Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
20.8.2007 | 18:43
Góð helgi eyðilögð
Það er ekki tekið út með sældinni að vera dómari í enska boltanum en vælandi blámenn í Chelsea settu það mikinn þrýsting á Robbie þennan Styles að hann eyðilagði fyrir manni annars frábæra helgi. Allur umheimurinn sá að þessi vítaspyrnudómur var gjörsamlega kolklikkaður og greinilegt var að dómarinn uppgötvaði það eftirá, hann fór bókstaflega á taugum og missti leikinn úr höndum sér og vörum. Það var hreinn stuldur að blámennirnir hirtu eitt stig frá þessum leik, Liverpool var á góðri leið með að bæta við öðru marki þegar ósköpin dundu yfir.
Ekki að undra að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar séu búnir að gefa Styles leyfi. Hann á amk ekki afturkvæmt á Anfield, svo mikið er víst.
Steven Gerrard: Viðurkenndu mistökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 17:58
Raddir sem mega ekki þagna
Íhaldsemin í manni sér til þess að kveikja alltaf á 9-fréttum RÚV á morgnanna til að hlusta á Bjarna Fel flytja íþróttafréttir. Hann klikkar ekki rauðbirkni KR-ingurinn og ætti að vera í loftinu sem oftast. Verst er að missa hann af skjánum með enska boltann, eitthvað svo heimilislegt að hlusta á hann lýsa mörkunum líkt og allt sé í beinni útsendingu. Þeir félagar á Sýn2 ættu að sjá sóma sinn að fá Bjarna til sín, eða heimila RÚV að sýna mörkin einu sinni í viku, líkt og Skjárinn samdi við Sjónvarpið í fyrra.
FLeiri útvarpsraddir má nefna, m.a. Sigurð G. Tómasson og Gissur Sigurðsson. Eðalsútvarpsmenn og lagið sem Sigurður leikur í upphafi hvers þáttar á Sögu er algjör klassík. Vals með rússnesku ívafi sem fær mann alltaf til að slá taktinn og raula með. Um mann fer nettur hrollur við að hlusta á Gissur, vonandi fer hann að koma úr fríi sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 23:59
Voronin lofar góðu
Kominn tími til að tjá sig eitthvað um sitt lið. Það lofar góðu fyrir komandi tímabil og sér í lagi þessi Voronin, hörkuduglegur og tekniskur, með gott auga fyrir spili. Benitez kominn með töffaralega greiðslu og skegg og léttur bragur yfir mannskapnum. Sá nú reyndar lítið af leiknum í dag en eitt mark á útivelli ætti að duga fyrir seinni leikinn á Anfield.
Nú fer söngur að heyrast á heimilinu um nýjan Liverpool-búning. Ungur og efnilegur Púllari hreyfst svo af Gonzales á sínum tíma að hann lét þrykkja nafn hans á búninginn. Eftir það komst sá ágæti leikmaður varla í liðið, og ku vera horfinn úr herbúðum Liverpool. Það er þó til einn minjagripur um hann, sem mætti prófa að selja á e-bay er fram líða stundir....
Liverpool sigraði Toulouse í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 20:23
Peningaþvætti í Hlíðunum
Dagurinn í dag byrjaði ekki gæfulega, peningaveskið týnt og eigandinn hafði í fyrstu ekki minnstu hugmynd um hvar auðæfin væru niðurkomin. Sérlega óþægileg tilfinning, eins og að hafa misst ástvin. Ekki bara greiðslukortin heldur stimpilkortið, golfkortið, Liverpoolklúbb-kortið, gjafakort, tryggingakort og þannig mætti lengi telja. Til að koma í veg fyrir stórtjón var þeim kortum lokað sem hægt var að loka, á meðan dauðaleit stóð yfir. Hún bar lítinn árangur, eða þar til að lítill neisti kviknaði á hádegi.
Viti menn, blessað veskið hafði endað í þvottavélinni, í rassvasa á buxum sem fóru víst í hreinsun í gærkvöldi. Hvernig gat maður munað eftir því?! Ég viðurkenni hérmeð peningaþvætti, en vona að sleppa undan krumlum Halla Jó, Jóns HB og félaga. Kannski er þetta byrjunin á Alsheimer-light en mikið rosalega var ánægjulegt að sjá öll kortin aftur, hrein og fín, og lífið gat haldið áfram....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 19:01
Fagnaðarefni
Rannsókn gerð á vegrifflum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 16:56
Draumadauðdagi
Elsta manneskja í heimi látin - úr elli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 11:20
Þjónustuhlé í Þjóðvegamúlu-1
Þeir eru lúnknir laganna verðir í Húnaþingi og hafa fundið sér nýjan stað til að góma hraðskreiða ökuþóra, reyndar ekki á þjóðvegi 1 heldur í Laxárdal þar sem bílarnir bruna á beinum vegi niður af Þverárfjalli. En sýnileiki þeirra á vegunum og eftirlit er til mikillar fyrirmyndar. Mættur löggur annarra landshluta taka þá sér til fyrirmyndar. Ein besta slysaforvörnin er að þeir sjáist á vegunum, það dregur töluvert úr hraðanum.
Annars var maður að koma að norðan í gærkvöldi og þvílík umferð! Engu líkara en hálf þjóðan hafi verið fyrir norðan á Fiskideginum og stórum knattspyrnumótum á borð við Króksmótið á Sauðárkróki og Pæjumótið á Sigló, að ógleymdri Hólahátíð. Mestan part leiðarinnar var umferðin þolanleg, flestir á skikkanlegum hraða en á tímabili virtist sem Formúla-1 væri hafin, þegar allir ætluðu að fara að spæna framúr á beinu köflunum. Ég tel mig hins vegar hafa komist á leiðarenda á góðum tíma, þurfti bara að taka þrjú þjónustuhlé....!
ps. vegna tæknilegra örðugleika hefur bloggið verið stopult síðustu daga en tæknimenn á mbl.is eru að vinna í málinu
26 teknir fyrir hraðakstur á tveimur tímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 09:19
Hver röndóttur!
Hann sló Eirík Fjalar nærri því útaf laginu á Stuðmannatónleikunum um helgina, gesturinn sem átti svarið rétt á undan Eiríki við spurningu hans um hvað maðurinn hefði sagt við félaga sinn er þeir sáu zebrahestahjörð koma niður hlíðina: Hver röndóttur! (Nú væri nær að svara: KR-ingar að falla úr úrvalsdeild!)
Þessi uppákoma fékk mig til að rifja upp ógleðina við að sjá mitt gamla lið, Tindastól, leika í gul-svart röndóttum treyjum í Víkinni á dögunum gegn Berserkjum, sem ku vera varalið Víkinga. Veit ekki hvað hefur orðið af gömlu góðu rústrauðu búningunum. Enda fór svo að ég hrökklaðist af velli í stöðunni 2-0 og svo fór að Stólarnir töpuðu þessum leik 3-1, sínum fyrsta í sumar. Vonandi eru þetta algjörir varabúningar og eingöngu notaðir í neyð. Það sýnir sig líka í efstu deild að röndóttir búningar eru ekki að gera sig þetta árið, alveg sama þó að Vesturbæingar reyni að fá Loga til að kveikja neistann. Þeir hefðu betur haldið teiti, nei ég meina Teiti....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 17:49
Stolin hugmynd frá Dalvík?
Ágætis hugmynd hjá borginni að bjóða gestum Menningarnætur upp á vöfflur og með því í Þingholtunum. En er þetta ekki að grunni til stolin hugmynd? Mig minnir að Dalvíkingar hafi haft frumkvæði að því að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í tengslum við Fiskidaginn mikla þar í bæ, ekki kom skipunin "að ofan" eins og frá Reykjavíkurborg.
Kannski er ég að tuða þar sem ég sé fram á að missa af Menningarnótt í ár, og þar með vöfflukaffinu, en borgin mætti nú sýna meiri frumleika en þetta. Dalvíkingar framkvæma kraftaverk á hverju ári, er þeir fá til sín tugþúsundir gesta á Fiskidaginn, sem er einmitt að bresta á um helgina.
Heimilisleg menningarhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 15:13
Fjölskylduskemmtun með öli og öllu
Tónleikarnir með Stuðmönnum voru skemmtilegir og ekki skemmdi veðrið, laufin bærðust varla. Helst var að rafmagnsleysi og tækniörðugleikar á sviðinu truflaði stemninguna, en hinir gömlu Stuðmenn hafa litlu gleymt, hvað þá Ladd og Shady Owens.
Þó er alltaf dapurlegt að sjá fullorðið fólk kneyfandi öl með börnin í eftirdragi. Áberandi margir foreldrar með bjórdós í annarri hendi og barn í hinni. Ekki var maður nú barnanna bestur á tónleikum og útihátíðum hér áður fyrr, en þá voru afkomendur ekki komnir í spilið. Vilji maður skemmta sér í góðra vina hópi, og hlusta á góða músík, þá skilur börnin eftir heima. Þetta var hins vegar sett upp sem fjölskylduskemmtun, enda í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og flest börn komin til að hlusta á Ladda og Birgittu Haukdal. Þau þekkja minna til Stuðmanna og Shady Owens.
Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007