Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Bond syngjandi ABBA-lög!

Fór í bíó á fimmtudag með betri helmingnum á Mamma Mia, söngvamynd er byggir að samnefndum söngleik, þar sem ABBA-lögin eru sungin. Þetta ku vera konumynd, enda salurinn að mestu skipaður konum og saumaklúbbs og vinkonuhópar fyrirferðarmiklir.

En myndin er vel gerð og fyndin, og það allra fyndnasta er að sjá gamla góða Bond-leikarann, Pierce Brosnan, syngja ABBA-lög. Meiriháttar absúrd! Til allrar hamingju gera leikararnir sér grein fyrir að þetta sé fyrst og fremst syngjandi og dansandi grínmynd. Sönghæfileikarnir eru að vísu takmarkaðir, nema að Bond og StreepMeryl Streep kemur á óvart á því sviði. Annars skilst mér að tölvutæknin sé orðin slík að hljóðverin geti búið til frábæra söngvara úr algjörlega laglausu og fölsku fólki.

Mæli samt með Mamma Mia, fyrir karla sem konur. Gallharðir Bond-aðdáendur gætu þó sjokkerast...


Skagfirskar ísbjarnasögur

Þær grassera víst ísbjarnasögurnar í minni gömlu heimabyggð, líklegast allar komnar frá Gróu gömlu því yfirvaldið yppir öxlum. Sú magnaðasta er að þriðji ísbjörninn hafi eftir allt saman verið felldur - í leyni. Eftir að Haddý og Hrefna tilkynntu um ísbjörninn sem þær sáu, eiga vaskar skyttur og löggur að hafa arkað á svæðið, rekist á bangsa og plaffað hann niður, og að því loknu grafið hann á staðnum! Þessi saga hljómar amk asskoti skemmtilega...

Önnur saga sem heyrðist var að tvær eldri konur áttu að hafa tilkynnt löggunni á Króknum að hafa séð ísbjörn á ferð sinni um héruð Skagafjarðar. Við eftirgrennslan mun þetta hafa verið bóndi á fjórhjóli í hvítum vinnugalla! LoL

Nýlentur eftir dagsferð til Kulusuk á austurströnd Grænlands þar sem ekkert skorti á ísbjarnasögurnar. Eini munurinn frá þeim skagfirsku að þessar voru dagsannar, enda ísbirnir reglulegir gestir í mannabyggðum á þessum slóðum. Í Kulusuk er mönnum úthlutaður kvóti, veiðimennirnir mega skjóta 20 birni yfir veturinn. Síðan í vor sást til eins bangsa á vappi í þorpinu, er flestir íbúar voru í messu. Sáu þeir til bjarnarins út um kirkjugluggana og urðu bara að veifa honum, og bíða að hann færi aftur út á ísinn. Af hverju? Jú, kvótinn var búinn.....LoL

Annars var þetta mögnuð ferð, manni var siglt frá Kulusuk upp að flugvellinum innan um íshröngl og jaka. Við stýrið á mótorbátnum var einn helsti veiðimaður þorpsins, drap sinn fyrsta ísbjörn aðeins 11 ára. Þetta er sko alvöru fólk.


Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband