9.5.2008 | 22:10
Þóra átti tilburði kvöldsins
Sem búsettur Reykvíkingur (semsagt ekki innfæddur) harma ég að sjálfsögðu ósigur míns liðs en ætli megi ekki segja að tapið sé táknrænt fyrir ástandið í borginni um þessar mundir, á meðan Kópavogi gengur allt í haginn.
Tilburði kvöldsins átti hins vegar Þóra Arnórsdóttir í lok þáttarins þegar hún líklega plataði alla þjóðina í nokkur sekúndubrot, með því að taka um kviðinn og beygja sig, ólétt konan á síðustu dögum meðgöngu. Sá amk ekki betur en að samstarfsmaður hennar, Sigmar, varð stjarfur um stund. Skemmtilegur endir á skemmtilegum þætti, en það hefur svo sannarlega ræst úr Útsvarinu, tók sinn tíma að komast af stað fyrst í vetur og ná flugi en verður áreiðanlega aftur á dagskrá næsta vetur.
Hið vaska reykvíska lið var óheppið í lokin, og eftirá má segja að þau hefðu átt að taka 15 stiga spurningu frekar en 10 þarna í miðjunni. Og 5 stiga spurningin sem Kópavogur valdi sér var þung, amk þótti mér það en hér á þessu heimili kom svarið hjá betri helmningnum á svipstundu: Kremkex! Hafði hreinlega hvorki ímyndunarafl né þekkingu til að vita að það hefði verið kallað Sæmundur á sparifötunum. Alltaf kemur það betur og betur í ljós hve lítið maður veit - og hve vel maður er giftur....
ps. Talandi um Kópavog þá heyrði ég einn ágætan í dag. Það er víst búið að þýða hvað Gunnar Birgisson sagði nákvæmlega þegar hann sagði: Það er gott að búa í Kópavogi. Leikið á réttum hraða þá mun hann víst hafa sagt: Það er gott á þig að búa í Kópavogi...
Kópavogur vann Útsvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2008 | 22:20
Þetta er víst búið...
Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2008 | 18:22
Sviðsett myndefni
Kemur ekki á óvart að Gasmaðurinn sé orðinn vinsæll, þó að hann hafi síst viljað það sjálfur. Ýmislegt má segja um framgöngu lögreglunnar við Rauðavatn á dögunum, og í raun allra sem þar áttu hlut að máli. Undarleg múgæsing átti sér stað og fjölmiðlamenn fylgdust að sjálfsögðu vel með. Heldur sterk finnst mér viðbrögðin hjá Láru Ómarsdóttur að segja upp störfum en hún stendur sterkari eftir, sem og fréttastofan. Hún verður fljótlega komin á fjölmiðil á ný. Ef ekki á Vísi.is eða Fréttablaðinu þá einhvers staðar annars staðar.
Fréttaefni getur auðveldlega orðið sviðsett sem slíkt og þá einkum myndefni, þegar t.d. ljósmyndarar stilla upp fólki á mynd eða gera eitthvað til að gæða myndefnið lífi. En alvöru fréttaviðburði, einkum átök og slys, þurfa ljósmyndarar ekki að sviðsetja.
Stundum þarf þó að gera eitthvað til að kalla fram myndefnið. Fræg er sagan af Sveini heitnum Þormóðs er hann hafði lengi reynt að sitja fyrir hinum heimskunna grínara, Jerry Seinfeld, í Íslandsheimsókn sinni um árið. Seinfeld hafði verið fýldur í heimsókninni og ekki viljað tala við hérlenda fjölmiðla eða sitja fyrir á myndum hjá þeim. Þegar Seinfeld var að koma útaf Hótel Sögu, og rétt áður en hann steig upp í limmósínu, kallaði Svenni til hans af góðu færi: Mister Seinfeld, my wife loves you. Seinfeld sneri sér við og brosti er hann sá til Sveins, sem að sjálfsögðu náði brosinu á mynd áður en grínarinnn uppgötvaði að þessi óvænti aðdáandi var blaðaljósmyndari!
En hin meinta ætlan Láru Ómarsdóttur um sviðsetningu á eggjakasti fölnar í samanburði við þetta ágæta myndbrot af YouTube sem einn ágætur vinnufélagi rakst á:
http://www.youtube.com/watch?v=9hL_DyvEV84
Rétt aðferð við beitingu piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 21:36
Stingandi sárt - en ekki búið
Ekki er nú risið hátt á Jóni Árna, blessuðum, hann á vökunótt framundan og martraðir. En svona er þetta bara þó sárt sé - stingandi sárt. Leikurinn í raun búinn, komnar einhverjar sekúndur fram yfir uppbótartíma, og Anfield farið að kyrja You''ll never walk alone. Svo ein sending fyrir og Jón Árni hefur vonandi hugsað sem var að maðurinn fyrir aftan hann gæti skorað og því ætlað að skalla yfir. Á Players voru menn farnir að syngja líka og stappa í gólf og borð þegar áfallið dundi yfir. Þvílíkt svekkelsi.
En þetta er ekki búið, langt því frá, aðeins hálfleikur og nú er bara að skora á Stamford Bridge. Maður var sláandi nálægt að spá rétt um úrslitin í kvöld, aðeins ef Torres hefði nú hrokkið í gang - og Jón Árni ekki komið inn á....
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2008 | 22:43
Hann hefur húmor, karlinn
"Ég kem aftan að honum og klappa honum á vinstri öxlina og ef hann lítur við án þess að finna til þá er hann klár."
Hefði ég fengið þessa setningu í krossaprófi, og fengið möguleika á að haka við Rafael Benitez, þá hefði mér aldrei dottið sá möguleiki í hug. Hér sýnir hinn spænski hugsuður á sér nýja og skemmtilega hlið, mætti nú brosa meira á bekknum, en hvað um það, hann hefur verið að standa sig vel síðustu mánuðina. Ánægjulega að vita að Gerrard verði með, ekki veitir af í þessum risaslag. Mínir menn verða að komast í seinni leikinn með gott forskot og því leyfi ég mér að spá 2-0, Torres og Gerrard pota tuðrunni inn. Og vonandi stígur Drogba á nagla er hann fer fram úr rúminu, maður gjörsamlega fær grænar bólur á að sjá honum bregða fyrir...
Gerrard verður með Liverpool annað kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2008 | 17:15
Meistaradeildin er málið
Auðvitað á Benitez að hvíla lykilmenn fyrir átökin gegn Chelsea eftir helgi, þessi leikur gegn Fulham skiptir engu máli, enda meistaradeildarsætið fyrir næsta tímabil svo gott sem tryggt. Það þýðir ekkert fyrir botnliðið að vera að væla, hver er sinnar gæfu smiður eins og Benitez segir, sá mikli hugsuður.
Eitthvað hafa Arsenal-menn verið að kvarta undan síðustu myndbirtingu hér á síðunni, og til mótvægis kemur hér ein ágæt sem sýnir að menn verða að hafa húmor fyrir sjálfum sér...
Benítez ætlar ekki með sterkasta liðið gegn Fulham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol