15.9.2007 | 18:52
Dómarar farnir á taugum?
Samgleðst með Arsenal-mönnum með að hafa náð toppsætinu í dag, miðað við mörkin sem þeir skoruðu eiga þeir heiðurinn skilinn. Það verður nú bara að segjast eins og er, en ætla rétt að vona að mínir menn hjá Liverpool fari að hysja upp um sig buxurnar. Þeir voru arfaslakir í dag og voru ljónheppnir að sleppa frá Hemma Hreiðars og félögum með eitt stig.
Verstur var þó hinn annars ágæti dómari og heiðursmaður Mike Riley, sem á einhvern óskiljanlegan hátt dæmdi vítaspyrnu á Púllarana. Til allrar hamingju varði Reyna en maður veltir fyrir sér hvort dómararnir í enska boltanum séu að fara á taugum, ekki síst í leikjum stóru liðanna, og farnir að flauta við minnsta atvik inni í teignum. Í annað sinn á skömmum tíma fær Liverpool á sig fáranlegan vítaspyrnudóm, í fyrra tilvikinu var dómarinn sendur í frí og það kæmi manni ekki á óvart að svipuð örlög bíði Riley. Annað hvort á hann að fá gula spjaldið eða þá að dómarar verða að vera samkvæmir sjálfum sér og fara að dæma víti ef leikmenn anda ofan í hálsmálið á hverjum öðrum!
Arsenal í toppsætið eftir 1:3 sigur á Tottenham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 32166
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
ekki svona sár strákur. ekki svona sár.
bara halda með leeds. búnir að taka sex í röð. komnir upp úr fallsæti.
í deildinni sinni....
púllarar eru KR englands. þarft að bíða þangað til þú verður ellilífeyrisþegi eftir aðaldollunni. vinna þá tvö ár í röð og svo þarf sonur þinn að bíða þangað til hann verður ellilífeyrisþegi eftir næstu. wake up björn.
arnar valgeirsson, 15.9.2007 kl. 21:27
Arnar minn, gaman að heyra af velgengin Leeds, en þú ætlar þó ekki virkilega að halda því fram að þetta hafi verið vítaspyrna í dag? Efast um að þú hafir séð leikinn, þetta var brandari dagsins. Þetta var ekki víti frekar en ég heiti Jósefína...
Björn Jóhann (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 22:40
Ég var að blogga stuttlega um ensku deildina þar sem ég sagði að búið væri að leiðrétta stigatöfluna frá því í síðustu viku. ;o)
Karl Jónsson, 17.9.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.