Skagfirskar ísbjarnasögur

Þær grassera víst ísbjarnasögurnar í minni gömlu heimabyggð, líklegast allar komnar frá Gróu gömlu því yfirvaldið yppir öxlum. Sú magnaðasta er að þriðji ísbjörninn hafi eftir allt saman verið felldur - í leyni. Eftir að Haddý og Hrefna tilkynntu um ísbjörninn sem þær sáu, eiga vaskar skyttur og löggur að hafa arkað á svæðið, rekist á bangsa og plaffað hann niður, og að því loknu grafið hann á staðnum! Þessi saga hljómar amk asskoti skemmtilega...

Önnur saga sem heyrðist var að tvær eldri konur áttu að hafa tilkynnt löggunni á Króknum að hafa séð ísbjörn á ferð sinni um héruð Skagafjarðar. Við eftirgrennslan mun þetta hafa verið bóndi á fjórhjóli í hvítum vinnugalla! LoL

Nýlentur eftir dagsferð til Kulusuk á austurströnd Grænlands þar sem ekkert skorti á ísbjarnasögurnar. Eini munurinn frá þeim skagfirsku að þessar voru dagsannar, enda ísbirnir reglulegir gestir í mannabyggðum á þessum slóðum. Í Kulusuk er mönnum úthlutaður kvóti, veiðimennirnir mega skjóta 20 birni yfir veturinn. Síðan í vor sást til eins bangsa á vappi í þorpinu, er flestir íbúar voru í messu. Sáu þeir til bjarnarins út um kirkjugluggana og urðu bara að veifa honum, og bíða að hann færi aftur út á ísinn. Af hverju? Jú, kvótinn var búinn.....LoL

Annars var þetta mögnuð ferð, manni var siglt frá Kulusuk upp að flugvellinum innan um íshröngl og jaka. Við stýrið á mótorbátnum var einn helsti veiðimaður þorpsins, drap sinn fyrsta ísbjörn aðeins 11 ára. Þetta er sko alvöru fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

já, þetta er alvöru fólk og magnað að vera þarna. er að fara í mína áttundu ferð bráðum, ásamt hópi fólks (ýmist einir sér eða í smærri hópum....).

koddu bara með og getur bara gert þessu góð skil... verð eitthvað með honum sigurði ísmanni sem kynnst hefur mörgum bangsanum.

arnar valgeirsson, 10.7.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

þakka gott boð, Arnar, en ætli ég láti þessa ferð ekki duga í bili, er enn að jafna mig á moskítóflugnabiti...

Björn Jóhann Björnsson, 13.7.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 31989

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband