20.10.2009 | 21:58
Gjörsamlega óviðunandi...
"Fari svo illa að við töpum fyrir Man Utd um næstu helgi, þá munu 10 stig skilja liðin að. Það er alltof mikill munur eftir tíu umferðir, og krafan verður háværari um að Benitez stigi til hliðar. Þolinmæði Púllara er að þrjóta, staðan í dag er óviðunandi. Og ekki mun staðan batna á morgun ef leikurinn gegn Lyon tapast í meistaradeildinni."
Ætla ekki að vera endanlega leiðinlegur en þessi sólarhringsgömlu skrif reynast því miður enn í góðu gildi. Úrslitin í kvöld voru gríðarleg vonbrigði, það stefndi þó í jafntefli, fjárinn hafi það. Þetta er orðið með öllu óviðunandi. Stend við það sem ég sagði í gær, að tími væri kominn á breytingar á Anfield. Það er að koma í bakið á Benitez að hafa ekki styrkt hópinn betur í sumar, það eru sem fyrr alltof margir miðlungsmenn þarna í hópnum og þaðan af verri.
Algjört dómgreindarleysi að mínu mati að taka Bennajúnn útaf á ögurstundu í leiknum, hann var einn af fáum leikmönnum sem eitthvað gátu þó í kvöld. Inná kom líklega einn slakasti maðurinn hjá Liverpool í dag, Voronin, og sendingar hans og önnur frammistaða hans í kvöld sannaði það.
Gerrard og Torres meiddir og Callagher svipur hjá sjón. Ekki gæfulegt. Það þurfa að koma inn nýir eigendur með eitthvað af aurum til að kaupa menn, skipta um leið um þjálfara. Benitez búinn að fá sinn tíma.
Fjórða tap Liverpool í röð - Jafntefli hjá Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2009 | 21:57
Er mönnum skítsama um stigin?
Það er nú minnsta mögulega refsing fyrir þetta klúður dómarans á laugardaginn að færa hann niður um deild. Hefði nú átt að taka af honum dómaraleyfið í knattspyrnu og breyta því yfir í sundknattleik.
Annars mættu fleiri fara að taka pokann sinn. Það er með miklum ólíkindum að Liverpool-menn skuli ekki berjast fyrir því að úrslit þessa leiks verði ógild og leikurinn spilaður á ný. Er mönnum skítsama um þessi þrjú stig sem fóru forgörðum gegn Sunderland? Þetta fer álíka mikið í taugarnar á manni, og þegar Benitez fagnar ekki marki, sem er ekkert annað en óvirðing við knattspyrnuna.
Byrjunin á tímabilinu er óviðunandi og sýnir að ekki hefur tekist að fylla í skörð þeirra leikmanna sem fóru, ekki síst Alonso. Vissulega voru Gerrard og Torres fjarri góðu gamni á laugardaginn en það á ekki að afsaka þetta afhroð. Afraksturinn til þessa eru 15 stig og fjórir tapleikir, jafnmargir og hjá Fulham!
Fari svo illa að við töpum fyrir Man Utd um næstu helgi, þá munu 10 stig skilja liðin að. Það er alltof mikill munur eftir tíu umferðir, og krafan verður háværari um að Benitez stigi til hliðar. Þolinmæði Púllara er að þrjóta, staðan í dag er óviðunandi. Og ekki mun staðan batna á morgun ef leikurinn gegn Lyon tapast í meistaradeildinni.
Tími er kominn á breytingar á Anfield, svo einfalt er það.
Dómaranum sem dæmdi strandboltamarkið gilt refsað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.9.2009 | 23:13
Hverju orði sannara, en .....
Frábær útisigur hjá okkar mönnum í dag, en þeir þurftu að hafa fyrir honum. Vissulega gott að vera kominn við toppinn en þessir tapleikir í byrjun gætu átt eftir að reynast dýrir síðar.
Torres er búinn að finna fjölina á ný og Gerrard að hrökkva í gírinn. Það er bara eitt sem maður hefur áhyggjur af, en það er ekkert smá atriði; þ.e. vörnin og markvörðurinn ágæti, Pepe Reina, eða Pepperoni eins og dóttir mín orðar það. Til þessa hefur maður ekki þurft að hafa áhyggjur af þessum hluta liðsins en ef frá er talinn hinn sókndjarfi Glen Johnson, þá er vörnin að hiksta einum of oft. Dekkningar inni í teig eru ekki nógu góðar og liðið að fá á sig of mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og hornspyrnum og aukaspyrnum. Carragher er ekki svipur hjá sjón, virkaði óöruggur oft á tíðum í dagog við vorum stálheppnir að West Ham skoraði ekki fyrsta markið eftir sjaldséð mistök hjá Carragher á fyrstu mínútunum.
Reina er sprækur sem áður en þó einhver kæruleysisbragur yfir karlinum og einbeitingarleysi sem maður hefur ekki séð áður. Vonandi fara allir þessir hlutir að lagast, en nú gerir maður bara þær kröfur að liðið taki dollu í vetur, þó ekki væri nema ein.....
Benítez: Torres verður betri og betri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2009 | 00:54
Nú slapp Benitez fyrir horn
Magnaður sigur hjá okkar mönnum, klisjukennt að tala um að þeir hafi sýnt karakter, en þannig var það nú bara. Gerrard hysjaði upp um sig og sýndi og sannaði hvílíka yfirburði hann hefur á heimsvísu. Svo er ástæða til að gleðjast sérstaklega yfir komu Glen Johnson á Anfield, þetta er einhver sókndjarfasti bakvörður sem sést hefur í rauða búningnum lengi. Nýi Grikkinn er líka öflugur en hann átti þó sín mistök sem hefðu getað kostað mörk. Vonandi bara taugastress útaf fyrsta leik á Anfield. Þetta virðist vera mikill nagli og saman eru þeir ekki árennilegir, hann og Carragher.
En líklega er amk einn maður ákaflega glaður með stigin þrjú. Hefði Liverpool tapað þriðja leiknum í deildinni hefði sætið undir Benitez sjóðhitnað. Það var einhver taugaveiklunarbragur yfir leiknum, stutt í reiðina og pirringinn hjá Spánverjunum amk og Pepe Reyna ekki alveg eins og hann á að sér að vera.
Vonandi er Rauði herinn kominn á beinu brautina og mikið væri það yndislegt að Lucas Leiva yrði seldur sem allra fyrst. Maður er farinn að halda að hann sé launsonur Benitez og haldi sæti sínu í byrjunarliðinu af þeim sökum.....
Gerrard tryggði Liverpool sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2009 | 20:03
Ég hefði getað lánað smá...
Ekki beint uppörvandi svona á miðju sumri að heyra af 60 milljarða króna skuld hjá uppáhaldsliði sínu, maður hefði kannski getað lánað smá. Borgað vikulaun sóparans eða svo!
Grínlaust þá er hætt við að stóru klúbbarnir verði fyrir barðinu á heimskreppunni næstu tímabil, og ekki að undra að þau leggi í víking til Asíu og Bandaríkjana með von um fleiri áhangendur og meiri tekjur. Kreppan hlýtur að fara að hafa einhver áhrif á aðsókn á vellina í Bretlandi og einnig hætt við að sjónvarpstekjur dragist saman.
Fyrir mestu er að liðið haldi áfram að spila góðan fótbolta og leikmenn einbeiti sér að því, óháð fjárhagnum. Þeir æfingaleikir sem maður hefur séð í Asíu geta vart talist marktækir, en þó gaman að sjá hvað Kyut og Torres eru sprækir og þessi Spearing. Glen Johnson á eftir að koma til, en menn eins og Voronin og Riera mættu alveg fara eitthvað annað.
Samið um skuldir Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 23:45
Kaupa meira, kaupa meira...
Ánægjuleg tíðindi og vonandi reynist Jónssonur hverrar krónu virði, hann átti stórleik með Englandi gegn Andorra, en það var nú bara Andorra svo að maður bíður spenntur eftir eldskírninni á Anfield. Ef við ætlum okkur dollu næsta vetur þarf að styrkja hópinn enn frekar, og fá m.a. annan ofurframherja við hlið Torres. David Villa væri ágætur kostur, og er Eiður Smári ekki á lausu?! Fer svo ekki frá því að við þurfum að fá Crouch aftur...
Vonandi fær Benitez fleiri pund til að punga út í sumar, og þá einhverja almennilega leikmenn. Klúbburinn hefur keypt of marga A-leikmenn á pappírum sem reynst hafa í B-klassa þegar á hólminn er komið.
Glen Johnson á leið til Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007