Færsluflokkur: Bloggar
8.8.2007 | 17:49
Stolin hugmynd frá Dalvík?
Ágætis hugmynd hjá borginni að bjóða gestum Menningarnætur upp á vöfflur og með því í Þingholtunum. En er þetta ekki að grunni til stolin hugmynd? Mig minnir að Dalvíkingar hafi haft frumkvæði að því að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í tengslum við Fiskidaginn mikla þar í bæ, ekki kom skipunin "að ofan" eins og frá Reykjavíkurborg.
Kannski er ég að tuða þar sem ég sé fram á að missa af Menningarnótt í ár, og þar með vöfflukaffinu, en borgin mætti nú sýna meiri frumleika en þetta. Dalvíkingar framkvæma kraftaverk á hverju ári, er þeir fá til sín tugþúsundir gesta á Fiskidaginn, sem er einmitt að bresta á um helgina.
![]() |
Heimilisleg menningarhátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 15:13
Fjölskylduskemmtun með öli og öllu
Tónleikarnir með Stuðmönnum voru skemmtilegir og ekki skemmdi veðrið, laufin bærðust varla. Helst var að rafmagnsleysi og tækniörðugleikar á sviðinu truflaði stemninguna, en hinir gömlu Stuðmenn hafa litlu gleymt, hvað þá Ladd og Shady Owens.
Þó er alltaf dapurlegt að sjá fullorðið fólk kneyfandi öl með börnin í eftirdragi. Áberandi margir foreldrar með bjórdós í annarri hendi og barn í hinni. Ekki var maður nú barnanna bestur á tónleikum og útihátíðum hér áður fyrr, en þá voru afkomendur ekki komnir í spilið. Vilji maður skemmta sér í góðra vina hópi, og hlusta á góða músík, þá skilur börnin eftir heima. Þetta var hins vegar sett upp sem fjölskylduskemmtun, enda í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og flest börn komin til að hlusta á Ladda og Birgittu Haukdal. Þau þekkja minna til Stuðmanna og Shady Owens.
![]() |
Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 00:19
Standöpp um allan bæ
Það má fréttastofa Sjónvarps eiga að hún er dugleg að senda fréttamenn sína út um borg og bí í beina útsendingu í miðjum fréttatíma. Svo virðist sem dagskipunin sé að hafa eitt stand-up, eins og það ku vera kallað á fagmáli, í hverjum fréttatíma, sama hve mikið og merkilegt er í gangi. Þetta virkar sannarlega vel á mann sem sjónvarpsáhorfanda þegar stórtíðindi eru í gangi, en ég verð að viðurkenna að þetta kemur stundum dulítið kjánalega út. Dæmi er fréttin í kvöld um of fáa lögreglumenn á hvern íbúa á Íslandi. Bein útsending frá Austurvelli og viðtal við formann landssambands lögreglumanna. Á svona stundum hljóta t.d. tæknimenn Sjónvarps að tauta í hljóði til hvers í andsk... þeir séu að standa í þessu.
Ekki laust við að RÚV hafi smitast eitthvað af NFS, sem í raun varð að hætta vegna þess að það gerist ekki nógu mikið á litla Íslandi til að halda úti fréttasjónvarpi allan sólarhringinn. Það ber að virða Sjónvarpið fyrir að vilja hafa fréttaflutninginn lífandi og skemmtilegan en frétt í beinni útsendingu verður nú að standa undir nafni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 00:09
Gullströndin glóir!
Það var sérlega ánægjulegt að koma til Hofsóss á dögunum, og sjá hvernig þetta litla en sögufræga þorp er að ganga í gegnum endurnýjun lífdaganna. Ýmist er búið eða verið að endurbæta gömul hús en þessa uppsveiflu má að miklu leyti þakka Vesturfarasetrinu og frumkvöðlastarfi Valgeirs Þorvaldssonar og hans fjölskyldu. Í upphafi höfðu ekki margir trú á framtakinu en setrið hefur laðað til sín fjölda ferðamanna ár hvert, auk þess sem margir hafa komið sér upp sumarhúsi á staðnum.
Ekki dregur úr kraftinum nábýlið við Hof á Höfðaströnd, þar sem Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir hafa komið upp myndarlegu búi, og síðan hefur Steinunn Jónsdóttir reist listamannasetur á höfuðbólinu Bæ.
Starfsmenn Skagafjarðarveitna eru farnir að leggja heita vatnið til Hofsósinga og miklar vonir eru bundnar við sundlaugina sem Lilja og Steinunn hafa ákveðið að gefa sveitungum sínum. Til stendur að reisa sundlaugina frammi á sjávarkambi þorpsins, með góðu útsýni út og inn fjörðinn. Nú heyrast áform um að byggja þar við íþróttahús og jafnvel veitingastað og eru þjóðkunnir fjárfestar nefndir til sögunnar sem áhugasamir þátttakendur með fyrrnefndum athafnakonum.
Höfðaströndin ber uppnefnið Gullströndin með sóma. Þar virðist drjúpa smjör á hverju strái. Það er af sem áður var, er margir héldu að Hofsós væri jafnvel að leggjast í eyði. Til allrar hamingju urðu það ekki örlög þessa vinalega staðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 23:37
Bjórþyrstir túristar
Nú er fríið á enda í bili og alvaran að taka við. Á ýmsa staði var þvælst, hér á landi og í Danmörku, en hér skal bókfært eitt lítið ferðalag út með Eyjafirðinum. Okkur datt í hug að þræða litlu þorpin út við fjörðinn vestan megin, fyrst Hjalteyri, síðan Hauganes og loks Árskógsströnd. Allt huggulegir staðir, og td athyglisvert að sjá ríkidæmið við mörg húsin á Hauganesið. Segir sagan að þar búi nokkrir kvótakóngar, sel það ekki dýrara en keypt var!
Á Árskógsströnd ókum við fyrir forvitnissakir að bjórverksmiðjunni þar sem sá ágæti mjöður, Kaldi, er bruggaður. Þar voru fyrir erlendir ferðamenn á sæmilega stórri rútu, sem greinilega höfðu fengið skoðunarferð um verksmiðjuna og bjór að smakka í lokin. Frá Ársskógsströndinni lá leiðin til Dalvíkur. Stóðst ekki mátið, kom við í Ríkinu og keypti að sjálfsögðu tvær kippur af Kalda, hvað annað! Aðra ljósa og hina dökka. Maður verður að upplifa Ísland á ferðalögunum! En viti menn, í kjölfar okkar kom rútan með sömu túristunum. Strunsuðu flestir þeirra inn í Ríkið og höfðu greinilega heillast af Kaldanum.
Næsti áfangastaður okkar var Ólafsfjörður, alltaf gaman að rúnta þar um og núna sést m.a. móta fyrir munna Héðinsfjarðarganga. Áður en farið var á Lágheiðina var litið við í söluskála á Ólafsfirði til að kaupa ís og prófa salernið. Við höfðum varla klárað okkur af, þegar sama græna rútan birtist á planinu. Kaldinn hafði greinilega gert var við sig, því túristarnir þurftu að komast á klóið!
Þarna skildu leiðir með okkur og túristunum bjórþyrstu, en Kaldanum voru gerð góð skil síðar í fríinu. Hreint ágætis mjöður....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2007 | 17:25
Hreðjatak á kylfingi...
Frændi minn einn góður, Hörður Barðdal, kylfingur með meiru, sendi þennan, sem sýnir okkur og sannar að betra getur verið að lesa smáa letrið, hvað sem við kaupum. Þennan er því miður ekki hægt að þýða!
,,A guy receives an ad in the mail for a golf resort where everything costs
one dollar. He jumps at the offer and heads off for a weekend of fun in
the sun.
He arrives and plays a round of golf. It cost him a buck. When he goes for
dinner that evening, it costs him another buck. His room is only a buck a
day!
The day before he's to check out, he heads out to play a last round and
stops by the pro shop and charges a sleeve of three balls to his room.
When he's checking out next morning, he looks at the bill and sees: Golf:
$1. 00 Dinner: $1.00. Room: $1.00. Sleeve of golf balls: $3,000.00. He
hits the ceiling!
Calling over to the manager, he asks, "What is this all about? Everything
is supposed to cost one dollar, and you charged me three thousand for
three golf balls?"
"I'm sorry, sir," said the manager, "but you didn't read the fine print in
our promotional brochure - that's what our golf balls cost."
"Well," said the man, "If I wanted to spend that kind of money, I could've
gone to that luxury hotel across the street and paid them a thousand
dollars a day for a room. At least I would've known what I was paying
for!"
"That's right, sir, you could have," said the manager. "Over there they
get you by the room. Over here, we get you by the balls."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2007 | 11:17
Sár í Tindastóli
Á ferð minni í fríinu fyrir norðan á dögunum fór malarnám í suðurhlíðum Tindastóls ekki framhjá mér. Þar er efnistaka vegna lagningu nýs vegar niður af Laxárdalsheiði og Gönguskörðum, sem gengur niður að Gönguskarðsárósum. Sannarlega mikil vegarbót en mikið umhverfislýti er af þessari malarnámu, líkt og Stólinn hafi verið stunginn í kviðinn. Vonandi verða þessi umhverfisspjöll bætt með einhverjum hætti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 21:25
Atvinnumótmælendur?
Athyglisvert ef heimildir fréttastofu Sjónvarps frá í gær reynast réttar, um að meðlimir í samtökunum Saving Iceland fái greitt fyrir hverja handtöku. Sé það rétt þá er komin einhver skýring á því hvernig fólki dettur í hug að klifra upp í byggingarkrana eða hlekkja sig við vinnuvélar, dag eftir dag. Ekki dregur úr viljanum þegar þú hafnar í sjónvarpsfréttunum og á forsíðum blaðanna. Kannski að greitt sé fyrir það líka?! Þessar aðferðir eru komnar út yfir allan þjófabálk og þessi samtök ættu að taka Helga Hóseasson sér til fyrirmyndar. Þar fer friðsamur mótmælandi sem tekið er eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 16:44
Jæja, einn fallinn!
Þá kom að því! Einn af þeim baktjaldatuðurum sem hefur heitið því í manna viðurvist að hann ætlaði aldrei í sínu litla lífi að stofna bloggsíðu, hefur látið verða að því. Ég skal viðurkenna það, ég er fallinn! Nú undir lok sumarfrísins fann ég bara ekkert annað að gera, búinn að þrífa bílinn eftir allt flakkið og meira að segja slá garðinn. Ég myndi fara að mála bílskúrinn hefði ég ekki gert það síðasta sumar.
Engu ætla ég að lofa um háa tíðni skrifa, bara þegar mér dettur eitthvað sniðugt í hug eða vill hljóma gáfulegur. Starfs míns vegna við blaðamennsku gæti vel verið að ég hefði einhverja skoðun á fréttum og fréttaflutningi.
Tek strax fram að ég hef óbeit á Lúkasarmálinu og níðskrifum fólks um náungann. Það mál er gott dæmi um hvers konar múgæsingu Netið getur og hefur skapað. Ég mun langt í frá ætla að hafa skoðun á öllum mögulegum hlutum, hvað þá að tjá samúð mína með fólki sem ég kann engin deili á. Slíkt á að mínu mati ekki heima á bloggsíðum.
Eins og útlitið ber með sér styð ég boltadrengina frá Bítlaborginni, hef gert í meira en 30 ár, og gæti því átt eftir að tjá mig um frammistöðu liðsins. Ef undan eru skilin úrslitin í dag gegn Hemma Hreiðars og félögum hjá Portsmouth þá fer Liverpool vel af stað á undirbúningstímabilinu, nýju mennirnir lofa flestir góðu, svo ekki sé minnst á nýju klippinguna hjá Benitez!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007