Smá salt í sárin...

Rakst fyrir tilviljun á þessar myndir, sem einhver góður maður hafði dundað sér við að búa til. Þær eiga að lýsa raunum Arsenal-manna að undanförnu, og segja meira en mörg orð...Tounge

n509495521_814443_9914n509495521_814650_3860n556356370_787123_5581


Arsenal í augsýn

Hélt að þessi staða kæmi ekki upp en nú er jafnvel möguleiki á að velta Arsenal úr sessi í þriðja sætinu, bara fimm stig í Liverpool í fjórða sætinu eftir sætan sigur á Blackburn í dag. Meira að segja Wenger er búinn að játa sig sigraðan í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fjórar umferðir eftir og allt getur gerst fyrir okkur Púllara.

Djúpt var á mörkunum í Anfield gegn þrautleiðinlegu liði Blackburn, og hefðu þau ekki litið dagsins ljós hefði Whiley dómari því miður orðið maður leiksins. Engu líkara en hann hafi vaknað ósofinn í morgun með þessum orðum: "Í dag mun Liverpool ekki fá vítaspyrnu hjá mér, sama þótt Gerrard verði felldur þrisvar í teignum." En sem betur lét Gerrard þetta ekki á sig fá, fór algjörum hamförum í sínum 300. deildarleik, skoraði eitt magnað mark og lagði upp annað fyrir Torres. Með þessa tvo í ham, og hina funheita, verðum við Evrópumeistarar!


mbl.is Benítez: Vissi að við myndum skora
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðist á við Istanbul...

Þvílíkur leikur, maður var við það að detta í þunglyndi við jöfnunarmarkið og 5 mín eftir. Svo bara tvö mörk til viðbótar. Þó að fátt muni slá út úrslitaleikinn í Istanbul um árið, þá náði þessi leikur langt í samanburðinum, háspenna í hæsta gæðaflokki, en umfram allt sanngjarn sigur þegar á heildina er litið. Og þvílík mörk! Ferðin til Moskvu heldur áfram, Chelsea verður sem fyrr engin fyrirstaða í undanúrslitunum. En við Arsenal-menn segi ég bara, þið gerðuð ykkar besta en það dugar ekki gegn rauða hernum í ham...

Einu vonbrigði leiksins voru vinur minn, Crouch, sem fann sig ekki í kvöld því miður. Hafði spáð fyrirfram 1-0 sigri með marki frá mínum manni, en fékk bara í staðinn fjögur mörk. Maður getur ekki óskað eftir meiru.


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarinn velkominn með til Moskvu...

Hafði orð á því við Arsenalmann í dag að þessi leikur færi annað hvort 0-0 eða 1-1, og ég reyndist sannspár. Verst að hafa ekki tippað á Lengjunni. Dómarinn átti stórleik, og lét ekki glepjast af bellibrögðum og leikrænum tilburðum. Hann er velkominn með manni til Mosvu í vor, því jafnteflið í kvöld var bara enn eitt mikilvæga skrefið á leiðinni austur á bóginn í maí.

Ég hef í sjálfu ekkert á móti Káti vini mínum, en hann var sniðugur að fagna markinu sem hann skoraði ekki, sá ekki betur en þetta hefði verið sjálfsmark, og ef ætti að skrá það á einhvern Púllara þá átti Gerrard alllan heiðurinn af því.

Næst er það Arsenal í deildinni á laugardag, og mín vegna mega The Gunnars sigra í þeim leik. Við tökum þá á Anfield nk þriðjudag 2-1.


mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan koma allar þessar myndir?

Mögnuð gróska í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð, liggur við að frumsýnd sé mynd í hverri viku. Maður verður að fara að sjá Stóra planið. Myndirnar batna með hverri framleiðslu, tækninni fleygir fram og okkar færasta kvikmyndafólk jafnast á við hið besta í útlöndum. Helsti gallinn að leikararnir eru oftast þeir sömu. Næturvaktin kom skemmtilega á óvart, Pressan var bara nokkuð góð og kvikmyndin Brúðguminn var meistarastykki. Mannaveiðar í Sjónvarpinu fóru heldur stirðlega af stað en of snemmt að segja til um heildarmyndina. Við eigum fullt af góðum krimmum sem festa ætti á filmu. Hef ritað hér áður að kvikmynda ætti allar bækur Arnaldar.

Kíkti á lista yfir íslenskar kvikmyndir á kvikmyndir.is, jafnt leiknar myndir í fullri lengd, stuttmyndir eða heimildamyndir, og mér reiknast svo til að á þessari öld eingöngu sé búið að framleiða og sýna um 130 íslenskar myndir, að meðtöldum 14 myndum sem sagðar eru á dagskrá í ár. Þetta eru miklu fleiri myndir en maður hafði gert sér í hugarlund að væru framleiddar hér. Eru sjónvarpsmyndir þá ótaldar á þessum lista, sem hafa reyndar því miður verið allt of fáar í seinni tíð. Þar er sem betur fer að verða breyting á. Íslenska bókaþjóðin býr yfir ógrynni sagna sem eiga heima á hvíta tjaldinu eða á skjánum. Verst er bara hvað við höfum fáa leikara, og hér dugar víst ekki að flytja inn Pólverja...


Stefán Íslandi í útvarpinu - ekki síðri en tónleikarnir

Valdi Rás 1 framyfir Rás 2 í dag, þegar Ríkisútvarpið flutti upptöku af frumsýningu Karlakórsins Heimis á dagskrá um Stefán Íslandi. Valið var frekar auðvelt, því Rás 2 var á sama tíma að senda út undanúrslit og úrslit spurningakeppni fjölmiðlanna. Hef áður lýst skoðun minni á þeirri keppni, og ekki fleiri orð um það. En dagskráin um Stefán Íslandi var ekki síðri í útvarpinu en að horfa á tónleikana í Langholtskirkju fyrr í vetur. Í raun hefði Ríkisútvarpið átt að ganga skrefinu lengra og sýna þessa dagskrá í Sjónvarpinu um páskana, það hefði verið fullur sómi af því. Leikrænir tilburðir lesaranna Agnars á Miklabæ og Sr. Hannesar Arnar Blandon skiluðu sér eðlilega ekki að fullu í útvarpstækjunum. Söngurinn og undirspilið stóð fyrir sínu, svo mikið er víst.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband