Alveg eru þessi frístundakort mögnuð

Ég var ekki að uppgötva þessi frístundakort, og þá snilli sem að baki þeim býr, af neinni alvöru fyrr en í gær þegar maður á einu bretti ráðstafaði 50 þúsund krónum hjá krökkunum í fótbolta og ballett næstu mánuðina. Notaði kortið fyrir guttann að vísu í haust, en sú upphæð var svo "lítil" að hún tikkaði ekki í bókhaldinu. En það gerir 50 þús kall. Þessir peningar hefðu hvort eð er farið í að greiða þessi æfingagjöld að fullu, án tilvistar frístundakorta, þannig að hvað sem segja má um pólitíkusa í borginni og þeirra frammistöðu síðustu mánuði, þá er þetta líklegast einhver mesta kjarabót sem fjölskyldufólk hefur fengið í mörg herrans ár. Fyrir framtakið skal þakkað hér með, hver sem átti ú hugmyndina fyrstur. Man það ekki lengur.

Nú er bara að finna ráð til að eyða þessum 50 þúsund kalli sem maður var að spara sér...LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

svei mér þá ef það var ekki bara bingi litli sem byrjaði með þetta frístundadæmi. já, svei mér þá.

en hann ætlaði reyndar líka að senda öllum feitan tékka þegar hann myndi selja orkuveituna.

en til hamingju með fimmtíuþúsundkallinn. afhverju er þetta svona mikið? hélt það væri tólf. er maður alveg farinn að missa af öllu?

(nema því að mínir menn eru að kaupa mann og annan, frá stoke og leicester og ég veit ekki hvað, eru á leiðinni upp á meðan aðrir fara niður og svo varð hið stórkostlega félag, KA, áttatíu ára þann áttunda jan).

arnar valgeirsson, 14.1.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Hafi þetta verið Björn Ingi þá á hann allt gott skilið, enda alinn upp á Mogganum. Þú verður að fara að vakna til lífsins, Arnar, það er komið nýtt ár, þessi 12 þús kall gilti í haust en nú er það 25 þús kall á hvert barn fyrir vor- og summarmisseri. Áfram Liverpool.

Björn Jóhann Björnsson, 14.1.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 32069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband