Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
19.11.2007 | 22:21
Af brúðkaupi "aldarinnar"
Umfjöllun tiltekinna fjölmiðla um brúðkaup "aldarinnar" hefur kallað fram nokkrar spurningar í mínum huga. Eftir því sem ég kemst næst munu brúðhjónin Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa óskað eftir því við fjölmiðla að fá að vera í friði með sitt brúðkaup. Skiljanleg ósk, því hver vill hafa fjölmiðla inni á kirkjugólfi í svo persónulegri athöfn? Jafnvel þó að þú sért með ríkustu mönnum landsins, og kannski ekki síður þar sem næg er athyglin og umfjöllunin um dagleg störf.
Nú vill svo til að um þetta brúðkaup hefur hingað til eingöngu verið fjallað í fjölmiðlum er tengjast brúðhjónunum eignarböndum. Veit ekki til þess að nokkuð hafi heyrst né sést í miðlum RÚV, hvorki Útvarpi né Sjónvarpi, ekkert hefur verið um þetta í Mogganum og á mbl.is, og hafi eitthvað verið í 24stundum þá hefur það farið fram hjá mér.
Um brúðkaupið var rækilega fjallað á Stöð 2, á Vísi.is, í Fréttablaðinu og svo í dag í DV. Svo ágeng var t.d. fréttastofa Stöðvar 2 að tekið var fram að henni hafi ekki verið hleypt inn í veislusalinn. Og ljósmyndir minna mann á papparassa-yfirbragð af Hollywood-stjörnum. Myndir td teknar gegnum kirkjugluggana með góðum linsum.
Er þessi umfjöllun bara hrein tilviljun? Varla hafa brúðhjónin óskað eftir friði við suma fjölmiðla en aðra ekki. Það er þá skrítinn friður sem af því fæst. Eða vildu þau bara umfjöllun í "sínum" fjölmiðlum? Eða vildu stjórnendur þeirra fjölmiðla kannski sýna rækilega að þeir væru óháðir eigendum sínum og virt óskir þeirra um frið að vettugi? Hafi svo verið þá er útkoman áhugaverð fyrir áhugamenn um umfjöllun fjölmiðla. Ef ég ætti að finna rétta svarið við öllum þessum spurningum þá hallast ég helst að síðustu spurningunni, og þá jákvæðu svari við henni. En það er nú bara gisk.
Hvað sem öllum vangaveltum líður þá sýnist mér hér vera komin áhugaverð stúdía fyrir fjölmiðlafræðinema í Háskólanum og hvernig tengsl fjölmiðla við eigendur sína birtast í umfjöllun þeirra. Athuganir hafa farið fram af minna tilefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2007 | 08:25
Með Jónasi á Þingvöllum
Gegnsýrður af degi hinnar íslensku tungu, og fæðingarafmæli Jónasar gamla, þá vaknar maður upp eftir skrítinn draum þar sem við Jónas vorum staddir á Þingvöllum, á barmi Almannagjár og horfðum yfir þjóðgarðinn, um leið og okkur var hugsað til þjóðarsálarinnar á þessum dýrðarinnar degi. Saman ortum við:
Endilöng sprungaer spennist með þunga,
þjóðin mín unga,
með útþanið lunga,
elskar hrútspunga
og alls engin gunga,
- íslensk vor tunga.
Fjölbreytt dagskrá á degi íslenskrar tugu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2007 | 23:00
Spænskur spennutryllir...
Deginum var bjargað, þökk sé Hvirfilbylnum Torres, sem létti á spennunni á 81 mínútu, eftir einstefnu okkar Púllaranna fram að þeim tíma. Maður var farinn að reyta hár sitt, eða það litla sem eftir er af hárprýðinu. Þvílíkar stáltaugar sem Benitez hefur; Við sýndum þolinmæði! Þó að leiktíminn sé nú 90 mínútur er óþarfi að láta mann kveljast í 80 mín. Annnars missti ég alveg af því mómenti þegar Benitez á að hafa brosað út í annað munnvikið, maðurinn sem aldrei sást brosa í 8-0 sigrinum. Kannski er bara betra að brosa ekki neitt, frekar en þetta þvingaða fagn sem t.d. Wenger sýnir þegar Arsenal skorar. Hvernig hann hristir hendurnar og rís upp frá varamannabekknum er afskaplega ósannfærandi. Rafa kallinn er líklegast á löngum ferli búinn að stúdera að betra sé að sitjast sem fastast og sýna engin svipbrigði, vitandi það að allar myndavélar á vellinum eru á honum.
Þessi sigur okkar manna var afskaplega kærkominn, og nú eru þeir komnir í toppslaginn fyrir alvöru, en eins og leikurinn þróaðist er hann sönnun þess, "því miður" fyrir gagnrýnendur Benitez, að það sé ekki garanterað að sami mannskapur geti brillerað tvo leiki í röð. Það var ekki fyrr en Torres, eða El Ninjo, kom inn á að eitthvað rættist úr færunum sem helst Voronin hafði áður fengið. Crouch var lítt áberandi, fékk lítið af sendingum upp á kollinn, og Jússi Benayoun var ekki svipur hjá sjón.
Við munum því sjá breytt lið hjá Benitez næst, kallinn hefur því miður sannað að það þurfi að hræra svolítið í liðinu til að fá það til að virka. Enda svosem nóg af mannskap
Benítez: Sýndum þolinmæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.11.2007 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2007 | 21:35
They tell me it's Flísabúðin!
Einhverjir fastagestir hafa kannski verið farnir að halda að maður væri horfinn fyrir fullt og allt, en ritstííflan stafar aðallega af leti eftir vetrarfrí, og eftirköstum eftir þá leti. Eins og það hafi ekki verið tilefni til að skrifa um, þó ekki væri nema 8-0 sigur Púllaranna á Tyrkjaguddunum. Vonandi hefur Rafa kallinn fattað að Krátsinn á alltaf að vera í byrjunarliðinu, alltaf - ekki bara stundum. Maður var orðinn hræddur um að næst færi Gerrard í markið...
Svo gæti ég líka sagt frá gamla manninum sem hringdi í Sigurð G. Tómasson á Útvarpi Sögu og sagðist vera búinn að finna lausnina á vandanum við að pissa standandi í klósettið og bunan út um allt, eða eins og hann sagði hreinskilningslega að bunan vildi stundum klofna í tvennt. En lausnin var sú að hann sagðist vera farinn að pissa í vaskinn á klósettinu. Hélt fyrst að þetta væri eitthvað grín, og að Tvíhöfði hefði skipt yfir á Sögu, en manninum var fúlasta alvara, og maður sá í gegnum útvarpstækið að andlitið á Sigurði G datt af. Nei, svona gerir maður ekki, sagði hann með föðurlegum tóni...
Svo rakst ég á þennan skemmtilega Víkverja í Mogganum á dögunum, birt með góðfúslegu leyfi:
"Víkverji brá sér á Hótel Búðir um helgina með sinni heittelskuðu og þvílík himnasæla. Hótelið, herbergið, þjónustan, maturinn, veðrið, lognið; allt saman fyrsta flokks, svo ekki sé talað um umhverfið. Víkverji hefur ekki komið á Búðir eftir að gamla hótelið brann og nýtt var reist. Byggingin kom skemmtilega á óvart, ekki síst að innanverðu þar sem vandað hefur verið til verka með mikilli reisn, smekkleg hönnun í hólf og gólf.
Göngutúr um Búðahraunið var hressandi í blíðviðrinu, þar sem við blasti Búðakirkja, Staðarsveitin og sjálfur konungur fjallanna á Nesinu; Snæfellsjökull. Reyndar ekki allur upp á topp en það nægði Víkverja að sjá í fjallsræturnar í þetta sinn. Jökullinn dró síðan leiktjöldin frá daginn eftir, yfir morgunverðinum, er snjór var yfir öllu frá fjalli til fjöru. Reyndar stóð sú sýning stutt yfir en jökullinn er ekki allra öllum stundum. Óviðjafnanlegt er að fagna vetri í þessu umhverfi og það hljóta gestir á fullbókuðu hótelinu að geta tekið heils hugar undir. Fólk af öllum toga, innlent sem erlent, komið til að slaka á í rólegu umhverfi.
Að kveldi fyrsta vetrardags var snætt af fimm rétta matseðli þar sem hver rétturinn öðrum betri bráðnaði í munni. Humarinn, öndin, hrefnukjötið, saltfiskurinn og gæsin. Allt var þetta eldað og borið fram af miklum myndarskap og engir tveir diskar eins. Víkverji sýndi einum þeirra sérstakan áhuga, ferköntuðum og þykkum steinplatta, og ímyndaði sér að efniviðurinn væri áreiðanlega sóttur í umhverfið á Nesinu, svo hrjúft og náttúrulegt var grjótið ásýndar og viðkomu. Var enskumælandi þjónn spurður um uppruna plattans og þar sem hann, eða öllu heldur hún, sagðist ekki vita það ætlaði hún að spyrjast fyrir. Hún kom að vörmu spori, og Víkverji orðinn forvitinn, en það skal viðurkennast að svarið kom skemmtilega á óvart og dró örlítið úr stemningu stundarinnar hjá náttúruelskandi turtildúfunum:
"They tell me it's Flísabúðin" "
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007