12.1.2008 | 18:12
Hitnar undir spænskum rassi...
Mikið lifandis skelfing er maður orðinn óþolinmóður eftir að sjá liðið sitt spila af einhverju viti, fjórða jafnteflið í röð. Þetta er farið að taka all verulega á taugarnar og blóðþrýstinginn. Liðið er eitthvað svo andlaust og hugmyndasnautt, helst að eitthvað líf sé í Torres og Babel, Gerrard er úi á túni. Ekki veit ég af hverju Crouch var ekki sjáanlegur í dag, ekki einu sinni á bekknum. Það er eins og Benitez karlinn eigi ekki lengur nein spil á hendi, alltaf með sama fýlusvipinn á bekknum. Eitthvað vantar - hvernig væri bara að sparka karlinum og fá Mourinho á Anfield, þá gæti færst fjör í leikinn á ný. Ef þetta heldur svona áfram fer stóllinn hjá hinum spænska stjóra að verða æði heitur.
Vonandi fer eitthvað að gerast af viti. Á meðan Crouch er fjarverandi og Kuyt inn á, þá gerist ekki mikið - því miður.
Birmingham náði stigi á Emirates | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
svona svona. passaðu gangráðinn.
farðu bara að taka mark á þér eldri og reyndari manni, væni. það er styttra í það að við tökum enska bikarinn en þessir rauðu kálfar.
arnar valgeirsson, 12.1.2008 kl. 18:22
Ætla ekki að detta í hinn skefjalausa gagnrýnisheim nútímaknattspyrnunnar þar sem menn fá engan tíma til að ná árangri sama hvernig aðstæðurnar eru þó svo að vel sé reynt á langlundargeð manns þessa dagana.
Þetta sést best á því að þegar tímabilið er ríflega hálfnað hafa átta stjórar fengið sparkið og sá nýjasti sem fór rétt náði átta mánuðum í starfi.
Menn verða að fá tíma til að koma sínu fram og ráða fram úr þeim vandamálum er að steðja.
Ragnar Bjarnason, 12.1.2008 kl. 19:58
Arnar minn, sennilega ferðu að hafa rétt fyrir þér hvað úr hverju, amk á meðan Spánverjinn hangir á Anfield.
Gaman að heyra frá þér Ragnar, vonandi ertu gallharður Púllari og sammála mér um að Benitez sé búinn að fá dágóðan tíma (talið í nokkrum árum) til að byggja upp lið sem hefur möguleika á dollunni á Englandi. Svo virðist sem hann sé ekki að finna sömu fjöl þar og hann hefur gert í Meistaradeildinni, þar er ekki undan neinu að kvarta. Þegar til Englands er komið, þá er eins og eitthvað sé að, því miður.
Björn Jóhann Björnsson, 12.1.2008 kl. 20:19
Er nokkur góður þjálfari sem getur tekið við liðinu í dag?Það er ekki glæsilegt Newcastle liðið efir að Stóri Sam var rekinn.
Aðalsteinn R Björnsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.