Af brúðkaupi "aldarinnar"

Umfjöllun tiltekinna fjölmiðla um brúðkaup "aldarinnar" hefur kallað fram nokkrar spurningar í mínum huga. Eftir því sem ég kemst næst munu brúðhjónin Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa óskað eftir því við fjölmiðla að fá að vera í friði með sitt brúðkaup. Skiljanleg ósk, því hver vill hafa fjölmiðla inni á kirkjugólfi í svo persónulegri athöfn? Jafnvel þó að þú sért með ríkustu mönnum landsins, og kannski ekki síður þar sem næg er athyglin og umfjöllunin um dagleg störf.

Nú vill svo til að um þetta brúðkaup hefur hingað til eingöngu verið fjallað í fjölmiðlum er tengjast brúðhjónunum eignarböndum. Veit ekki til þess að nokkuð hafi heyrst né sést í miðlum RÚV, hvorki Útvarpi né Sjónvarpi, ekkert hefur verið um þetta í Mogganum og á mbl.is, og hafi eitthvað verið í 24stundum þá hefur það farið fram hjá mér.

Um brúðkaupið var rækilega fjallað á Stöð 2, á Vísi.is, í Fréttablaðinu og svo í dag í DV. Svo ágeng var t.d. fréttastofa Stöðvar 2 að tekið var fram að henni hafi ekki verið hleypt inn í veislusalinn. Og ljósmyndir minna mann á papparassa-yfirbragð af Hollywood-stjörnum. Myndir td teknar gegnum kirkjugluggana með góðum linsum.

Er þessi umfjöllun bara hrein tilviljun? Varla hafa brúðhjónin óskað eftir friði við suma fjölmiðla en aðra ekki. Það er þá skrítinn friður sem af því fæst. Eða vildu þau bara umfjöllun í "sínum" fjölmiðlum? Eða vildu stjórnendur þeirra fjölmiðla kannski sýna rækilega að þeir væru óháðir eigendum sínum og virt óskir þeirra um frið að vettugi? Hafi svo verið þá er útkoman áhugaverð fyrir áhugamenn um umfjöllun fjölmiðla. Ef ég ætti að finna rétta svarið við öllum þessum spurningum þá hallast ég helst að síðustu spurningunni, og þá jákvæðu svari við henni. En það er nú bara gisk.

Hvað sem öllum vangaveltum líður þá sýnist mér hér vera komin áhugaverð stúdía fyrir fjölmiðlafræðinema í Háskólanum og hvernig tengsl fjölmiðla við eigendur sína birtast í umfjöllun þeirra. Athuganir hafa farið fram af minna tilefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er skemmtileg pæling hjá þér doctor björn. held nú samt að ég hafi séð eitthvað um þetta allavega á mbl punkturis en sennilega er þetta rétt hjá þér.... svona að mestu.

mér þætti það nú dálítið leim ef þetta væri eitthvað fjölmiðlatrix að leyfa "sínum" miðlum að hamra á þessu en biðja hina um að sleppa því. trúi því eiginlega ekki.

en samt gott að við séum ekki alveg í hello og OK gírnum í svona brúðkaupsmálum. þó séð og heyrt kannski reyni.

gott líka ef fólk fær að gifta sig í friði. gott líka að kaupa íbúðir í london fyrir innkomuna því ekki vildu þau gjafir hjúin. enda vissi enginn hvað ætti að gefa þeim.

ég hefði bara gefið þeim "tinni í tíbet" eða sennilega bara uppáhalds bókina mína, kertin brenna niður. hún er líka á tilboði sko.

... en mér var ekki boðið.

arnar valgeirsson, 19.11.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 32002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband