Þetta á ekki að vera hægt...

Hvað er hægt að segja eftir svona leik? Liverpool 4 - Arshavin 4. Ef ég væri eigandi Liverpool væri ég búinn að hringja í Benitez og segja: Kauptu Arshavin, hvað sem það kostar! Væri gaman að vita hvort einhver fordæmi séu fyrir því í sögu klúbbsins að einn og sami leikmaður andstæðingsins skori fjögur mörk á Anfield. Leikurinn var vissulega magnaður, en rándýr mistök í vörn Liverpool kostuðu okkur sigurinn. Segja má að við höfum gefið þeim fjögur færi og þau voru öll nýtt. Á meðan var nýtingin hinum megin ekki nógu góð, hefðum getað verið yfir í hálfleik 3-1. Minnir að Liverpool hafi fengið 11-12 hornspyrnur, Arshenal 0! Og markskotin eitthvað á annan tuginn á móti fjórum hjá Arshenal. Þetta á ekki að vera hægt!!!

Nú er bara að heita á Hemma Hreiðars á Old Trafford... Þetta er ekki búið enn!


mbl.is Liverpool í toppsætið - Arshavin með fernu fyrir Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Julio Baptista í Carling cup þann 9. janúar 2007.

Liverpool - Arsenal 3-6

Sigurpáll Ingibergsson, 22.4.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

þakka ábendinguna Sigurpáll, gat verið að það hefði verið Arsenal-maður!

Björn Jóhann Björnsson, 22.4.2009 kl. 08:29

3 Smámynd: arnar valgeirsson

núbbs, mér skildist að sami maður hefði ekki skorað fjögur á anfield síðan fjörutíu og sjö eða eitthvað.

en hemmi klúðraði þessu. djö skumsararnir í góðum gír. hataðá.

arnar valgeirsson, 23.4.2009 kl. 02:37

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég held að tililvonir okkar hafi því miður verið jarðaðar þarna. Alltaf þessi Rússar að þvælast fyrir. Var ekki Tottenham rússinn að kosta okkur stig líka? Fokking fokk!

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 32002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband