Bond syngjandi ABBA-lög!

Fór í bíó á fimmtudag með betri helmingnum á Mamma Mia, söngvamynd er byggir að samnefndum söngleik, þar sem ABBA-lögin eru sungin. Þetta ku vera konumynd, enda salurinn að mestu skipaður konum og saumaklúbbs og vinkonuhópar fyrirferðarmiklir.

En myndin er vel gerð og fyndin, og það allra fyndnasta er að sjá gamla góða Bond-leikarann, Pierce Brosnan, syngja ABBA-lög. Meiriháttar absúrd! Til allrar hamingju gera leikararnir sér grein fyrir að þetta sé fyrst og fremst syngjandi og dansandi grínmynd. Sönghæfileikarnir eru að vísu takmarkaðir, nema að Bond og StreepMeryl Streep kemur á óvart á því sviði. Annars skilst mér að tölvutæknin sé orðin slík að hljóðverin geti búið til frábæra söngvara úr algjörlega laglausu og fölsku fólki.

Mæli samt með Mamma Mia, fyrir karla sem konur. Gallharðir Bond-aðdáendur gætu þó sjokkerast...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Kæri sveitungi (ég er frá Hrafnhólum í Hjaltadal),  má ég frekar biðja um Geirmund og karlakórinn Heimi.

Jens Guð, 13.7.2008 kl. 02:19

2 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Geiri og Heimir eru auðvitað bestir en kíktu á þessa, hún er þess virði. Alltaf gaman að hlægja í góðra kvenna hópi...

Björn Jóhann Björnsson, 13.7.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband