Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
29.3.2008 | 00:00
Hvaðan koma allar þessar myndir?
Mögnuð gróska í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð, liggur við að frumsýnd sé mynd í hverri viku. Maður verður að fara að sjá Stóra planið. Myndirnar batna með hverri framleiðslu, tækninni fleygir fram og okkar færasta kvikmyndafólk jafnast á við hið besta í útlöndum. Helsti gallinn að leikararnir eru oftast þeir sömu. Næturvaktin kom skemmtilega á óvart, Pressan var bara nokkuð góð og kvikmyndin Brúðguminn var meistarastykki. Mannaveiðar í Sjónvarpinu fóru heldur stirðlega af stað en of snemmt að segja til um heildarmyndina. Við eigum fullt af góðum krimmum sem festa ætti á filmu. Hef ritað hér áður að kvikmynda ætti allar bækur Arnaldar.
Kíkti á lista yfir íslenskar kvikmyndir á kvikmyndir.is, jafnt leiknar myndir í fullri lengd, stuttmyndir eða heimildamyndir, og mér reiknast svo til að á þessari öld eingöngu sé búið að framleiða og sýna um 130 íslenskar myndir, að meðtöldum 14 myndum sem sagðar eru á dagskrá í ár. Þetta eru miklu fleiri myndir en maður hafði gert sér í hugarlund að væru framleiddar hér. Eru sjónvarpsmyndir þá ótaldar á þessum lista, sem hafa reyndar því miður verið allt of fáar í seinni tíð. Þar er sem betur fer að verða breyting á. Íslenska bókaþjóðin býr yfir ógrynni sagna sem eiga heima á hvíta tjaldinu eða á skjánum. Verst er bara hvað við höfum fáa leikara, og hér dugar víst ekki að flytja inn Pólverja...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2008 | 22:43
Stefán Íslandi í útvarpinu - ekki síðri en tónleikarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2008 | 17:46
Áttum þetta skilið - sorrý
Hárrétt hjá Benitez að Bennett dómari breytti gangi leiksins, en mínir menn voru einfaldlega ekki nógu góðir - því miður. Vörnin var úti að aka, Gerrard varla svipur hjá sjón og Torres sívælandi, og þótt Reina hafi á stundum virst óöruggur í markinu þá bjargaði hann okkur nokkrum sinnum meistaralega í frábærum úthlaupum. Torres hafði eitthvað til síns máls um að spjalda Ferdinand fyrir olnbogaskot, og "vonandi" hefur hann klæmst nógu mikið við dómarann til að réttlæta gula spjaldið fyrir mótmæli. Eins og það virkaði heim í stofu var þetta harður dómur. En síðan kom skandallinn, og það sem eyðilagði leikinn fyrir okkur. Tuðið í Mascherano var auðvitað ekkert annað en asnaskapur, maður kominn með gult spjald, og ótrúlegt að félagar hans reyndu ekki að koma honum burtu. Nær hefði verið fyrir Benitez að húðskamma Mascherano fyrir óíþróttamannslega framkomu, dómgreindarleysi leikmannsins var algjört. Ef breska knattspyrnusambandið sektar hann ekki, ætti Liverpool að gera það.
Dómararnir eru ekki fullkomnir, og þessi Bennett átti ekki góðan dag, en leikmenn verða að halda aftur af sér. Framkoma eins og við urðum vitni að í dag, varð til þess að eyðileggja leikinn. Því miður. Mascherano er eiginlega búinn að rústa páskafríinu....
Benítez: Óskiljanlegt rautt spjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2008 | 16:11
Galopið í Stólnum
Lokað í Bláfjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 00:04
Þreytt spurningakeppni fjölmiðlanna
Það er eitthvað við spurningakeppni fjölmiðlanna þetta árið sem er ekki að virka, gerði það amk ekki í dag í bílnum á norðurleið. Þetta segi ég algjörlega óháð því að mínir menn á Mogganum og mbl.is duttu út í fyrstu umferð, þau stóðu sig með sóma, þannig að hér eru engin tapsárindi í gangi! En maður verður samt að fá að tuða smá.
Það er eins og stjórnandinn sé búinn að vera í þessu of lengi, og vilji hespa þættinum af sem fyrst. Í þættinum í dag fékk maður td. aldrei að heyra hvernig stigin fóru, viðureignirnar voru búnar áður en maður vissi af, og ekkert upplýst um stig hvers liðs. Á stundum virkaði keppnin eins og þetta væru nokkrir hressir fjölmiðlungar komnir saman á Ölstofunni og þeir vissu ekki að væri verið að senda spjall þeirra út á öldur ljósvakans. Spurningakeppni af þessu tagi verður líka að vera fyrir hlustandann, ekki bara keppendur og stjórnandann, þó að ég viti vel að fátt er skemmtilegra en að hitta kollegana á góðri stund.
