Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Nú étur maður hatt sinn...

Algjörlega magnað að vakna til að horfa á sigurleik, guði sé lof fyrir RÚV+. Til allrar hamingju hafði maður rangt fyrir sér með þennan leik, enda aldrei haft hundsvit á handbolta. Leyfi mér þó að spá að við fáum Spánverja í undanúrslitum, leggjum þá bara og spilum um gullið við Frakka, eða helv... Danina. Eftir síðasta leik hafði ég engin loforð um að ég myndi éta hatt minn, hefði ég rangt fyrir mér í bölsýnisspánni, en nú fer maður að garfa í skúffunum í leit að bragðgóðum hatti til að smakka á. Ekkert búinn að fá mér í morgunmat og orðinn svangur. Væri svo ekki verra að geta kyngt hattinum niður með Prins Pólói...

Þessir drengir ætla sér meira, og geta vel gert betur en landsliðið á ÓL á Spáni 1992.

ÁFRAM ÍSLAND, maður fer að hringja aftur í 907-2800.


mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat verið verra

Eins gott að okkar menn náðu stigi gegn Egyptum í nótt, annars hefðu Frakkar orðið mótherjarnir í 8-liða úrslitum. Eins og landsliðið hefur leikið í þremur síðustu leikjum þá stillir maður kröfunum í hóf gegn Pólverjum. Einstaka leikmenn eiga það til að hverfa mínútum saman og dúkka svo upp á ögurstundu. Þegar komið er í 8-liða úrslit á ÓL þarf allt að ganga upp, ALLT. Ljóst er að Ólafur Stefánsson er kominn á lokasprettinn en þegar hann kemst í stuð eru skotin hans óverjandi. Sigfús skógarbjörn hefði mátt koma fyrr inn á gegn Egyptum, hann límir saman vörnina, og loksins náði Logi Geirs að sýna eitthvað. Skoraði þrjú ágæt mörk í röð, en hann er samt greinilega ekki í sínu fínasta formi. Mætti eyða meiri tíma með lóðin frekar en með brilljantínið fyrir framan spegilinn!

Svo maður haldi nú áfram sálgreiningu á strákunum okkar, þá hefur maður vissar áhyggjur af markvörslunni. Hreiðar Leví hefur vissulega sýnt góða markvörslu á mikilvægum augnablikum en hann klárar þetta ekki einn. Gefa hefði mátt Björgvini Páli fleiri tækifæri gegn Egyptum. Burðarásarnir sem fyrr hafa verið Snorri Steinn, Guðjón Valur og Óli Stef, og gaman að sjá hve Róbert Gunnars er firnasterkur. Klúðraði varla færi gegn Egyptum. Alexander Petterson hefur alltaf verið í uppáhaldi og Arnór Atlason er að koma til drengurinn. Varnarjaxlarnir Sverre og Ingimundur hafa átt frábæra leiki en sem fyrr hefur mér veiki hlekkurinn í landsliðinu þótt vera Ásgeir Örn. Eins og hann skorti eitthvað sjálfstraust eða stáltaugar fyrir svona stórmót. Kannski er Guðmundur ekki að nota hann í réttri stöðu, hver veit.

Verst af öllu er náttúrulega að hafa ekki Hofsósinginn Einar Hólmgeirsson í Peking, en hann verður bara með á næstu ÓL, þegar við hirðum einhverja dollu. Því miður sér maður ekki að sá draumur verði að veruleika í ár. Árangurinn til þessa er engu að síður stórkostlegur og langt umfram væntingar. Spái því að við töpum í 8-liða og leikum um 5. til 8 sætið. Vonandi hef ég rangt fyrir mér, ÁFRAM ÍSLAND!

ps Minni loks á söfnunarnúmer til handa HSÍ og strákunum okkar, 907 2800. Þegar búinn að taka þúsund kall af símreikningnum og sé ekki eftir krónu.

 


mbl.is Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjúkk - sakna Crouch

Liggjandi baki bognu í sófanum góða varð maður vitni að fyrsta sigri minna manna í Liverpool. Tæpt var það og sem fyrr bjargaði Torres okkur á ögurstundu. Kannski á maður að spara stóru orðin eftir fyrsta leik en mínir menn voru ekki nógu sannfærandi, Sundarland er erfitt heim að sækja og þeir hafa nælt sér í hörkumarkmann.  

Maður er strax farinn að sakna Peter Crouch, það var óráð hjá Benitez að selja þann hávaxna dáðadreng. Í staðinn er kominn stubbur frá Tottenham, Robbie Keane, og hann var nú ekki beint að vinna fyrir ofurlaunum sínum í dag. Sýndi smá hroka með því að fussa yfir að vera tekinn útaf.  Gefum honum þó meiri séns. Hann sást lítið í leiknum, varla fyrr en hann þvældist fyrir Torres í markskoti í teignum. Hann á vonandi eftir að sanna sig á Anfield og öðrum völlum í vetur. Hinn ítalski Dossena í vinstri bakverðinum lofar hins vegar góðu, og virðist í fljótu bragði tekniskari en forveri sinn, Jón Árni.

En þrjú stig í hús eftir fyrsta leik, það er betra en oft áður hjá mínum mönnum. Það eiga mörg lið eftir að lúta í gras á heimavelli Sunderland í vetur, sjáiði til.


mbl.is Torres tryggði Liverpool sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttum þetta inni hjá Svíunum

Eins og þessir sænsku dómarar voru búnir að haga sér undarlega í leiknum, þá var hreint ágætt hjá þeim að dæma vítið í lokin. Einhverjir hefðu dæmt ruðning á Arnór Atla. En víti var það og ískaldur Snorri Steinn kláraði þetta með sóma. Væri dómgæsla leiksins skoðuð í þaula, þá kemur í ljós hve oft var dæmt út í hött á okkur. Rauða spjaldið á Loga Geirs var fáránlegt en sá drengur má reyndar passa sig inni á vellinum. Virðist vanta eitthvað upp á herkænskuna sem karl faðir hans sýndi á árum áður.

Annars ættu Danir ekkert að vera að væla þetta, ég spái þeim áfram í 8-liða úrslitin úr riðlinum ásamt Þjóðverjum, okkur og S- Kóreu. Danir munu klára Þjóðverja í síðustu umferðinni, en síðan spái ég að þeir fái Frakka í 8-liða. Gott á þá. Ég spái því að við fáum Króata í 8-liða og komumst í 4-liða. Lengra þorir maður ekki að spá, allur árangur úr þessu er bónus. Allt of snemmt er að tala um einhvern pall þarna í Peking.

 

 


mbl.is Jafntefli gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutinn með vængi?

Hefur þetta ekki bara verið meirihluti F og D að fjúka út um veður og vind...?LoL

Annars fékk maður á tilfinninguna seinni partinn í gær, þegar Broddi Broddason var mættur í hljóðstofu RÚV að eldgos væri hafið í borginni eða einhverjar meiriháttar náttúruhamfarir. Óreiðan í borgarmálunum eru sjálfsagt ekkert annað en hamfarir, en ekki orð um það meir.


mbl.is Fljúgandi furðuhlutir yfir Reykjavík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband