Gerrard heldur minningunni á lofti

Til minningar um H-96Hverju orði sannar það sem Gerrard segir í þessari frétt, en verð að viðurkenna fáfræði mína að hafa ekki vitað að hann hefði misst frænda sinn í slysinu á Hillsborough. Þetta var sannarlega hörmulegur atburður og útsendingin gleymist seint hverjum þeim sem á horfði, hvað þá þeir sem voru staddir á leiknum. Ekki að undra að slysið hafi drifið Gerrard áfram í ljósi hans reynslu.

Ekki hefði verið verra ef Liverpool hefði unnið Chelsea í fyrrakvöld en ekki verður á allt kosið í lífinu. Liðið lék engu að síður með hjartanu og hefði hæglega getað haft sigur.

Í ferð minni á Anfield í haust var skrítin tilfinning að standa fyrir framan minningarstein við völlinn, þar sem stuðningsmenn leggja að blóm og kerti, til minningar um fórnarlömbin 96. Allir stoppuðu sem leið áttu um og drjúptu höfði um stund.

Til minningar um H-96Sé smellt á neðri myndina má sjá nafn frænda Gerrards á steininum, hinum 10 ára Jon-Paul Gilhooley, í nafnaröðinni vinstra megin neðan miðju.

Blessuð sé minning þeirra allra.


mbl.is Harmleikurinn hefur drifið Gerrard áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góð grein. YNWA.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband