Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Standöpp um allan bæ

Það má fréttastofa Sjónvarps eiga að hún er dugleg að senda fréttamenn sína út um borg og bí í beina útsendingu í miðjum fréttatíma. Svo virðist sem dagskipunin sé að hafa eitt stand-up, eins og það ku vera kallað á fagmáli, í hverjum fréttatíma, sama hve mikið og merkilegt er í gangi. Þetta virkar sannarlega vel á mann sem sjónvarpsáhorfanda þegar stórtíðindi eru í gangi, en ég verð að viðurkenna að þetta kemur stundum dulítið kjánalega út. Dæmi er fréttin í kvöld um of fáa lögreglumenn á hvern íbúa á Íslandi. Bein útsending frá Austurvelli og viðtal við formann landssambands lögreglumanna. Á svona stundum hljóta t.d. tæknimenn Sjónvarps að tauta í hljóði til hvers í andsk... þeir séu að standa í þessu.

Ekki laust við að RÚV hafi smitast eitthvað af NFS, sem í raun varð að hætta vegna þess að það gerist ekki nógu mikið á litla Íslandi til að halda úti fréttasjónvarpi allan sólarhringinn. Það ber að virða Sjónvarpið fyrir að vilja hafa fréttaflutninginn lífandi og skemmtilegan en frétt í beinni útsendingu verður nú að standa undir nafni.


Gullströndin glóir!

Það var sérlega ánægjulegt að koma til Hofsóss á dögunum, og sjá hvernig þetta litla en sögufræga þorp er að ganga í gegnum endurnýjun lífdaganna. Ýmist er búið eða verið að endurbæta gömul hús en þessa uppsveiflu má að miklu leyti þakka Vesturfarasetrinu og frumkvöðlastarfi Valgeirs Þorvaldssonar og hans fjölskyldu. Í upphafi höfðu ekki margir trú á framtakinu en setrið hefur laðað til sín fjölda ferðamanna ár hvert, auk þess sem margir hafa komið sér upp sumarhúsi á staðnum.

Ekki dregur úr kraftinum nábýlið við Hof á Höfðaströnd, þar sem Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir hafa komið upp myndarlegu búi, og síðan hefur Steinunn Jónsdóttir reist listamannasetur á höfuðbólinu Bæ.

Starfsmenn Skagafjarðarveitna eru farnir að leggja heita vatnið til Hofsósinga og miklar vonir eru bundnar við sundlaugina sem Lilja og Steinunn hafa ákveðið að gefa sveitungum sínum. Til stendur að reisa sundlaugina frammi á sjávarkambi þorpsins, með góðu útsýni út og inn fjörðinn. Nú heyrast áform um að byggja þar við íþróttahús og jafnvel veitingastað og eru þjóðkunnir fjárfestar nefndir til sögunnar sem áhugasamir þátttakendur með fyrrnefndum athafnakonum.

Höfðaströndin ber uppnefnið Gullströndin með sóma. Þar virðist drjúpa smjör á hverju strái. Það er af sem áður var, er margir héldu að Hofsós væri jafnvel að leggjast í eyði. Til allrar hamingju urðu það ekki örlög þessa vinalega staðar.


« Fyrri síða

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband