8.3.2010 | 23:45
Botninum hefur verið náð....
Mánudagar eru ekki sagðir hafa verið hliðhollir Liverpool síðan Rafa tók við og á því varð engin undantekning nú. Hvað getur maður sagt eftir svona hörmung? Liðið hefur átt marga slaka leiki í vetur en þetta var líkast til sá allra hörmulegasti. Hrein skelfing. Það var hreinlega drullað yfir okkur á skítugum skónum. Botninum hefur verið náð.... vonandi.
Ekki verður af Wigan tekið að liðið spilaði vel, eflaust sinn besta í áraraðir og þeir fagna til morguns sínum fyrsta sigri á Liverpool. Engu líkara var en Gerrard og félagar hefðu verið úti á lífinu um helgina, varla eru þessir reynsluboltar þreyttir eftir landsleikina í síðustu viku. Virkuðu svifaseinir, sendingar rötuðu varla á samherja og Kátur átti auðvitað klúðursendingu kvöldsins, sem gaf heimamönnum markið. Innáskipting á Johnston orkaði tvímælis, hann er greinilega ekki leikfær, en jákvætt var að sjá Aquilani nokkuð sprækan. Sá ítalski hefði mátt koma fyrr inná.
Því miður er of seint að krefjast þess að Rafa verði rekinn, hann verður út tímabilið en síðan ekki söguna meir. Eins og staðan er núna er kraftaverk ef liðið nær fjórða sætinu.
Ég hét einum ónefndum félaga mínum í morgun að við myndum vinna 2-0 í kvöld, litlu munaði að það rættist á hinn veginn upp á punkt. Wigan hefði getað klárað þetta með stærri mun.
Manni getur sárnað.... og svo er Portsmouth næsta MÁNUDAG!!!!!!!
Benítez: Of margir hlutir ekki í lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2010 | 20:38
Bros er til alls fyrst...
Kominn tími á að karlinn brosti , hann hefur unnið til þess síðustu vikur og allt annað er að sjá til liðsins. Þetta er allt á réttri leið, hagstæð úrslit í öðrum leikjum og fjórða sætið staðreynd - í bili. Liðið barðist um hvern einasta bolta í dag og sigurinn er fyllilega sanngjarn. Réttlætið sigraði að lokum, því rauða spjaldið á gríska þrumugoðið var fáránlegt, ef eitthvað var hefði belgíski hárbrúskurinn átt að fá rautt. Hann var búinn að vera eins og naut í flagi þennan rúma hálftíma sem hann var inná.
Varnarleikurinn er allur annar en fyrr í vetur og sjá má gamlan neista í augum leikmanna, Gerrard kominn í sitt fyrra form og Kátur aldrei verið sprækari. Skorar ekki fallegustu mörkin en þau telja.
Hygg að Gerrard hafi átt kaldhæðnustu ummæli ársins er hann sagði að dómarinn hefði verið frábær!
Benítez: Frábær frammistaða liðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2010 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 22:35
Farið hefur fé betra...
Jæja, loksins er karlinn farinn að losa sig við meðal-jónana á Anfield. Þeir eru því miður alltof margir, ef liðið ætlar að krækja í einhverjar dollur. Sé ekki eftir Dossena, myndi heldur ekki sjá á eftir Rieira og hvað þá Babel. Nú er bara að taka upp veskið og kaupa almennilega leikmenn. Rafa mætti líka vera djarfari í því að gefa ungum piltum séns úr varaliðinu.
Gaman að sjá þáttinn á Liverpool TV í kvöld um Joe Fagan. Magnaður kall, sem tók við góðu búi af Bob Paisley og náði nokkrum titlum á stuttum tíma, enda frábærir leikmenn á Anfield á þessum tíma. Það kemur alltaf gæsahúð að sjá myndir af þessum leikjum, er Daglish, Rush, McDermott, Grobbelaar og þessir kallar voru í ham.
Voronin til Dinamo Moskva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2010 | 22:13
Segjum tveir...
Hann má eiga það Rafa kallinn að afsakanirnar verða sífellt skemmtilegri og frumlegri. Reading að spila sjónvarpsleik... Leyfi mér nú reyndar að efast um að það hafi fært Íslendingaliðinu kraftinn. Mínir menn spiluðu því miður ekki vel og bölvaðir klaufar að nýta ekki þau fáu færi sem sköpuðust. Sumir leikmenn að drulla upp á bak, og ótrúlegt að Aurelio hafi ekki fokið fyrr útaf. Insúa hafði fengið sér of mikinn kalkún og Jússi átti að koma fyrr inná.
Svona bikarleikir hafa reyndar alltaf verið erfiðir og ekki að sjá í dag að Reading sé í botnslag næstefstudeildar. Íslendingarnir stóðu vel fyrir sínu og gaman að sjá þennan Gylfa. Þar er gríðarlegt efni á ferð og spurning hvort Benitez ætti ekki að bæta við þriðja Frónbúanum á Anfield. Óska amk ekki eftir að Nistelroy stigi fæti sínum þar inn, mætti frekar biðja um Heskey eða Crouch.
Annars veitir liðunum ekki af meiri tekjum í kassann og fá aukaleik á Anfield... og eins gott að þeir rauðklæddu hysji upp um sig buxurnar...
En gleðilegt árið til sjávar og sveita... óþarfi að fara á taugum á öðrum degi ársins... :-)
Benítez: Mér var létt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2009 | 22:45
Trúin flytur fjöll...
Þessi leikur reyndi á þolrifin í klukkustund eða svo. Loksins snerist svo lukkuhjólið okkur í hag og kærkomin þrjú stig í höfn. Þetta var "skyldusigur" og nú er ekkert annað í boði en að taka einn leik í einu. Næst er það Villa í Birmingham í síðasta leik ársins. Þrjú stig þar og topp-4 nálgast á ný. Maður biður ekki um meira en að komast í meistaradeildina að ári. Hófstilltar væntingar miðað við það sem á undan hefur gengið í vetur. Minnir þó að eftir sé ein bikardolla á Bretlandseyjum í boði:-)
Einhver taugaveiklunarsvipur er þó kominn á Benitez, kannski ekki furða, og á andlitum Púllara á pöllunum mátti eðlilega sjá áhyggjusvip framan af. Vonandi lyftir þessi sigur í dag mönnum upp úr volæðinu. Trúin flytur fjöll, sagði einhver staðar, og væri óskandi að fyrirliðinn hysji nú upp sig buxurnar í næstu leikjum. Maður kannaðist við þann gamla í skallamarkinu. Þetta er alls ekki búið, bara hálfnað...
Gerrard: Höfðum trú á sjálfum okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2009 | 22:55
Kærkomin tilbreyting
Þökk sé himnaföður fyrir heppnissigur svona í byrjun aðventu ... Kominn tími á að lukkudísirnar varpi sprotum sínum yfir Rauða herinn og það gerðist á Goodison Park. Erfitt að skilja hvernig þeim bláklæddu tókst ekki að skora en sem betur fer var Reina í stuði. Vörnin átti sína takta en hefur verið traustari.
Gamli góði karakterinn var ekki langt undan og við hæfi að vinnuþjarkurinn Kuyt innsiglaði heppnissigurinn. Gerard átti sinn þátt í því en sást varla að öðru leyti. Hann er ekki svipur hjá sjón þessa dagana og á nokkuð í land með að ná sínu fyrra formi. Vonandi að Torres fari að skila sér, og þá fer þetta nú eitthvað að ganga. Miðað við hamaganginn í dag er gott að enginn meiddist, nógu langur er nú sjúkralistinn. Alltaf verið grófir þeir bláklæddu og hinn hárprúði Fellini ekki barnanna bestur.
Það er enn von í efstu sætin. Þó að alltaf sé vont að sjá Chelsea vinna og montgerpið Drogba að skora, þá var skömminni skárra að Arsenal tapaði stigum í dag. Fyrsta markmið Liverpool er að ná 3. sætinu áður en ofar verður klifrað. Fullt af stigum eftir í pottinum enn.
Svo er það bara UEFA-bikarinn í vor... :-) já, já seisei....
Liverpool vann borgarslaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007