Annars áttu liðsmenn Víkurfrétta besta sprett dagsins, þegar þeir klikkuðu á skógarþrestinum, þrátt fyrir að stjórnandinn gæfi þeim allar vísbendingar sem hugsast getur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 17:49
First we take Manhattan, then we take Berlin...
Einhver óútskýrð ró færðist yfir mig er þessi dráttur varð ljós, tel Arsenal verða enga hindrun, þeir mega hafa sigur á okkur í deildarleiknum þarna á milli, og svo er það bara Chelsea í 4 liða úrslitum. Engar áhyggjur. Loks annað hvort Barcelona eða Man Utd í Moskvu í maí. Allt fyrirséð...
Eftir dráttinn var maður farinn að raula lag Leonards Cohens, First we take Manhattan, then we take Berlin....
Arsenal dróst gegn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.3.2008 | 22:40
Hvar er hornspyrnuþjálfarinn?
Það má Ólafur Jóhannesson eiga að hann er bráðsnjall. Sópar til sín öllum helstu knattspyrnuþjálfurum landsins, heyrði Willum Þór segja í útvarpinu í kvöld þetta sanna hve leiðtogahæfileikar Ólafs væru miklir, hann hefði líka verið svo duglegur að sækja leiki og fylgjast með leikmönnum! Nú eru komnir sérstakir aðstoðarmenn til að fylgjast með mótherjum Íslands. Hvað mun þá aðstoðarþjálfarinn Pétur gera? Taka myndir á æfingum? Af hverju er ekki ráðinn rangstöðuþjálfari? Eða hornspyrnuþjálfari? Mæli með því að Gylfi Orrason verði ráðinn til að fylgjast með dómurum á næstu leikjum Íslands... Nei, ég segi bara svona.
Annars gott til þess að vita að KSÍ hafi efni á að ráða svona marga menn kringum landsliðsþjálfarann. Eflaust nægir peningar til eftir stúkubygginguna. En semsagt, algjörlega brilljant "múf" hjá Ólafi, hann getur þá kallað fleiri til ábyrgðar ef illa gengur. Næst sé ég fyrir mér að hann opni spjallþráð á vef KSÍ þar sem almenningur getur sent inn tillögur og hugmyndir, eða að þú getir gerst þjálfari í einn dag. KSÍ verður bara að passa sig að ráða ekki of marga, þannig að enginn þjálfari verði eftir til að taka við...
Ólafur fær fjóra aðstoðarmenn í viðbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 22:14
Spáin rættist - næstum því...
Torres skaut Liverpool í 8 liða úrslitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2008 | 19:31
Hverrar krónu virði
Ekki vissi maður um þessa klásúlu í samningi Liverpool, en þó að greiða hafi þurft tvöfalda þessa upphæð þá væri manni nokk sama. Þessi drengur hefur reynst gulls ígildi og svo sannarlega hverrar krónu virði, og á stærstan þátt í að mínir menn hafa unnið fjóra deildarleiki í röð og eru til alls líklegir. Lífið er einhvern veginn miklu skemmtilegra! Sólin að hækka á lofti og allt að gerast!
Ekki amalegt fyrir þjálfarann að geta á síðasta spretti leiksins gegn Newcastle hvílt tvo bestu mennina fyrir stórátökin í Mílanó á miðvikudag. Þá verður tekið á því og mega spaghettisparkararnir passa sig.... Hér og nú spái ég reyndar 1-1 og við áfram með 3-1 samanlagt. Minni enn á eftir á Moskvudrauminn í síðustu færslu, hann verður æ skýrari með hverjum deginum...
Rándýrt mark hjá Torres í stórsigri Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2008 | 23:27
Eitthvað stórt í vændum?
Síðustu leikir minna manna benda til að eitthvað stórt geti verið í aðsigi, maður hefur verið orðljótur og óþolinmóður í vetur, en þegar meira að segja Kátur hinn hollenski er farinn að skora og leggja upp mörk, þá er eitthvað að gerast. Og spænski sparkarinn Torres sjóðheitur. Þrír sigurleikir í röð í ensku deildinni lítur út fyrir að vera vísbending um að Benitez sé að finna fjöl sína á þeim vettvangi. Kominn tími til. Leikurinn við Bolton var skyldusigur, frábær á Middlesboro og tiltölulega létt í kvöld gegn West Ham, "Íslendingaliðið" sá aldrei til sólar.
Næst er það bara Newcastle og svo Inter Milan í Meistaradeildinni. Ekki verðum við Englandsmeistarar en mig dreymdi draum um Evrópumeistaratitilinn, staddur í Moskvuborg með bikar í annarri hendi og bjórkönnu í hinni....
Torres með þrennu gegn West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007