur í gras við minnstu snertingu, emjar með tilþrifum og kveinar, sjálfsagt mest ef hárgreiðslan fer úr skorðun. Reyndar er brilljantínið svo mikið í hárinu að það þolir töluvert hnjask
Vælið hefur m.a gert það að verkum að ekki einn einasti dómari í deildinni þorir td að dæma víti á Man Utd á Old Trafford. Þannig er það nú bara... Þeir eru orðnir drulluhræddir við gamla Ferguson...
Ferguson: Ronaldo auðvelt skotmark dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2009 | 13:21
Ekki búið fyrr en það er búið...
Það dugði að kyrja lagið góða fyrir þennan leik. YNWA. Þetta er ekkert búið fyrr en það er búið, svo mikið er víst.
Aldrei var spurning hvoru megin sigurinn lenti í þessum leik, mátti alveg enda 4-0 eins og maður hafði spáð fyrirfram, en verður að sætta sig við tvö. Nú er það bara seinni leikurinn gegn Real Madrid á Anfield þann tíunda. Góð hvíld framundan og vonandi verður Torres klár í slaginn.
ps. vegna fjölda áskoranna aðdáenda síðunnar kemur hér slóð á flutning Gerry og Gangráðanna á laginu góða:
Benayoun: Mikill léttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 13:45
Þó steypist í gegn þér stormur og regn..
Um þennan leik í kvöld og stöðu minna manna í deildinni er bara eitt í stöðunni, að kyrja sönginn góða og láta ekki bugast þó á móti blási. Þetta er ekki búið fyrr en það er búið:
When you walk through a storm hold your head up high,
And don't be afraid of the dark.
At the end of a storm is a golden sky
And the sweet silver song of a lark.
Walk on through the wind,
Walk on through the rain,
Tho' your dreams be tossed and blown.
Walk on, walk on with hope in your heart,
And you'll never walk alone,
You'll never walk alone!
Til upprifjunar er þetta á íslensku einhvern veginn svona, ef menn vilja vera þjóðlegir, þessi þýðing ku vera eftir Þorstein Valdimarsson, og m.a. sungin af vini mínum Óskari í Álftagerði:
http://www.tonlist.is/Music/Album/4507/oskar_petursson/aldrei_einn_a_ferd/#0
Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð
upp við ljóshvolfin björt og heið
þó steypist í gegn þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir víst
þú er aldrei einn á ferð.
Gerrard klár en Torres enn á sjúkralistanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007