Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
21.4.2009 | 23:31
Þetta á ekki að vera hægt...
Hvað er hægt að segja eftir svona leik? Liverpool 4 - Arshavin 4. Ef ég væri eigandi Liverpool væri ég búinn að hringja í Benitez og segja: Kauptu Arshavin, hvað sem það kostar! Væri gaman að vita hvort einhver fordæmi séu fyrir því í sögu klúbbsins að einn og sami leikmaður andstæðingsins skori fjögur mörk á Anfield. Leikurinn var vissulega magnaður, en rándýr mistök í vörn Liverpool kostuðu okkur sigurinn. Segja má að við höfum gefið þeim fjögur færi og þau voru öll nýtt. Á meðan var nýtingin hinum megin ekki nógu góð, hefðum getað verið yfir í hálfleik 3-1. Minnir að Liverpool hafi fengið 11-12 hornspyrnur, Arshenal 0! Og markskotin eitthvað á annan tuginn á móti fjórum hjá Arshenal. Þetta á ekki að vera hægt!!!
Nú er bara að heita á Hemma Hreiðars á Old Trafford... Þetta er ekki búið enn!
Liverpool í toppsætið - Arshavin með fernu fyrir Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2009 | 13:39
Gerrard heldur minningunni á lofti
Hverju orði sannar það sem Gerrard segir í þessari frétt, en verð að viðurkenna fáfræði mína að hafa ekki vitað að hann hefði misst frænda sinn í slysinu á Hillsborough. Þetta var sannarlega hörmulegur atburður og útsendingin gleymist seint hverjum þeim sem á horfði, hvað þá þeir sem voru staddir á leiknum. Ekki að undra að slysið hafi drifið Gerrard áfram í ljósi hans reynslu.
Ekki hefði verið verra ef Liverpool hefði unnið Chelsea í fyrrakvöld en ekki verður á allt kosið í lífinu. Liðið lék engu að síður með hjartanu og hefði hæglega getað haft sigur.
Í ferð minni á Anfield í haust var skrítin tilfinning að standa fyrir framan minningarstein við völlinn, þar sem stuðningsmenn leggja að blóm og kerti, til minningar um fórnarlömbin 96. Allir stoppuðu sem leið áttu um og drjúptu höfði um stund.
Sé smellt á neðri myndina má sjá nafn frænda Gerrards á steininum, hinum 10 ára Jon-Paul Gilhooley, í nafnaröðinni vinstra megin neðan miðju.
Blessuð sé minning þeirra allra.
Harmleikurinn hefur drifið Gerrard áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2009 | 00:39
Orðlaus.....
Hvað er hægt að segja eftir svona leik? Eiginlega ekkert, annað en að þessi leikur fer í sögubækurnar. Gerrard ekki með en við skorum fjögur mörk á Stampford Bridge, án þess að komast áfram! Stórkostleg skemmtun og erfitt að halda sönsum á kvöldvakt á meðan svona ósköp ganga á. Eftir svona leik er bara ekki hægt að gagnrýna nokkurn mann, það lögðu sig allir 100% fram. Ef gagnrýna á einhvern á vellinum þá er það Didier Drogba fyrir að vera eins og hann er, gjörsamlega óþolandi vælukjói sem framkallar grænar bólur á ólíklegustu stöðum...
Við erum amk fallnir úr Meistaradeildinni með miklum sóma og nú er það bara enski titillinn sem er í augsýn. YNWA...
Fjögur mörk ekki nóg til að vinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2009 | 12:31
Fullkomin páskasýning...
Meira að segja Benitez átti í erfiðleikum með að fagna ekki, þegar Torres skoraði seinna markið. Það hlýtur að koma að því að hann brestur í fagn. Þvílík mörk! Þau hefðu hæglega getað orðið fleiri, man í fljótu bragði bara eftir einu markskoti hjá Blackburn. Yfirburðirnir voru algjörir og án efa fara mörkin hjá Torres og Agger í hóp þeirra bestu í vetur. Það var enginn grísapungastíll yfir þessu eins og hjá ítalska "undrinu" Macheda hjá Man Utd. Sunderland átti svo sannarlega skilið annað stigið í þeim leik ef ekki öll.
Vonandi verða sömu taktar uppi á þriðjudaginn gegn Chelsea. Engin ástæða til að gefa upp alla von þó að staðan í hálfleik sé erfið.
Gleðilega páska!
Benítez: Fullkomin svörun hjá leikmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 23:26
Þar kom skýringin...
Sjóndaprir gáð séð það í gærkvöldi að Gerrard var ekki svipur hjá sjón(!) Þannig var um fleiri lykilmenn, eins og Alonso, Carragher og Torres. En þetta er alls ekkert búið, staðan er slæm í hálfleik en annað eins hefur nú gerst í sögu félagsins. Vonandi verður Gerrard hvíldur á laugardaginn, svo hann komi sprækur á Brúna eftir páska.
Maður vonar hins vegar að sumir leikmenn verði hvíldir af öðrum ástæðum, þ.e. þeim hversu þeir eru yfirleitt daprir. Ég leyfi mér að fullyrða að Lucas Leiva sé einhver jafnslakasti leikmaður sem fær að hanga inn í byrjunarliðinu fyrir það eitt, sennilegast, að vera brasilískur. Einnig hefur Rieira ekki verið að ná sér á strik. Því miður kom lítið út úr varamönnunum Babel og Dossena en maður hefur trú á að meira búi í þeim.
Dagskipunin til Benitez, og ætti í raun að vera fjöldakrafa allra Púllra á þessari jarðkringlu með því að senda tölvupóst á karlinn: Losaðu okkur við Lucas Leiva!!! Inná með Mascherano til að byrja með og styrkja svo miðjuna í sumar með einhverju góðgæti...
YNWA...
Tvísýnt með Steven Gerrard | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2009 | 01:44
Og engin smá pressa...
Það var lítið eftir af leðrinu í sófanum þegar þessi leikur var loks búinn í dag....! Þvílík spenna og þvílík dramatík. Að eiga fjögur skot í slána í einum hálfleik hefði samkvæmt venjulegri tölfræði dugað til að tapa leik eða náð jafntefli í mesta lagi. Loksins snerust heilladísirnar í lið með okkur og núna er mynd af Jússa Bennajúnn kominn á náttborðið með ömmu gömlu.....
Nú standa spjótin á Ferguson og spurning hvort hann stenst betur álagið en gamli góði Massey hefur gert fyrir íslenska kotbændur gegnum tíðina...
Benítez: Pressan er á United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 01:33
Hefði mátt spara úrslitin...
Til hvers að halda einhverja úrslitakeppni í tónlist ef Skagfirðingar eru annars vegar?!! Seisei...
Óþarfi fyrir þessa drengi að ómaka sig suður yfir heiðar, hefði mátt senda dolluna strax norður í ábyrgðarpósti!
Til hamingju Svartúlfar! Þið eruð sómi Skagafjarðar sverð og skjöldur.
Geiri minn kæri vinur! Þú getur farið að leggja hljómborðið og nikkuna á hilluna svona upp úr áttræðu, sæll og glaður, og látið þér nægja Hús frítímans þrisvar í viku, milli 16 og 18, með pásu !
Loksins eru arftakarnir fundnir....
Bróðir Svartúlfs sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007