Mugisonfeðgar flottir en Heimir er flottari!

Samgleðst Mugison og pabba hans fyrir að hafa fengið Eyrarrósina, tónlistarhátíð þeirra á Ísafirði er stórmerkileg, en sem "gamall" Skagfirðingur og aðdáandi Heimis hefði mér þótt við hæfi að karlakórinn fengi verðlaunin fyrir þeirra frábæra framlag til íslenskrar alþýðumenningar í átta áratugi.  Þó var sérlega ánægjulegt að heyra að kórinn hefði mætt á Bessastaði í dag og kyrjað fyrir viðstadda.

Get af þessu tilefni tekið undir hvert orð Víkverja í Mogganum á þriðjudag, sem skrifaði svona skemmtilega um kórinn, en eitthvað skaut hann yfir markið um hver myndi afhenda verðlaunina, það gerði Dorrit svo glæsilega, enda verndari Eyrarrósarinnar:

,,Víkverji á sér þá ósk heitasta að Karlakórinn Heimir í Skagafirði fái Eyrarrósina svonefndu í hnappagatið, verðlaun sem farið er að veita fyrir merkilegt og framúrskarandi framlag til menningarmála á landsbyggðinni. Heimismenn eru tilnefndir ásamt ísfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður og Safnasafninu í Eyjafirði. Verðlaunin verða afhent á Bessastöðum á fimmtudag, væntanlega af forseta vorum, Ólafi Ragnari Grímssyni. Tónlistarhátíðin og Safnasafnið eru hvor um sig merkileg fyrirbrigði, og eiga allt gott skilið, en líta ber til þess að Karlakórinn Heimir hefur lifað með þjóðinni í 80 ár, að vísu ekki alveg óslitið af fullum krafti en hann er án nokkurs vafa enn á blómaskeiði síðustu áratuga. Kórinn hefur í gegnum tíðina skemmt þúsundum tónleikagesta á ferðum sínum um landið og heiminn með ómþýðum og undurtærum röddum.

Heimismenn fylla hverja þá samkomu sem þeir efna til, líkt og gerðist í Íþróttahúsinu í Varmahlíð um helgina þegar metnaðarfull og umfangsmikil söngskemmtun til heiðurs Stefáni Íslandi var frumsýnd. Komust færri að en vildu en þess ber að geta að sama sýning verður sett upp á Akureyri hinn 19. þessa mánaðar og viku síðar í Langholtskirkju í Reykjavík, auk þess sem til stendur að fara með sýninguna til Austfjarða.

Hryggjarstykkið í 80 ára kórstarfi og sögu Heimis er óbilandi áhugi, eljusemi og sönggleði skagfirskra bænda og afkomenda þeirra, sem hafa ekki vílað fyrir sér að fara langar og torsóttar leiðir til æfinga; í fyrri tíð ríðandi og gangandi í hvaða veðri sem er en að sjálfsögðu akandi í seinni tíð. Fyrir suma kórfélaga hefur þetta verið tugkílómetra leið þannig að fórnfýsin hefur verið mikil, líkt og tíðkast í kórstarfi hér á landi, sem hefur jafnan verið blómlegt.

Að fá tilnefningu til Eyrarrósarinnar er mikill heiður fyrir Heimismenn en í ljósi langrar og farsællar sögu kórsins yrði það að mati Víkverja í raun hneyksli ef sjálf verðlaunin enda ekki í Skagafirði."


mbl.is Aldrei fór ég suður fékk Eyrarrósina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jóhann Sigurðsson

Sammála hverju orði. Læt fylgja með vísu sem Sigurður Hansen á Kringlumýri orti á Bessastöðum eftir að Dorrit var búinn að kynna hver hlyti verðlaunin.

Ég var alinn upp í sveit

alltaf talinn bestur.

Eitt er víst að alþjóð veit

að aldrei fer ég vestur.

Ari Jóhann Sigurðsson, 12.1.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

sælir Ari Jóhann, long time no see! Sigurður Hansen er ekkert annað en snillingur þegar kemur að bundnu máli

Björn Jóhann Björnsson, 13.1.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband