7.1.2008 | 22:28
Stöð 2 hækkar og afruglaðist í boði Byrs
Hægt og hljótt hækkaði Stöð 2 áskriftina hjá sér um 3,7% um áramótin, líkt og lesa má um á vef stöðvarinnar. Er mánaðaráskrift nú komin í tæpar sex þúsund krónur, var um 5.300 fyrir ári, áður en vaskur af áskriftarverði fjölmiðla var lækkaður. Vafalaust eiga fleiri áskriftarmiðlar eftir að hækka hjá sér, en fyrir svona boltafíkla eins og mig er sjónvarpspakkinn orðinn æði fyrirferðarmikill í heimilisbókhaldinu. Með RÚV-skattinum kominn nálægt 15 þúsund kalli á mánuði. Hækkunin hjá Stöð 2 kemur kannski ekki svo mjög á óvart, miðað við allt það innlenda efni sem stöðin býður upp á og það er áreiðanlega dýru verði keypt og framleitt. Nýjasta afurðin er Pressan.
Hins vegar var annað sem maður tók eftir með Stöð 2 um hátíðarnar, sem mig rekur ekki minni til að hafa séð áður. Dagskráin var sýnd órugluð og opin öllum á aðfangadag og gamlársdag, að mig minnir. Það var þó ekki alfarið sökum góðmennsku Stöðvar 2 heldur var opin dagskrá í boði Byrs, sem fékk fyrir vikið merki sitt birt á skjánum allan liðlangan daginn á móti Stöðvar2 merkinu. Hafi þetta gerst áður þá hefur það farið framhjá manni, en þetta er engu að síður athyglisverð tekjulind sem stöðin hefur fundið. Þetta var í sjálfu sér ekki ósvipað því þegar Mogganum mínum var "pakkað inn" með auglýsingu frá Toyota í fyrsta blaði ársins. Skil vel að einhverjum hafi þótt það orka tvímælis, en eðlilega reyna fjölmiðlar að leita allra leiða til að fjármagna starfsemi sína. Aðeins þarf að gæta hófs og misbjóða ekki áskrifendum sínum.
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Missti af Stöð 2 um hátíðarnar, en finnst þetta áhugavert með BYR. Kannast ekki við að hafa fengið afslátt á greiðsluseðlinum fyrir desember vegna dagana sem BYR bauð upp á...
Ómar R. (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.