Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Farið hefur fé betra...

Jæja, loksins er karlinn farinn að losa sig við meðal-jónana á Anfield. Þeir eru því miður alltof margir, ef liðið ætlar að krækja í einhverjar dollur. Sé ekki eftir Dossena, myndi heldur ekki sjá á eftir Rieira og hvað þá Babel. Nú er bara að taka upp veskið og kaupa almennilega leikmenn. Rafa mætti líka vera djarfari í því að gefa ungum piltum séns úr varaliðinu.

Gaman að sjá þáttinn á Liverpool TV í kvöld um Joe Fagan. Magnaður kall, sem tók við góðu búi af Bob Paisley og náði nokkrum titlum á stuttum tíma, enda frábærir leikmenn á Anfield á þessum tíma. Það kemur alltaf gæsahúð að sjá myndir af þessum leikjum, er Daglish, Rush, McDermott, Grobbelaar og þessir kallar voru í ham.


mbl.is Voronin til Dinamo Moskva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum tveir...

Hann má eiga það Rafa kallinn að afsakanirnar verða sífellt skemmtilegri og frumlegri. Reading að spila sjónvarpsleik... Leyfi mér nú reyndar að efast um að það hafi fært Íslendingaliðinu kraftinn. Mínir menn spiluðu því miður ekki vel og bölvaðir klaufar að nýta ekki þau fáu færi sem sköpuðust. Sumir leikmenn að drulla upp á bak, og ótrúlegt að Aurelio hafi ekki fokið fyrr útaf. Insúa hafði fengið sér of mikinn kalkún og Jússi átti að koma fyrr inná.

Svona bikarleikir hafa reyndar alltaf verið erfiðir og ekki að sjá í dag að Reading sé í botnslag næstefstudeildar. Íslendingarnir stóðu vel fyrir sínu og gaman að sjá þennan Gylfa. Þar er gríðarlegt efni á ferð og spurning hvort Benitez ætti ekki að bæta við þriðja Frónbúanum á Anfield. Óska amk ekki eftir að Nistelroy stigi fæti sínum þar inn, mætti frekar biðja um Heskey eða Crouch.

Annars veitir liðunum ekki af meiri tekjum í kassann og fá aukaleik á Anfield... og eins gott að þeir rauðklæddu hysji upp um sig buxurnar...

En gleðilegt árið til sjávar og sveita... óþarfi að fara á taugum á öðrum degi ársins... :-)


mbl.is Benítez: Mér var létt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband